Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 24
Skólamáltíðir höfuðborgarsvæðinu virðist algengast að um 50% nemenda kaupi skólamáltíðir þó vissulega þekkist dæmi um mun fleiri en jafnfram einnig dæmi um mun færri. Á fyrsta tímabili nýttu um 48% nemenda sér þjónustuna (870 máltíðir á viku), á öðru tíma- bili fór hlutfallið í 58% (1.062 máltíðir á viku), á því þriðja var hlutfallið 60% (1.107 máltíðir á viku), á fjórða tímabili 57% (1.058 máltíðir á viku) og á því fimmta 50% (902 máltíðir á viku). í samningi við ÁG veitingarvar verð máltíða fest út samnings- tímann. Verðið var því í hærri kantinum í byrjun en fljótlega varð það í meðallagi eða ódýrara en gengur og gerist. Skólanefnd samþykkti við upphaf þriðja tímabils að niðurgreiða máltíðir um 10% sem lækkaði máltíðina niður í 285 krónur. Það virðist þó ekki hafa eins mikil áhrif og talið var þar sem varla er um mark- tæka aukningu seldra máltíða að ræða. Flest vandamál auðleyst Ýmsir agnúar og vandamál hafa komið upp síðan verkefnið hófst en tekist hefur að leysa flest þessara mála. Meðal mála er upp hafa komið og leyst hafa verið má nefna: • Að mæta kröfum neytenda um að hafa sósu ekki yfir mat (þegar um sósu er að ræða) og hafa mat og með- læti eins mikið aðskilið og unnt er. Við það skapaðist vandi vegna þess að maturinn kólnaði hraðar í aðskildum hólfum en ráð var fyrir gert. Farið var yfir alla verkferla í eldhúsi og þeir styttir ásamt því að koma fyrir hitablásurum. Sendibíll er kem- Viö upphaf athyglisverörar tilraunar með heitar skólamáltíöir í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Lúðvík Hjalti Jónsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Ólína Thoroddsen, deildarstjóri f Mýrarhúsaskóla, og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri. ur með mat er nú forhitaður og búið er að sauma hitapoka utan um bakkana. Maturinn er sendur beint í skólann en ekki komið við hjá öðrum viðskiptavinum á leiðinni. Aukabakkar eru hafðir efst og neðst til að halda betri hita í stæðunni. Eini þátturinn sem ekki hefur náðst að bæta er að sökum tvískipt- ingar frímínútna bíður um helmingur matarskammta óþarflega lengi eftir að verða snæddur. Einnig setur þetta tímasetningum um afhendingu þrengri skorður en ella. • Búið er að taka út rétti er ekki hafa komið nógu vel út og nemendum hefur líkað illa. Aðrir svipaðir hafa verið settir í staðinn þannig að fjölbreytnin á að vera sambærileg. • Matseðlar eru hafðir eins lýsandi og hægt er, taldar eru upp sósutegundir og matreiðsluaðferðir þar sem það á við. Ánægjulegt er að þeir þættir er aðilar höfðu hvað mestar áhyggjur af komu betur út en ráð var fyrir gert. Margir höfðu efa- semdir um ágæti þess að snæða mat við vinnuborð nemenda. Talið var að óhreinindi og matarafgangar yrðu vandamál ásamt matarlykt í kennslustofum. Án þess að farið hafi fram formleg könnun er Ijóst að flestir kennarar telja nú, eftir að hafa reynt fyr- irkomulagið, að ekkert þessara vandamála sé fyrir hendi. Þvert á móti hafi orðið til notaleg stund þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla saman um ýmis mál eða lesa fyrir nemendur. Þar sem matarbakkar og afgangar eru fjarlægðir úr stofunni strax að lokinni máltíð (eftir að nemend- ur hafa skilað sínum bakka í stæðuna eru þeir settir fram á gang) er hvorki um matarlykt né önnur óþægindi að ræða. Dreifing matarins gengur líka mjög vel og umsýsla kennara og annars starfsfólks skólans er í lágmarki. Fyrirkomulagið kemur einnig í veg fyrir neikvæða fylgifiska stórra mötuneyta. Þar er til dæmis um að ræða hávaða og truflun Margir höfðu efasemdir um ágæti þess að snæða mat við vinnuborð nemenda. Talið var að óhreinindi og matarafgangar yrðu vandamál ásamt matarlykt í kennslustofum. Nemendur Mýrarhúsaskóla njóta matar síns. Ánægja notenda þjónustunnar virðist stöðug og meira er um jákvæðar raddir en neikvæðar. 24

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.