Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 42
IFRA LANDSHLUTASAMTOKUMI Þorsteinn Garöarsson, iðnráógjafi Suðurlands: Iðnþróunarsjóður Suðurlands Aðdraganda að stofnun Iðnþró- unarsjóðs Suðurlands má rekja allt til ársins 1978, en á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga í Suðurlands- kjördæmi (SASS) það ár var fyrst hreyft þeirri hugmynd að stofna iðnþróunarsjóð á Suðurlandi. Á aðalfundi SASS í apríl árið eftir var samþykkt að fela atvinnumála- nefnd og stjórn SASS að vinna að stofnun Iðnþróunarsjóðs Suður- lands, þar sem 1 % af föstum tekjum sveitarfélaganna rynni í sjóðinn. Uppkast að reglugerð sjóðsins lá fyrir í október áirð 1979, og að lok- inni umfjöllun stjórnar SASS og at- vinnumálanefndar, sem hafði for- göngu um að kynna sveitarfélögum á svæðinu drögin, var málinu vísað til aðalfundar SASS. Á aðalfundi SASS árið 1980 var reglugerð sjóðsins samþykkt, og jafnframt var samþykkt að boða til stofnfundar fyrir 1. október það ár. Stofnfundur sjóðsins var haldinn 30. september árið 1980 að Hellu. 26 sveitarfélög af 37 samþykktu að verða stofnaðilar að sjóðnum, en þau hafa samanlagt 92% af íbúa- fjölda og 94% af tekjum svæðisins. Kosin var sjö manna stjórn, vara- stjórn og endurskoðendur, og skipti hún sjálf með sér verkum. í fyrstu stjórn sjóðsins völdust Páll Zóphoníasson, þáv. bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem var fyrsti formaður sjóðsstjórnarinnar, Þór Hagalín, þáv. sveitarstjóri á Eyrar- bakka, sem var varaformaður, Jón Ingi Einarsson, þáv. oddviti í Vfk í Mýrdal, Steingrímur Ingvarsson, bæjarfulltr. á Selfossi, Þorsteinn Garðarsson, þáv. sveitarstj. í Ölfus- hreppi, Arnar Sigurmundsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, og Ölvir Karlsson, oddviti í Ásahreppi. í reglugerð sjóðsins eru engin ákvæði um, að stjórnarmenn skuli vera af tilteknum svæðum í kjör- dæminu. Á hinn bóginn er það þannig í reynd, að tillögur um stjórn- armenn taka mið af því, af hvaða svæðum menn eru, og tel ég það vera kost. Tilgangur Tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu atvinnulífs á svæðinu, - með lánveitingum til nýrra fram- kvæmda, fyrirtækja, einstakl- inga og sveitarfélaga, - með styrkveitingum og áhættu- lánum vegna sérstakra athug- ana og áætlanagerðar í sam- bandi við nýjar atvinnugreinar, - með hlutafjárkaupum í sér- stökum stórum fyrirtækjum á Suðurlandi samkvæmt sam- þykkt aðalfundar sjóðsins hverju sinni. Tekjur Tekjur sjóðsins eru árlegt framlag aðildarsveitarfélaga, sem nemur nú 1% af föstum tekjum þeirra, sem verða á árinu 1984 samanlagt um 3 millj. króna, þ.e. útsvör, aðstöðu- gjöld og fasteignagjöld. Framlög sveitarfélaga eru bundin inneign þeirra hjá sjóðnum, sem eru verðtryggð að fullu miðað við láns- kjaravlsitölu. - Arður og einstakar tekjur af þeim fyrirtækjum, sem stofnað er til með hlutafjárkaupum sjóðsins. - Vaxtatekjur. - Lántökugjöld. Sveitarfélög skulu tilkynna með árs fyrirvara, ef þau hyggjast ganga úr sjóðnum. Endurgreiðsla fram- lags þeirra skal fara fram á tvöföld- um árafjölda sem inngreiðsla sveit- arfélaga hefur átt sér stað. Stjórnun Sjóðstjórn ákveður öll útlán. Framkvæmdastjóri SASS og skrif- stofa sjá um innheimtu árgjalds og bókhald. Iðnráðgjafi undirbýr mál fyrir stjórnarfundi, veitir upplýsingar um sjóðinn og afgreiðir samþykktir stjórnar. Innheimta útlána fer fram í banka. Starfsemi í upphafi var meginstarfsemi sjóðsins lánveitingar til einstakl- inga, fyrirtækja og sveitarfélaga. Á aðalfundi sjóðsins árið 1984 var samþykkt að breyta reglugerð sjóðsins þannig, að 70% af fram- lögum sjóðsins séu bundin inneign þeirra hjá sjóðnum, en sjóðstjórn geti varið allt að 30% af tekjum hvers árs til áhættulána og styrk- veitinga. Meginlánaflokkar sjóðsins eru: - Byggingalán, lánveiting allt að 10% af kostnaði. - Vélalán, lánveiting allt að 15% af kostnaði. - Önnur lán, lánveiting allt að 50% af kostnaði. Öll lán eru verðtryggð m.v. láns- kjaravísitölu, og eru útlánsvextir 2,5%. Krafizt er fasteignaveðs. Lánstími er 5-10 ár. Dæmi um lán- 232 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.