Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 22
Skólamáltíðir Áhugaverð tilraun í Mýrarhúsaskóla Tilraunaverkefni um heitar skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi hefur tekist vonum framar. Ánægja er meðal notendanna og fer þeim fjölgandi. Það form á skólamáltíðum sem val- ið var er mjög áhugaverður og hagkvæmur kostur sem vert er að huga að þegar fyrirkomulag skólamáltíða er skipulagt. ÓskarJ. Sandholt, verkefnastjóri hjá Seltjarnarneskaupstað, skrifar. Þann 1. október 2001 skipaði skólanefnd Seltjarnarnesbæjar fimm manna vinnuhóp er finna skyldi leið til að bjóða upp á heitar skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla frá byrjun árs 2002. Starfs- hópinn skipuðu Óskar J. Sandholt grunnskólafulItrúi, Gunnar Lúðvíksson, fulltrúi skólanefndar, Ragnheiður M. Ævarsdóttir, full- trúi foreldrafélags Mýrarhúsaskóla, Ólína Thoroddsen, starfandi aðstoðarskólastjóri skólans, og Fjóla Höskuldsdóttir, kennari við Mýrarhúsaskóla. Markmið hópsins var að bjóða öllum nemendum Mýrarhúsa- skóla upp á að kaupa hollan, staðgóðan og fjölbreyttan heitan mat frá áramótum. Ekki þótti viðunandi að bjóða einungis 1.-4. bekk upp á slíka þjónustu sem er þó algengast. Ljóst var frá upp- hafi að uppsetning hefðbundins mötuneytis með eldunaraðstöðu var mjög dýr aðgerð. Fórnarkostnaður þótti of mikill til að réttlæt- anlegt væri að ráðast í slíkt. Fresta hefði þurft öðrum umbótum um langan tíma auk þess sem skiptar skoðanir eru um kosti og galla hefðbundinna mötuneyta. Því var ákveðið að kanna hvaða úrræði önnur væru fyrir hendi þannig að unnt yrði að bjóða upp á heitan mat í stað þess að bíða eftir framkvæmd sem alger óvissa ríkti um. Byggt á reynslu annarra Litið var til úrræða í nágrannabæjarfélögum og reynsla þeirra metin. Þar vakti athygli vinnuhópsins fyrirkomulag er viðhaft var til dæmis í Garðabæ og í sumum skólum í Reykjavík. Það fólst í því að nemendur snæddu hádegisverð í kennslustofunni undir umsjón kennara. Það virtist vera samdóma álit þeirra kennara er reynt höfðu þetta fyrirkomulag að um mjög notalega og þægilega stund væri að ræða og óþægindi væru í lágmarki. Matartilbúningur, dreifing matar, matarlykt, óþrifnaður og förg- un afganga voru þættir er finna þurfti viðunandi lausn á. Þegar kannað var hvernig skólar í Garðabæ og Reykjavík brugðust við þessum þáttum kom í Ijós að almenna skipulagið var að skólalið- ar sáu um að koma mat í stof- Óskar I. Sandholt grunnskólafulltrúi. ur og taka þaðan afganga og notuð áhöld. í Reykjavíkur- skólanum var matur eldaður í skólanum og dreift í stofur af skólaliðum en í Garðabæ hafði verið samið við aðila er skilaði matnum tilbúnum á vögnum með sama formi og þekkist í flugvélum. Þá kom maturinn á fyrir- fram ákveðnum tíma í skólann, skólaliðar dreifðu honum og sáu um að koma áhöldum aftur í vagnana er síðan voru sóttir. Verktakinn verður að skila matnum þannig að nemendur hafi áhuga á að borða hann því annars fækkar áskrifendum og þar með minnkar hagnaður verktakans. Matarbakkar í áskrift Vinnuhópurinn ákvað að kanna möguleika á svipaðri útfærslu og Garða- bær notar. Tvö fyrir- tæki treystu sér til að uppfylla þær kröfur er settar voru fram í tilboðsóskum vinnu- hópsins, Matarlyst og ÁC veitirtgar. Verð fyrir hverja máltíð var sambæri- legt eða 315 krónur fyrir hvern skammt. Matarlyst bauð að skila matnum á sama hátt og gert er í flugvélum. Þá er matnum skilað á bökkum í hitavagni. Undir- búningur felst síðan í því að tiltekinn fjöldi bakka er tekinn til fyr- ir hverja stofu og bætt á þá hnífapörum og öðru því sem ekki þarf að halda heitu. Að máltíð lokinni er áhöldum síðan komið í hitakassa og afgöngum og öðru sorpi í poka. Matarlyst sér síðan um að fjarlægja hitavagnana og sorpið. ÁC veitingarbubu að hver máltíð kæmi á hitabakka með öll- um áhöldum. Þeir buðu jafnframt að koma réttum fjölda bakka í hverja stofu og sækja þá þangað aftur. Afgöngum, áhöldum og sorpi er komið fyrir í hverjum bakka við lok máltíðar þannig að ekkert sorp er sýnilegt. í desember 2001 var gengið til samninga við ÁC veitingar og í framhaldi af því var foreldrum barna í Mýrarhúsaskóla kynnt fyrirkomulag mataráskriftar. Áskrift virkar þannig að for- eldrar gera bindandi samning fyrir hvert tímabil þannig að ekki er hægt að gera breyting- ar eftir að tímabil hefst. Tíma- ______________________________ bil hefur verið frá 8 vikum upp í 12 vikur. Hægt er að velja að kaupa mat 1 til 5 daga í hverri viku en þá er um að ræða sömu vikudaga allt tímabilið. Segja má að áhugi foreldra á skólamáltíðum hafi verið svipað- ur og ráð var fyrir gert. Miðað við ásókn í máltíðir í skólum á 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.