Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 28
Garðyrkjumál sveitarfélaga
Gróskan laðar til sín fólk
Við eigum því ekki öll að venjast að okkar nánasta umhverfi sé grænt og gróið. Vel hirt útivist-
arsvæði í byggð vekja því athygli og þykja aðlaðandi. Ræktað umhverfi hefur áhrif á fasteigna-
verð og það getur verið auðveldara að selja húseignir nálægt grænum svæðum.
Kolbrún Oddsdóttir, umhverfisstjóri Hveragerðisbæjar, skrifar.
Almennt má fullyrða að gróskumikið um-
hverfi hefur jákvæð áhrif á heilsufar fólks
sem býr við slíkar aðstæður og nýtir þær.
Gróðurinn hefur óneitanlega áhrif á bæj-
arbraginn og vellíðan íbúa.
Staða garðyrkju- og umhverfis-
stjóra í sveitarfélögum
Hvernig búa sveitarfélögin að þeim er
starfa við uppbyggingu grænna svæða og
hirða um grósku þeirra? Flestir garðyrkju-
og umhverfisstjóranna starfa við tækni-
deildir sveitarfélaganna. Oft vill brenna
við að umhverfisdeildir séu of neðarlega í
skipuriti sveitarfélaganna. Ein leið til úr-
bóta er að styrkja þverfaglegt samstarf
margra deilda. Þannig gefst umhverfis-
stjóra tækifæri á að gera öðr-
um stjórnendum reglulega
grein fyrir stöðu verkefna,
kynna þeim ýmsar nýjungar og
auka þekkingu og tryggja að
faglega sé unnið að umhverfis-
málum.
Markmið garðyrkju- og
umhverf isdeilda
Meginviðfangsefni garðyrkju- og umhverf-
isdeilda er umsjón með almenningsgörð-
um, opnum svæðum og leiksvæðum, að
rækta upp ógróin landsvæði og nýbygg-
ingasvæði og viðhalda þeim. Miklar vonir
eru bundnar við að sveitarfélögin sýni
vilja til að rækta landið og veita íbúum
sínum hvorttveggja í senn: Skjól gegn
vindnæðingi og fjölþætta útivistarmögu-
leika í fallegu umhverfi.
Ofan byggðar eru víðast hvar svæði
sem ætluð eru til skógræktar. Margir garð-
yrkjustjórar vinna að undirbúningi á
skipulagi svæðanna, stígagerð, umsjón
með gróðursetningu og umhirðu sam-
kvæmt samstarfssamningi við skógræktar-
félögin. Nauðsynlegt er að
styrkja þessa starfsemi áhugafólks
og skógræktarfélaga svo að ár-
angurinn verði sýnilegur. Þá
vinna margar garðyrkju- og um-
hverfisdeildir að uppgræðslu í
samvinnu við landgræðslufélög.
Leggja þarf áherslu á að endur-
nýta lífræn efni í sveitarfélaginu
sem henta til jarðgerðar og vinna
markvisst að uppgræðslu.
Alltof algengt er að búfénaður
komist í gróður á útivistarsvæð-
um og valdi skemmdum á hon-
um. Hér hafa sveitarfélögin
beinna fjárhagslegra hagsmuna
að gæta. Lausaganga búfjár er
drjúg viðbót við öll þau
skemmdarverk sem unnin eru á
almenningseignum. Umhverfis-
deildir hafa því oft umsjón með búfjár-
haldi og nokkrar sjá að auki um viðhald
fjárgirðinga og áburðargjöf í beitarhólfum.
En lausnin er bann við lausagöngu búfjár í
samþykktum um búfjárhald sveitarfélaga.
Með breyttri löggjöf fjölgar fornminjum
og friðlýstum svæðum sveitarfélaga.
Kolbrún Oddsdóttir, umhverfisstjóri Hveragerðis-
bæjar.
Vemdarsvæðin búa yfir mikilli fegurð
og/eða minjagildi. Þessi svæði verða fjöl-
sótt og því þarf að verja þau gegn ágangi.
Standa þarf myndarlega að mannvirkja-
gerð sem hæfir útliti menningarminja, hlíf-
ir gróðri og sérkennum náttúrunnar.
Ekki eru margir skrúðgarðar í hverju
sveitarfélagi, en við leggjum allt okkar
faglega stolt í að þeir fái sem besta um-
hirðu. Fyrir nokkrum árum hóf til dæmis
gljávíði- og asparryð innreið sína á Suður-
landi og er nú komin á höfuðborgarsvæð-
ið. Nokkur sveitarfélög hafa styrkt rann-
sóknir á þessu með fjárframlagi og er það
afar mikils virði.
Fagmennskan mikilvæg
Hjá mörgum sveitarfélögum hefur færst í
vöxt að bjóða út nýjar fram-
kvæmdir eða einstaka verk-
þætti, svo sem grasslátt og
jafnvel umhirðu stofnanalóða.
Þessir verkþættir þurfa undir-
búning og eftirlit. Ættu sveitar-
félögin að hafa metnað til að
ráða fagfólk á sviði græna
geirans. Ljóst er að það vinnuafl sem við
höfum reitt okkur á gegnum árin, vinnu-
skólarnir og framhaldsskólanemar, verður
stopult með lengingu skólaársins.
„Alltof algengt er að búfénaður komist ígróður á útivistarsvæð-
um og valdi skemmdum á honum," skrifar greinarhöfundur
meðal annars.
Eigi umhverfisdeildir sveitarfélaganna að ná sett-
um markmiðum um „grænt og gróið" yfirbragð
þarf málaflokkurinn að fá aukið vægi og betri
stöðu innan stjórnkerfisins.
28