Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Síða 19
Þessi hafnarmannvirki munu víkja fyrir nýrri og rúmbetri noröurhöfn. verið gerðar umfangsmiklar botnrannsóknir og öldufarsútreikn- ingar auk þess sem stuðst hafi verið við eldri bergmálsmælingar áður en ráðist var í gerð hafnarlíkansins. Hann segir að hafnar- garðarnir taki mið af hæstu mögulegum öldum, meira en tíu metra háum. Þær komi þó að jafnaði ekki nema á um 100 ára fresti en gera verði ráð fyrir fjögurra metra ölduhæð nokkrum sinnum á hverju ári. Viðskiptin munu aukast Líkan aö fyrirhugaðri höfn í Þorlákshöfn f tilrauna- stofu Siglingamálastofnunar. Á myndinni er Gísli Viggósson, forstöðumaður hafnarsviðs stofnunarinn- ar, að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir. ustu. Hann segir að nú þegar fari töluverðir vöruflutningar um höfnina og nefnir sérstak- lega áburðarflutninga til bænda á Suður- landi í því sambandi. Hin fyrirhuguðu hafn- armannvirki auðveldi einnig útvegsstarfsem- ina. Nú eru rekin nokkur fiskvinnslufyrirtæki í Þorlákshöfn og ein fiskimjölsverksmiðja. Ólafur Áki bendir á nú sé farið að vinna mun meira af manneldisafurðum úr upp- sjávarfiskum en verið hafi og muni sú vinnsla án efa aukast á næstu árum. Ásamt breytingum á hafnar- aðstöðunni er verið að vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Sveitarfé- lagið Ölfus þar sem meðal annars er gert ráð fyrir iðnaðarlóðum. Þótt engar ákvarðanir hafi verið teknar um nýtingu þeirra í fram- tíðinni þá er Ijóst að hafnaraðstaðan er undirstaða þess að koma stærri iðnaði á fót í nágrenni Þorlákshafnar. Kostnaður við fyrri hluta verksins er áætlaður um 600 milljónir króna en í heild er gert ráð fyrir að verkið kosti um einn milljarð króna. Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, segir að með hafn- armannvirkjunum fáist meira, kyrrara og öruggara rými fyrir fiski- skip auk þess sem verulega aukið rými muni augljóslega auka viðskipti hafnarinnar. Hann segir að við núverandi aðstæður sé aðeins hægt að taka á móti um 100 metra löngu flutningaskipi í Þorlákshöfn en með hinum nýju mannvirkjum verði hægt að taka við allt að 120 metra löngum skipum eða um 10 þúsund tonna flutningaskipum. Mun gjörbreyta aðstöðunni Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, segir að nýja höfnin muni gjörbreyta allri aðstöðu í Þorlákshöfn. Með tilkomu hennar verði hægt að auka vöruflutninga til og frá Þor- lákshöfn, efla útgerð og nýta hafnarsvæðið til aukinnar ferðaþjón- H I T T H Ú S I Ð I Trjákurlarar Vermeer BC150 * Lengd : 3,8 m. * Hæó : 2,4 m. * Breidd : 1,4 m. * Þyngd : 1352 kg. * Aflvél : Kubota díselvél, 26,5 kW. * Afkastamikil sjálfvirk innmötun, breidd 15 x 22 sm. * Fjaórandi undirvagn meó bremsum og Ijósabúnaói. * 12 volta rafkerfi. Vermeer S. 594 6000 | www.merkur.is 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.