Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 27
framt þarf að skilyrða afnotarétt, það er að
notandi lands sé ábyrgur fyrir meðferð
landsins og missi afnot af því ef út af ber.
Áburðargjald á hvert hross er æskilegt þar
sem það á við. Slíkt hefur til dæmis gefist
vel í Mosfellsbæ.
Nauðsynlegt er að meta ástand og nýt-
ingu allra hrossahaga með reglubundnum
hætti. Rit Landgræðslunnar og Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins, Ástand
hrossahaga, veitir þar ágæta leiðsögn
hvað hrossabeit varðar. Landgræðslan er
reiðubúin að veita sveitarfélögunum að-
stoð við slíkt eftirlit, en búfjáreftirlitsmenn
þurfa síðan að fylgja málum eftir, vinna
með hrossaeigendum og grípa til aðhalds-
aðgerða ef á þarf að halda.
Sauðfjárbeit
Sauðfjárbúskapur í þéttbýli er sálar- og
heilsubót fyrir marga, - en ábyrgð þarf að
Nauðbeitt hrossahólf móta víða ásýnd lands út frá
þéttbýli og víðar. Þessi vandi fer vaxandi.
- Mynd: Landgræðslan.
fylgja. Sauðfjárrækt á íslandi hefur átt erf-
iða aðlögun að nútímanum og enn er
haldið í gömul gildi um rétt búfjáreigenda
á kostnað landeigenda. Slíkt leiðir of oft til
árekstra milli friðunar/ræktunar og beitar.
í þéttbýli þarf að setja hámark á fjölda
sauðfjár í heild og hve margt hver einstak-
lingur má eiga. Samhliða þarf skýrar regl-
ur um réttindi og ábyrgð sauðfjáreigenda
og viðbrögð til aðhalds ef út af ber. Þar
virðist skorta verulega á í sumum sveitar-
félögum, meðan vel er að málum staðið í
öðrum.
Fé fækkar og víða eru aðeins örfáir eftir
með sauðfé. Skerpa þarf reglur þannig að
eigendur beri fulla ábyrgð á sínu fé.
Meginreglan þarf að vera sú að lausa-
ganga búfjár sé bönnuð en búféð haft á
afgirtu landi. Til þess getur þurft að koma
upp beitarhólfum og slíkt hefur meðal
annars verið gert á höfuðborgarsvæðinu
- stór áfangi náðist þar með uppsetningu
girðinga 2001. Ekki eru þó öll sveitarfé-
„Meginreglan þarf að vera sú að lausaganga búfjár
sé bönnuð en búféð haft á afgirtu landi."
- Mynd: Ólafur Arnalds.
lögin búin að endurskoða fjallskilareglu-
gerðir til að geta bannað lausagöngu á
þessu stóra svæði. Þar gæti skapast sá
vandi að eitt sveitarfélagið í Landnámi
Ingólfs gæti haldið hinum í gíslingu vegna
tregðu við að takmarka lausagöngu búfjár
og skorts á hólfum fyrir sitt fé. Æskilegt er
að sveitarstjórnir komi meira að mótun
laga og reglna um búfjárhald. Meðal ann-
í mörgum sveitarfélögum er mjög mikið af illa
förnu landi sem þarf að endurreisa.
- Mynd: Andrés Arnalds.
„Varalið Eyjamanna á æfingu?“er yfirskrift þessarar
myndar, sem greinarhöfundur hefur notað ! fyrir-
lestri um gróðurvernd. - Mynd: Kristján Bjarnason.
ars þarf að tryggja að landeigendur al-
mennt geti haft sitt land í friði fyrir búfén-
aði annarra.
Uppgræðsla getur verið óhjákvæmileg
til að gera illa farið land beitarhæft og er
slíkt gert í mörgum beitarhólfum með
góðum árangri. Fjáreigendur taka víða
þátt í slíkum kostnaði og deila honum þá
niður á hverja kind.
Æskilegt er að í þéttbýli haldi félög
sauðfjáreigenda utan um þessi mál og sjái
meðal annars um allan smölunarkostnað.
Vinnum saman
í mörgum sveitarfélögum er mjög mikið af
illa förnu landi sem þarf að endurreisa.
Slíkt starf getur verið íbúum sveitarfélag-
anna til mikilla hagsbóta og það þarf að
stórefla. Flvað varðar markmið um sjálf-
bæra landnýtingu, þá þarf að efla hlut-
verk, ábyrgð og frumkvæði búfjáreigenda,
- slík áhersla er einn meginlykillinn að ár-
angri. Ná má langt með aukinni fræðslu,
ráðgjöf og hvatningu, samhliða því sem
leiðir til aðhalds þurfa að vera Ijósar ef út
af ber. Landgræðslan hefur með nýrri
landgræðsluáætlun fengið aukið afl til að
sinna sveitarfélögunum betur við þessi
mikilvægu verkefni.
27