Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 4
Efnisyf irlit Heilbrigðisverkefni framlengd .......................... Forystugrein: Þórður Skúlason........................... Fráveitumál: Mesta umhverfisátak íslandssögunnar................. Styrkja verður undirbúningsvinnuna.................. Aukin endurnýting úrgangs............................... Nýjar verklagsreglur barnaverndarnefnda................. Reykjavíkurborg: Höfuðborgarstofa er miðstöð viðburða og ferðamála . . Innkauparáð og nýjar innkaupareglur................. Fresturinn lengdur.................................. Sveitarfélagið Ölfus: Miklir möguleikar í landrýminu ..................... Hafnargerðin mun gjörbreyta aðstöðunni ............. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Öflugur samstarfsvettvangur......................... Áhugaverð tilraun í Mýrarhúsaskóla...................... Landamerkjamælingar með nýrri tækni .................... Sveitarfélögunum betur sinnt með nýrri landgræðsluáætlun Cróskan laðar til sfn fólk.............................. Fjallað um stöðu og eðli sveitarstjórnarstigsins........ Færeyingar í heimsókn .................................. Nýráðnir sveitarstjórar................................. Bls. 4 5 6 9 10 11 12 14 15 16 18 20 22 25 26 28 29 29 30 Heilbrigðis- verkefni f ramlengd Undirritaðir hafa verið samningar milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins annars vegar og Akureyrarkaupstaðar og Sveitarfélagsins Hornafjarðar hins vegar um að sveitarfélögin taki að sér rekstur heilbrigðisþjónustunnar í umdæmum sín- um til ársins 2006. Sveitarfélagið Hornafjörður tekur alfar- ið að sér rekstur heilbrigðisþjónustunnar gegn rammafjárveitingu frá ríkinu að upp- hæð 272 milljónir króna á ári. Samningur- inn kveður einnig á um fyrirkomulag starfsmannamála. Jafnframt eru ítarleg ákvæði um aðbúnað og fjármögnun ein- stakra þátta. Samningur ráðuneytisins og Akureyrar- kaupstaðar kveður á um rekstur heilsu- gæslu og öldrunarþjónustu til loka ársins 2006 fyrir alls 972 milljónir króna. Þar af eru 306 milljónir ætlaðar til reksturs heilsugæslu, um 487 milljónirtil reksturs hjúkrunarrýma, um 140 milljónir til rekst- urs þjónusturýma, 20 milljónir til dagvist- unar og 20 milljónir til greiðslu húsnæðis- gjalda. Jafnframt verður hjúkrunarrýmum fjölgað verulega með rammasamningi um viðbyggingu Dvalarheimilisins Hlíðar. Ánægja með fyrirkomulagið Akureyrarkaupstaður og Sveitarfélagið Hornafjörður hafa bæði starfað sem reynslusveitarfélög frá árinu 1996. Er það mat forráðmanna heilbrigðismála í land- inu og heimamanna í báðum þessum sveitarfélögum að vel hafi tekist til með þá tilraun sem gerð var, að fela sveitarfélög- unum að annast heilbrigðisþjónustuna. Viðhorfskannanir á meðal íbúa í báðum þessum sveitarfélögum benda einnig ein- dregið til ánægju með þetta fyrirkomulag mála. Hinir nýju samningar eru því byggðir á góðri reynslu ríkis og viðkom- andi sveitarfélaga á þessu sviði. 4

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.