Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 45
SKIPULAGSMÁL notkun sumarbústaðasvæöa, land- notkun útivistarsvæða og landnotk- un veitu- og samgöngukerfa. Áður en hægt er að hefjast handa við gerð tillögu um landnotkun og landnýtingu, þarf mikið undirbún- ingsstarf og gagnasöfnun. Draga þarf fram helztu forsendur landnotk- unar, t. d. náttúrufarslegar for- sendur, umhverfislegar forsendur forsendur byggðaþróunar og for- sendur landbúnaðarframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Þannig verður að byggja tillögu að svæðisskipulagi á þekkingu á landinu og nýtingarmöguleikum þess. Slíkt verkefni er í eðli sínu hópvinnuverkefni, þar sem sam- vinna margra aðila, einstaklinga, samtaka og stofnana, er nauðsyn- leg. Það er því eitt höfuðverkefni við gerð svæðisskipulags að sam- ræma upplýsingar og vitneskju um einstaka þætti þess og setja fram í samræmdri tillögu. Með staðfestu svæðisskipulagi er mótaður rammi fyrir skipulags- vinnu á næstu stigum skipulagsins, þ. e. aðal- og deiliskipulags. Svæð- isskipulag getur því verið rammi um samstarf sveitarfélaga og mikilvægt stjórntæki sveitarstjórna við fram- kvæmdir og gerð skipulags innnan einstakra sveitarfélaga. Með undirbúningi að gerð svæð- isskipulags fyrir Eyjafjarðarsvæðið er farið inn á nýja braut í skipu- lagsmálum á íslandi, og verður það því að skoðast þannig. Það er því áríðandi, að það megi takast að skapa grundvöll umræðna og skoðanaskipta um framtíðarþróun svæðisins og hlutverk skipulagsins í þeirri þróun, undir því er árangur skipulagsvinnunnar kominn. y y U APlflDI/l UC SKUTAHRAUNI 2 ^ ^ nHUvmwi nr 220 hafnarfirði SÍMI 53999 Önnumst alla almenna verktakavinnu, jarðvinnu, sprengingar og byggingar- framkvæmdir Leigjum út vinnuvélar Tökum að okkur hönnun og framkvæmdir eftir óskum kaupenda SVEITARSTJÓRNARMÁL 235

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.