Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 5
Forystugrein Stækkun og efling sveitarfélaganna í fylgigögnum með samþykktri þingsálykt- un um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005 kemur fram, að til að treysta sjálfsforræði byggðarlaga, gera stjórnsýslu þeirra markvissa, tryggja gæði þjónustu og efla staðbundið lýðræði sé nauðsynlegt að stækka sveitarfélögin. Þar er ennfremur lagt til, að ríkisvaldið vinni að þessu markmiði í samstarfi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga á næstu árum og rætt um að hækka lágmarksíbúatölu sveitarfé- laga í sveitarstjórnarlögum. Á 62. fulltrúaráðsfundi sambandsins vorið 2002 var fjallað um sveitarfélaga- skipanina í landinu í tengslum við af- greiðslu á stefnumörkun í byggðamálum. Sveitarfélagaskipanin var einnig tekin til umfjöllunará XII. landsþingi sambands- ins haustið 2002 og ályktað um málið. Samkvæmt þeirri stefnu sem mörkuð var á framangreindum fundum á sambandið að vinna að því á fyrri hluta núverandi kjör- tímabils sveitarstjórna að sveitarfélögin stækki með frjálsri sameiningu og við það miðað að þau nái að minnsta kosti yfir heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði. Ná- ist þetta markmið ekki er lagt til að sam- bandið beiti sér fyrir því, í samvinnu við ríkisvaldið, að leitað verði annarra leiða til að það markmið náist fyrir lok kjörtíma- bilsins 2006. Stefnumörkun sambandsins um sveitar- félagaskipanina og samþykkt ályktun Al- þingis um sama mál eru efnislega sam- hljóða. Víðtækur stuðningur við stækkun og eflingu sveitarfélaganna er því greini- lega til staðar í þjóðfélaginu. Á síðasta áratug náðist verulegur árang- ur í eflingu og stækkun sveitarfélaganna með sameiningu þeirra. Á hinn bóginn er Ijóst að þær sameiningar sem átt hafa sér stað á síðustu árum hafa í mörgum tilvik- um ekki verið nægilega víðtækar til að ná því takmarki að mynda heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði eins og ályktað hefur verið um á vettvangi sambandsins. Vegna fjölda fámennra sveitarfélaga er sveitar- stjórnarstigið á íslandi veikara en ella og umfang þess minna en í öðrum norrænum ríkjum, sem við miðum okkur gjarnan við á mörgum sviðum. Til að öll sveitarfélög á íslandi geti orðið öflugar stjórnsýsluein- ingar sem veiti íbúum sínum góða þjón- ustu og til að auka raunverulegt staðbund- ið lýðræði er nauðsynlegt að þau eflist og stækki. Með tilliti til þess veruleika og með hliðsjón af framangreindri stefnumörkun Alþings og ályktana sambandsins er Ijóst að sameining sveitarfélaga verður ofarlega á baugi á næstu mánuðum og misserum. Alþingiskosningar standa fyrir dyrum og að þeim loknum þarf sambandið að taka upp viðræður við nýja ríkisstjórn um nýja aðgerðaáætlun í sameiningu sveitarfélaga. Mörkuð stefna sambandsins um framhald málsins er afar skýr, bæði varðandi mark- mið og tímasetningu. Stækkun og efling sveitarfélaganna verður tekin til umfjöllunar á 63. fulltrúa- ráðsfundi sambandsins sem boðað hefur verið til 10. apríl. Þar verður væntanlega lagt til enn frekara veganesti í þær mikil- vægu viðræður sem framundan eru við nýja ríkisstjórn um hvernig skynsamlegast sé að ríki og sveitarfélög vinni sameigin- lega að framgangi breytinga á sveitarfé- lagaskipaninni í landinu með það að markmiði að stækka og efla sveitarfélögin. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Auglýsingar: P. J. Markaðs- og augiýsingaþjónusta Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík. Símar: 566 8262 & 861 8262 Sími: 515 4900 • Bréfasími: 515 4903 Netfang: pj@pj.is Netfane: samband@samband.is • Veffang: www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) Umbrot og prentun: Alprent, Glerárgötu 24, 600 Akureyri, sími 462 2844. magnus@samband.is Dreifing: íslandspóstur bragi v. bergmann bragi@fremri.is Forsíðumyndin: Myndina tók Sigurður Jónsson byggingafulltrúi í Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta Ölfusinu. Myndin er tekin í Þorlákshöfn og sér til Eyjafjallajökuls. Fjallað er um Sveitarfélagið Ölfus á bls. 16-19 í blaðinu. Furuvöllum 13 600 Akureyri Sími 461 3666 • Bréfasími: 461 3667 Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum Netfang: fremri@fremri.is júlí- og ágústmánuði, í 3.500 eintökum. Áskriftarsíminn er 461 3666. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.