Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 8
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynna fréttamönnum úttekt á stöðu fráveitumála á íslandi. Kynningin fór fram f hreinsistöð Reykja- víkurborgar að Klettagörðum 14. mismunandi. Hjá sumum þeirra hefur mikið verið unnið á meðan minna hefur áunnist annars staðar. Fjárþörf til fram- kvæmda er ólík á milli einstakra sveitarfé- laga og fjárhagsleg geta þeirra einnig. Mörg þeirra sveitarfélaga sem skemmst eru á veg komin í fráveituframkvæmdum munu eiga í verulegum erfiðleikum með að fjármagna þær án frekari stuðnings. Á ráðstefnu fráveitunefndar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfisráðu- neytisins á dögunum kom fram að nauð- synlegt sé að stórauka framlög ríkisins til sveitarfélaganna, eigi að takast að Ijúka tilskildum verkefnum í fráveitumálum samkvæmt gildandi lögum og kröfum Evr- ópusambandsins á tilsettum tíma. Einnig kom fram að verði unnið með sama hraða og sömu fjárframlögum ríkis og sveitarfé- laga og verið hefur frá 1995 verði nauð- synlegum framkvæmdum ekki lokið fyrr en rúmum áratug síðar eða árið 2016. Þörf á verulega auknum styrkjum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur að ríkið þurfi að styrkja sveitarfélögin verulega umfram það sem gert er í dag til þess að Ijúka verkefnum við fráveituframkvæmdir. í erindi sem hann flutti á ráðstefnunni vakti hann athygli á að sveitarfélögin hafi aukið skuldir sínar umtalsvert frá árinu 1990 og megi rekja þá aukningu að hluta til framkvæmda í umhverfismálum. Fyrir gildistöku laga um stuðning við fráveitu- framkvæmdir 1995 hafi sveitarfélögin staðið ein og óstudd að framkvæmdunum og ríkissjóður haft af þeim óskiptar tekjur í formi virðisaukaskatts af efni og vinnu. Eftir 1995 hafi hluta þeirra tekna verið skilað til baka í formi styrkja. Vilhjálmur varpaði jafnframt fram spurningum um hlut ríkisins með hliðsjón af því hver setti reglurnar og hver greiddi kostnaðinn. „Það er ávallt um- hugsunarvert þegar einn aðili setur kröfur en öðrum er gert að greiða þann kostnað sem hlýst af því að framfylgja kröf- unum. Spyrja má hvort ríkið hefði sett reglugerðina og þar með skilyrðin með sama hætti ef það hefði sjálft þurft að borga. Einnig má spyrja þeirrar spurningar hvort staðan væri jafn góð og nú er ef þetta hefði verið verk- efni ríkisins," sagði Vilhjálmur meðal annars. Stærsta umhverfisátakið í sögu þjóðarinnar Vilhjálmur benti á að framkvæmdir sveit- arfélaganna í fráveitumálum væru stærsta umhverfisátak í sögu þjóðarinnar og að kostnaðurinn við þetta átak miðað við nú- virði væri um 24 milljarðar króna. Þegar á allt væri litið væri stuðningur ríkisins við þessar framkvæmdir í raun mjög takmark- aður. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélög þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar býr lyft grettistaki í fráveitumálum á undanförnum árum. „Mikið er þó víða ógert þó ekki skorti vilja og vitund sveitarstjórnarmanna til að- gerða. Með vísan til þess gríðarlega kostn- aðar sem fylgir frágangi fráveitna í sam- ræmi við gildandi reglur og fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga er afar ólíklegt að öll sveitarfélög geti nokkurn tíma lokið frá- gangi fráveitna í samræmi við gildandi reglur miðað við þær lausnir sem hingað til hefur verið beitt og þeim mikla kostn- aði sem þeim fylgir nema að til komi meiri fjárstuðningur ríkisins," sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Lagabreytingar er þörf Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að lagabreytingar sé þörf. Ljóst sé að þessu verkefni verði ekki lokið á tilsettum tíma nema að aukin fjárframlög komi til. Hún kveðst þegar hafa lagt úttektina á stöðu fráveitumála og fjárþörf til fram- kvæmda fram í ríkisstjórn og þar hafi ver- ið rætt um að kalla eftir tillögum frá frá- veitunefnd. Siv segir að horfa verði til fjár- hagslegrar getu sveitarfélaganna og kostn- aðar þeirra á hvern íbúa í þessu sam- bandi. í ávarpi sínu á ráðstefnunni benti hún á að þótt framkvæmdir hafi ekki verið eins miklar og áætlað var í upphafi þá megi segja að tölfræðilega hafi tekist vel til því að um nýliðin áramót hafi verið reiknað með að um 70% landsmanna byggju við viðunandi ástand í frárennslismálum. En þrátt fyrir tölfræðina „...er Ijóst að þær framkvæmdir sem eftir eru vega þungt og eru dýrar," sagði Siv. Hún benti á að þær framkvæmdir sem þegar væru afstaðnar hafi fyrst og fremst verið á höfuðborgar- svæðinu og víða eigi eftir að taka til hendinni. Þó lýsti hún sérstakri ánægju með það sem vel hefur verið gert og nefndi Hveragerðisbæ og Blönduós- bæ sérstaklega í því sam- bandi. „Þessi bæjarfélög eru til sérstakrar fyrirmyndar hvað varðar frá- gang mála og gera sér grein fyrir mikil- vægi þess að fráveitumál séu í lagi ekki síst með hliðsjón af þeirri atvinnustarfsemi sem þar eru stunduð," sagði Siv Friðleifs- dóttir. Verkefnið fór hægar af stað en ætlað var í upphafi auk þess sem það hefur reynst bæði umfangs- meira og kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir. 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.