Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 29
Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn Fjallað um stöðu og eðli sveitarstjórnarstigsins Mikilvægt er að garðyrkjustjórar fylgist vel með hönnun leiksvæða og stofnana- lóða til að tryggja að fjármunum sveitarfé- lagsins sé vel varið og að ekki þurfi að endurgera leiksvæði að lokinni úttekt og ekki síður til að sjá til þess að þau þjóni hlutverki sínu og kalli ekki á kostnaðar- sama „gjörgæslu" í viðhaldi þegar frá líð- ur. íþróttasvæði eru í flestum tilvikum undir umsjón íþróttafélaganna og eru því sjaldan samstarfsverkefni. Sparkvellir, körfuvellir og hjólabrettasvæði eru á opn- um svæðum, gera þarf miklar kröfur við uppbyggingu þeirra og umhirðu. Brýnt er að standa vörð um útivistar- svæðin og skilgreina hlutverk þeirra til lengri tíma. Skemmtileg útivistarsvæði frá náttúrunnar hendi má vernda ef unnið er að því á öllum stigum skipulags, hönnun- ar og framkvæmda. Vönduð vinnubrögð margra fagaðila skila sér að lokum í hag- kvæmni við uppbyggingu þessara svæða og aukinni fjölbreytni í gróðurfari. Því er brýnt að nýta þessa þekkingu. Skerpum markmiðin Skerpa þarf á markmiðum umhverfis- deilda. Þau gætu verið á þessa leið: • Að sveitarfélagið hafi vingjarnlegt, „gróið og grænt" yfirbragð. • Að sjá til þess að íbúar og gestir þeirra upplifi fjölbreytileika, aðlaðandi nátt- úru og vel hirt og snyrtileg svæði sem bjóða upp á fjölþætta útivistarmögu- leika. • Að sjá til þess að fjárveiting og mann- afli til ræktunarmála nýtist sem best. • Að efla þverfaglega samvinnu í öllum umhverfismálum. • Vinna að sjálfbærri þróun með öflugri umhverfisfræðslu og vistfræðilegum að- ferðum í öllum ræktunarstörfum, það er að vinna með náttúrunni. Eigi umhverfisdeildir sveitarfélaganna að ná settum markmiðum um „grænt og gróið" yfirbragð þarf málaflokkurinn að fá aukið vægi og betri stöðu innan stjórn- kerfisins. Sveitarfélög með „grænu" yfir- bragði eru til merkis um það að vel sé staðið að umhverfismálum og að skilning- ur ríki meðal ráðamanna að hlúa þurfi að andlegri og líkamlegri heilsu íbúa. Alls sóttu um 260 manns námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn sem haldin voru sam- tímis á fimm stöðum helgina 14.-15. febrúar og á sjö stöðum helgina 21.-22. febrúar sl. Um 100 manns sóttu námskeið fyrri helgina en 160 manns þá síðari. Að hluta til var notast við fjarfundabúnað við nám- skeiðshaldið þar sem sérfræðingar fluttu fyrirlestra sem sendir voru út til staðanna. Að sögn Önnu G. Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitar- félaga, hefði ekki verið hægt að gefa fólki út um allt land kost á að njóta fyrirlestra Sveitarstjórnarmenn af höfuðborgarsvæöinu á námskeiði í Ármúlaskóla. allra þessara sérfræðinga með öðrum hætti. Reyndir sveitarstjórnarmenn höfðu umsjón með námskeiðunum á hverjum stað, fluttu fyrirlestra og höfðu umsjón með umræðum og verkefnum. Á þennan hátt var hægt að flétta saman sérfræði- þekkingu og hagnýtri reynslu af sveitar- stjórnarmálum. Anna segir að markmiðið með nám- skeiðunum hafi verið að þátttakendur öðlist skilning á stöðu og eðli sveitar- stjórnarstigsins, hlutverki sveitarstjórnar og svigrúmi til áhrifa og athafna. Einnig að gera þá meðvitaðri um hin ýmsu hlutverk sveitarstjórnarmanna, réttindi, skyldur og ábyrgð þeirra. Á námskeiðunum voru fluttir fyrirlestrar um stjórnskipunarlega stöðu og eðli sveitarstjórnarstigsins. Veitt var yfirlit yfir þær lagalegu málsmeðferð- arreglur sem gilda við meðferð mála í sveitarstjórn og fluttir fyrirlestrar um fjár- mál sveitarfélaga og vinnuveitenda- og stefnumótandi hlutverk sveitarstjórna. Þátttakendur fengu í hendur veglega möppu með lesefni sem útbúið var sér- staklega í tilefni námskeiðsins. Anna segir námskeiðin að nokkru sniðin eftir sam- bærilegum námskeiðum annars staðar á Norðurlöndunum og hafi kjörnir sveitar- stjórnarmenn verið aðalmarkhópurinn þótt námskeiðin hafi einnig getað nýst öðrum, sem afskipti hafa af sveitarstjórnarmálum, svo sem embættismönnum sveitarfélaga. Burtséð frá nokkrum tæknivandamálum vegna fjarfundabúnaðarins á sumum stöð- um, tókust námskeiðin mjög vel og voru þátttakendur almennt mjög ánægðir og þakklátir fyrir þessa fræðslu. Færeyingar í heimsókn Nýverið skipulagði Samband íslenskra sveitarfélaga fjögurra daga heimsókn 18 sveitarstjórnarmanna frá Færeyjum. Starfsmenn sambandsins kynntu þeim starfsemi sambandsins og íslenskra sveitarfélaga. Einnig hlýddu gestirnir á erindi starfsmanna félagsmálaráðu- neytisins og fóru auk þess í heim- sóknir og kynntu sér starfsemi Reykja- víkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Akureyrarkaupstaðar og Sveitar- félagsins Árborgar. ----- 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.