Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 46
NYJUNGAH I ATA/IIMIMLJHFIIMI-I
Guðmundur Valur Stefánsson, nemi í fiskifræði og
fiskeldi:
Þorskeldi í sjó
Guðmundur Valur Stefánsson frá
Auðbrekku f Hörgárdal stundar
nám ( háskólanum í Bergen í fiski-
fræði og fiskeidi.
Sveitarstjórnarmál fóru þess á leit
við Guðmund, að hann skýrði frá
tilraunum Norðmanna með þorsk-
eldi í sjó. Guðmundur vísaði til upp-
lýsinga um málið, sem hann birti í
blaðinu Degi 23. nóv. sl., og er
grein þessi byggð á þeirri grein,
sem var ítarlegri.
Ritstj.
Tilraunir með framleiðslu
á þorskseiðum
Tilraunir með framleiðslu á þorsk-
seiðum í lokuðu lóni eða polli hófust
vorið 1980 við ríkisrekna eldisstöð í
Austevollhreppi, nánar tiltekið á
Huftareyju, sem liggur 30 km suður
af Bergen. Tilraunapollurinn, sem
nefndur er Hyltropollen, er 22 þús-
und fermetrar að flatarmáli, og
vatnsrúmmál hans er um 60 þús-
und rúmmetrar að meðalvatnsflæði.
Þess má geta til samanburðar, að
laxeldistjörn, sem A. S. Mowi, sem
er meðeigandi í laxeldisstöðinni
Lóni í Þistilfirði, elur sinn lax í á
eyjunni Sotra við Bergen, er um 182
þús. rúmmetrar eða þrisvar sinnum
stærri en Hyltropollurinn.
Til þess að ná stjórn á þeim lífver-
um, sem vera eiga í pollinum, er
honum lokað f báða enda og útbúin
eins konar sjávarfalladæla, sem
knúin er af sjávarföllunum. Sjórinn f
pollinum er tekinn á um 40 metra
dýpi og þar að auki síaður, svo að
einungis smæstu lífverur komast
með dæluvatninu. Áður en seiðun-
um er sleppt í pollinn, er hann með-
höndlaður með eitrinu „rotenon", og
er tilgangurinn sá að fá sjóinn eins
líflausan og mögulegt er, svo betur
sé hægt að hafa stjórn á því, hvaða
lífverur verða þar. Reynt er að haga
því svo til, að sem mest verði af
fóðurlífverum fyrir þorskseiðin, en
ekki verur, sem lifa á þorskseiðum
eða veita þeim samkeppni um fæð-
una.
Sjálft klakið fer fram f eldisstöð.
Hrygnurnar og hængarnir eru látnir
í sérstaka flotkví, sem hefur nót
með svo fínni möskvastærð, að
hrognin fara ekki f gegn, en þau eru
örsmá og fljóta f efri vatnslögum.
Þeim er svo safnað saman í eins
konar trektlaga fínmöskva síu og
færð í stöðina, þar sem klakið fer
fram í 100 lítra hringlaga ílátum.
Þegar seiðin eru fjögurra til fimm
daga gömul, eru þau flutt og þeim
sleppt í Hyltropollinn. Vorið 1983
var sleppt um 2,1 milljón seiðum.
Fyrsta hópnum 20. marz og síðan í
þremur áföngum til viðbótar og
þeim síðasta um mánaðamót
marz-apríl. Um miðjan júní var
gerð úttekt á tölu lifandi seiða, og
kom í Ijós, að fyrsti hópurinn hafði
staðið sig bezt, en ekkert varð vart
við lifandi seiði úr tveimur síðustu
hópunum. Heildartala lifandi seiða
var um 200 þúsund, stærð þeirra
um 5 cm. Þetta þýðir, að um 16,7%
af seiðunum voru lifandi.
Þorskseiðið og náttúran
í náttúrunni hrygnir væn þorsk-
hrygna u. þ. b. 3 milljónum hrogna.
Þau seiði, sem klekjast út, eiga afar
litla Iffsmöguleika. Ástæðurnar fyrir
því eru sennilega fleiri en þær, sem
nefndar eru hér á eftir:
1) Hluti seiðanna étur aldrei mat,
þótt nægur matur sé í kring, og
drepst því úr hungri.
2) Seiðin, sem liggja hreyfingarlítil í
efri vatnslögum sjávar, eru auð-
veld bráð fyrir ýmsar lífverur,
svo sem marglyttur.
3) Fjöldi marglytta í hafinu er oft
mestur, þegar þorskseiðin eru á
viðkvæmasta aldursskeiði sínu.
Hér er stuðzt við mælingar úr
Hyltropollinum. Þess má geta,
að marglyttan, Rathkea
Octpunctata, var í talsverðum
meirihluta. Hún er lítil, u. þ. b.
0, 5 cm á hæð, og glær á litinn.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að
marglytturnar éta og drepa
þorskseiði í stórum stíl á fyrstu
ævivikum þeirra.
4) Rannsóknir hafa sýnt, að mörg
seiðanna deyja úr hungri, þó að
þau séu með fullan magann af
mat. Hjá þeim hefur engin melt-
ing átt sér stað. Sumir telja, að
það þurfi einhvers konar utanað-
komandi lykilefni úr náttúrunni til
að koma magastarfseminni í
gang, þ. e. að maginn hefji fram-
leiðslu á magasýrunni Pepsín,
t. d. ákveðið enzím eða hormón.
5) Einnig virðist, að þeim seiðum,
sem éta, hætti til að taka til sín
fæðu, sem hinn ófullkomni magi
þeirra ekki þolir. T. d. hálf- eða
fullvaxna rauðátu, Calanus, sem
er krabbadýr með skelhýði. En
afkvæmi rauðátunnar (Nauplíur)
eru hins vegar ein algengasta
fæða seiðisins í náttúrunni á
þessu viðkvæma vaxtarstigi
þess.
236 SVEITARSTJÓRNARMÁL