Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Page 6

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Page 6
®SSIiÉ • tfflMSíÉMS Mörg sveitarfélög hafa lagt mikiö upp úr snyrtimennsku viö hreinsi- og frá- veitustöövar. Þetta er hreinsistöö Reykjavíkurborgar viö Ánanaust. Fráveitumál Mesta umhverfisátak íslandssögunnar Lokið er um 35% þeirra fráveituverkefna sem sveitarfélögin stóðu frammi fyrir á árinu 1995 og á lögum samkvæmt að vera lokið í árslok 2006. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna nauðsynlegra fráveituframkvæmda í landinu verði um 25 milljarðar króna. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri og ítarlegri úttekt á stöðu fráveitumála á íslandi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynntu fréttamönnum úttektina nýlega auk þess sem fráveitunefnd gekkst, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og um- hverfisráðuneytið, fyrir ráðstefnu um frá- veitumálin þann 7. mars síðastliðinn. Ágúst Þorkelsson, verkfræðingur hjá Ráðbarði, vann úttektina að tilhlutan frá- veitunefndar umhverfisráðuneytisins en verkefnisstjóri var Sigurbjörg Sæmunds- dóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneyt- inu. Umfangsmeira og kostnaðarsamara Samkvæmt úttekt Ágústs er Ijóst að um- fang fráveituframkvæmda og kostnaður vegna þeirra eru mun meiri en mörg sveit- arfélög ráða við og eiga því erfitt með að Ijúka verkefninu á tilsettum tíma. Hluti fráveituframkvæmda sveitarfélaganna er styrkhæfur frá ríkinu samkvæmt núgild- andi lögum en þau falla úr gildi árið 2006 og með þeim falla allar styrkveitingar nið- ur. í grófum dráttum má gera ráð fyrir að heildarkostnaðurinn verði nálægt 25 millj- örðum króna, sem skiptast þannig að framkvæmt var fyrir um fjóra milljarða fyr- ir 1995, sex milljarða á árunum 1995- 2001 og tvo milljarða á nýliðnu ári. Auk þess kostuðu óstyrkhæfar framkvæmdir á árunum 1987-2001 nálægt þremur millj- örðum króna. Þannig má segja að kostn- aður við þær fráveituframkvæmdir sem þegar hafa verið gerðar sé nálægt 15 milljörðum og er áætlað að nú í ársbyrjun sé ólokið framkvæmdum fyrir rúma níu milljarða króna. Skipt í þrjá flokka í Ijósi þess hversu mikið verk er óunnið taldi fráveitunefnd umhverfisráðuneytisins nauðsynlegt að leita svara við ákveðnum spurningum, sem höfundur úttektarinnar leggur síðan til grundvallar henni. Spurn- ingarnar eru hver sé staða fráveitumála í einstökum sveitarféiögum í dag, hver stað- an verði í árslok 2005 og hvaða viðbrögð séu nauðsynleg. í niðurstöðum úttektarinnar er sveitarfé- lögum skipt í þrjá flokka. í flokki I eru sveitarfélög er lokið hafa gerð heildaráætl- unar um fráveituframkvæmdir og vinna að lausn í samræmi við hana. í þeim flokki eru 25 sveitarfélög. Þar á meðal eru öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nema Mosfellsbær. Einnig Akureyrarkaup- staður, Borgarbyggð, Norður-Hérað, Vest- mannaeyjabær, Blönduósbær og Hvera- gerðisbær, svo nokkur þeirra séu nefnd. í flokki II eru sveitarfélög þar sem er þétt- býli eða blönduð byggð og búa við við- kvæma viðtaka eða aðrar aðstæður sem krefjast kostnaðarsamra lausna í fráveitu- málum - en hafa ekki skilað heildaráætl- un. í þessum flokki eru 47 sveitarfélög, þar á meðal nokkrir kaupstaðir og stærri þéttbýli. í flokki III eru dreifbýlissveitarfé- lög sem ekki hafa skilað heildaráætlunum en búa að mestu við einfaldar aðstæður. Þessi flokkur telur 50 sveitarfélög sem flest eru fremur fálriennir sveitahreppar. Staðan mjög mismunandi í úttekt á stöðu fráveituframkvæmda kem- ur fram að staða sveitarfélaganna er mjög 6

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.