Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 50
NÁMSKEIÐ OG RÁÐSTEFNUR Námskeið í uppbygg- ingu og rekstrí skíða- svæða 28. til 30. nóvember Víða um land hafa sveitarfélög eitt eða fleiri saman komið sér upp skíðasvæðum með nýtizkulegum búnaði, lyftum, togbrautum og snjótroðurum. Fræðslustofnun sveitarfélaga efnir til námskeiðs dagana 28.-30. nóvember, sem ætlað er umsjónarmönnum slíkra skíðasvæða. Kynntur verður rekstur skíðasvæða, fjármál, skýrsluhald, mannahald, öryggiskröfur og eftirlit með tækjabúnaði með tilliti til ör- yggis. Leiðbeint verður um fyrstu viðbrögð við slysum í skíðalöndum og um viðbúnað og varnir gegn snjóflóðum. Fjallað verður um skíðaskóla og útleigu á skíðabún- aði og um lagningu göngubrauta. Á öðrum degi námskeiðsins verð- ur Bláfjallasvæðið skoðað og tækja- búnaður þar, og Elín Pálmadóttir, formaður Bláfjallanefndar, segir frá samstarfi sveitarfélaga um Bláfjalla- fólkvanginn. Á leiðinni úr Bláfjöllum verður komið við í Flveradölum og í skíðalöndunum við Kolviðarhól. Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavíkurborgar, hefur verið Fræðslumiðstöðinni innanhandar með undirbúning námskeiðsins. Á námskeiðinu gefst þátttakend- um kostur á að afla sér upplýsinga um nýjustu tækin, sem á boðstólum eru varðandi uppbyggingu og rekstur skíðasvæða. Námskeið um launabókhald Tölvuþjónusta sveitarfélaga efnir til námskeiðs um launabókhald sveitarfélaga á Wang-tölvur dag- ana 3.-5. desember í húsakynnum sambandsins að Háaleitisbraut 11, 4. hæð. Námskeið í rekstri smærri bókasafna á Selfossi 7. og 8. desember í vor var í Fræðslumiðstöð sveit- arfélaga haldið námskeið ætlað forstöðumönnum almenningsbóka- safna. Nú er ákveðið námskeið í rekstri smærri bókasafna, og verður það haldið í samstarfi við Samband sunnlenzkra sveitarfélaga og Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel- fossi. Fer það fram í húsakynnum þess dagana 7. og 8. desember. Leiðbeint verður um hagnýta þætti I rekstri bókasafna, s.s. um fjármál og bókhald, lánþega- og útlánataln- ingu, um uppstillingu og kynningu á bókakosti safna og um plöstun og viðgerðir bóka. Á síðari hluta fyrri dags nám- skeiðsins fara þátttakendur til Þor- lákshafnar og skoða Egilsbúð, bóka- og minjasafn Þorlákshafnar, undir leiðsögn Gunnars Markús- sonar, bókavarðar þar. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu verður Steingrímur Jónsson, yfir- bókavörður á Selfossi. Fjöldi þátttakenda á námskeiðun- um í Fræðslumiðstöðinni er tak- markaður vegna húsnæðisins að Háaleitisbraut 11. Er því brýnt, að þátttaka sé tilkynnt hið allra fyrsta. Miðsvetrarfundur orkuveitusamband- anna 15. og 16. nóvember Miðsvetrarfundur Sambands ís- lenzkra rafveitna og Sambands fs- lenzkra hitaveitna verður haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík 15. og 16. nóvember. Á dagskrá fundarins eru þrjú sameiginleg erindi: Árni Kol- beinsson, skrifstofustjóri í fjármála- ráðuneytinu, ræðir tolla og skatt- lagningu á efnum til veitna, Jón Vil- hjálmsson, deildarstjóri f Orkustofn- un, kynnir húshitunarspá 1984- 2015 og Jónas Elíasson, prófessor, ræðir samnýtingu hitaorku og raf- orku. Að öðru leyti er fundurinn tví- skiptur. Fulltrúar hitaveitna ræða starfsemi Jarðhitadeilar Orkustofn- unar, sölufyrirkomulag hitaveitna, reglugerðir og gjaldskrár þeirra. Fulltrúum rafveitna er ætlað að ræða hönnunarforsendur dreifikerf- is raforku f þéttbýli, um aðferðir við álagsspár í raforkukerfum og um gjaldskrármál rafveitna. Spástefna Stjórn- unarfélagsins 28. nóvember Stjórnunarfélag íslands, sem sambandið á aðild að, hefur á síð- ari árum haldið í nóvembermánuði spástefnu, þar sem spáð er um þró- un efnahagsmála á komandi ári og fjallað um helztu breytingar í þjóðar- búskapnum milli ára með hliðstæð- um hætti og gert er á fjármálaráð- stefnu sambandsins að því er snert- ir búskap sveitarfélaganna. [ ár verður spástefna Stjórnunar- félagsins að Hótel Loftleiðum mið- vikudaginn 28. nóvember og hefst kl. 4 síðdegis. Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, Þráinn Eggerts- son, prófessor, og Jónas H. Haralz, bankastjóri, ræða horfur í efna- hagsmálum 1985, og fjármála- stjórar íslenzka járnblendifélagsins og Hampiðjunnar hf. og fram- kvæmdastjóri fjárhagsdeildar SÍS ræða almennar forsendur fjárhags- áætlana fyrir árið 1985, og Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, dregur síðan saman helztu niðurstöður spástefnunnar. Spástefna Stjórnunarfélagsins er öllum opin, en tilkynna ber þátttöku til skrifstofu félagsins í síma 82930. 240 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.