Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 26
Gróðurvernd og sveitarfélög Sveitarfélögunum betur sinnt með nýrri landgræðsluáætlun ( mörgum sveitarfélögum er mjög mikið af illa förnu landi sem þarf að endurreisa. Slíkt starf getur verið íbúum sveitarfélaganna til mikilla hagsbóta og það þarf að stórefla. Hvað varðar markmið um sjálfbæra landnýtingu, þá þarf að efla hlutverk, ábyrgð og frumkvæði búfjáreig- enda, - slík áhersla er einn meginlykillinn að árangri. Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins, skrif- ar um gróðurvernd og sveitarfélög. Alþingi samþykkti á árinu 2002 landgræðsluáætlun fyrir árin 2003-2014. Þema hennar er efling byggða og landgæða. Um er að ræða áfangaskipta rammaáætlun og markmiðin eru að stöðva hraðfara jarðvegs- rof og gróðureyðingu, byggja upp gróður og jarðveg í sam- ræmi við gróðurskilyrði og fjöl- þættar þarfir þjóðarinnar, tryggja að öll landnýting verði sjálfbær og stuðla að verndun loftslags með bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. Þessi áætl- un mun móta mjög starfsramma Landgræðslunnar á næstu árum, en hér verður fjallað um þessi mál með hliðsjón af mál- efnum sveitarfélaga, ekki síst í þéttbýli. Andrés Arnalds. Hin mörgu markmið Viðhorf til landnýtingar eru mjög fjölþætt og æ fleiri þjóðfélagshópar gera kröfu til að hafa áhrif á ástand lands- ins út frá sínum þörfum. Verk- efnin eru því margþætt. Á gróðurverndarsviðinu má nefna skipulag beitar og aukna ábyrgð og frumkvæði landnotenda til að tryggja að landnýting sé með sjálfbær- um hætti. Jafnframt þarf að efla landbætur, meðal annars til að auka beitargróður, bæta ásýnd lands, endurreisa vist- kerfi, undirbúa land til skóg- ræktar og bæta vatnsmiðlun í ám og lækj- um. Stöðvun skafrennings er einnig verð- ugt markmið í landbótum. Það er ekki endilega þörf á að hafa mannvirki sem fyrstu ójöfnur til að stöðva snjó. Landgræðsla og skipulag Mörg sveitarfélög eru nú að vinna að skipulagsgerð. Landgræðslan lítur svo á að í raun sé allt illa farið land í eðli sínu landgræðslusvæði, það er að það þurfi á ...eitt sveitarfélagiö í Landnámi Ingólfs gæti haldiö hinum í gíslingu vegna tregðu við að takmarka lausagöngu búfjár og skorts á hólfum fyrir sitt fé. Æskilegt er að sveitarstjórnir komi meira að mót- un laga og reglna um búfjárhald. Meðal annars þarf að tryggja að landeigendur almennt geti haft sitt land í friði fyrir búfénaði annarra. Æskilegt væri að setja fram í skipulagi takmarkanir á landnýt- ingu með hliðsjón af landgæð- um. Þannig er til dæmis hrossa- beit í bröttum hlíðum og beit al- mennt óæskileg á illa förnu eða mjög viðkæmu landi. Hlutverk sveitarfélaga í gróöurvernd og land- græðslu Sveitarfélög gegna fjölbreyttu hlutverki í gróðurvernd og end- urreisn landkosta. Æskilegt er að þessi mál tengist vinnu við Stað- ardagskrá 21 eins og við verður komið. Lög um búfjárhald heimila sveitarfélögunum setningu reglna og að takmarka eða banna búfjár- hald í sveitarfélaginu eða tilteknum svæð- um. Setning skýrra reglna um búfjárhald í þéttbýli er nauðsynleg. Skylt er að ráða búfjáreftirlitsmann. Hann þarf meðal ann- ars að hafa vel skilgreint hlutverk í beitar- málum og gróðurvernd. Æski- legt er að sveitarfélög vinni saman að búfjáreftirlitsmálum eins og mögulegt er. viðgerð og endurreisn að halda. Best væri að marka slíka stefnu í greinargerð, til dæmis aðalskipulags, og þá er ekki þörf á að afmarka uppgræðslusvæði, þótt það megi gera, til dæmis með korti sem sýnir ástand gróðurs og jarðvegsrof almennt. Hrossabeit Nauðbeitt hrossahólf móta víða ásýnd lands út frá þéttbýli og víðar. Þessi vandi fer vaxandi. Reynst hefur erfitt að taka á þessum málum. Lögformleg ítala hefur verið reynd, til dæm- is í Mosfellsbæ, en ekki hefur tekist að framfylgja henni. Aukin þjónusta er lausnin; veita þarf fræðslu og ráðgjöf, græða upp og bera á land til beitar, hafa eftirlit og veita öflugt aðhald. Varðandi beitiland í eigu sveitarfélaga þarf að setja „ítölu" í hverja spildu. Jafn- 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.