Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 30
Starfsmenn sveitarfélaga
Nýráðnir sveitarstjórar
Eftir að hlé hefur orðið á kynningu Sveitarstjórnarmála á nýlega ráðnum sveitarstjórum í tveimur síð-
ustu blöðum tökum við upp þráðinn þar sem frá var horfið. Eftirtaldir sveitarstjórar hafa allir komið til
starfa eftir kosningarnar á síðastliðnu ári.
Reykhólahreppur
Einar Örn Thorlacius,
sveitarstjóri Reykhóla-
hrepps, er fæddur í
Reykjavík 1958. Eigin-
kona hans er Sophie
Schoonjans hörpuieikari.
Þau eiga saman tvö börn
en Einar Örn á einnig eitt barn frá fyrra
hjónabandi.
Einar Örn er lögfræðingur að mennt.
Hann starfaði hjá Fossberg ehf. (áður G.J.
Fossberg vélaverzlun) 1983-2002, þar af síð-
ustu 13 árin sem framkvæmdastjóri. Hann
tók á símum tíma meðal annars þátt í starfi
stúdentaráðs og Háskólaráðs og var gjaldkeri
Neytendasamtakanna um tíma.
Vestmannaeyjabær
Ingi Sigurðsson, bæjar-
stjóri Vestmannaeyjabæj-
ar, er fæddur 1968 ÍVest-
mannaeyjum. Hann er
kvæntur Fjólu Björkjóns-
dóttur iðnrekstrarfræðingi
og eiga þau tvö börn.
Ingi útskrifaðist sem
byggingatæknifræðingur frá Tækniskóla ís-
lands um áramótin 1994-95. Frá þeim tíma
fram á haust 1997 starfaði hann sem fram-
kvæmdastjóri Knattspyrnudeildar ÍBV en tók
þá við sem byggingafulltrúi Vestmannaeyja-
bæjar sem varð að starfi skipulags- og bygg-
ingafulltrúa bæjarins 1998. Haustið 2001
tók hann við starfi framkvæmdastjóra bygg-
ingaverktakafyrirtækisins Steina og Olla ehf.
þar sem hann starfaði þangað til hann tók
við starfi bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar
1. ágúst á þessu ári.
Ingi hefur verið virkur í félagsstarfi knatt-
spyrnufólks ÍVestmannaeyjum, fyrst hjá
fþróttaféIaginu Þór sem þjálfari og stjórnar-
maður og síðar hjá ÍBV sem leikmaður.
Skaftárhreppur
Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Skaft-
árhrepps, er fæddur á Ratreksfirði 1970.
Sambýliskona hans er Berglind Ósk Haralds-
dóttir en hann á einn son.
Gunnsteinn lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla íslands 1990
og cand. oceon. prófi af
endurskoðunarsviði frá
viðskiptafræðideild Há-
skóla íslands 1995. Árið
2001 lauk hann námi í
verðbréfamiðlun frá end-
urmenntunardeild Há-
skóla íslands.
Með skóla og fram til ársins 1997 starfaði
Gunnsteinn hjá ráðgjafarfyrirtækinu Nýsi hf.
í Reykjavík við ýmis fjármála- og rekstrar-
tengd verkefni. Til ársins 1999 starfaði hann
hjá Vátryggingafélagi íslands í Reykjavík og
eftir það, til ársins 2002, hjá Samlífi í
Reykjavík, sem deildarstjóri Hagdeildar.
Súðavíkurhreppur
Ómar Már Jónsson, sveit-
arstjóri Súðavíkurhrepps,
er fæddur á ísafirði 1996
en ólst upp í Súðavík.
Eiginkona Ómars er
Laufey Þóra Friðriksdóttir
frá Helgastöðum í Suður-
Þingeyjarsýslu og eiga
þau fjögur börn. Laufey er hárgreiðslumeist-
ari að mennt og á og rekur hárgreiðslustof-
una Dekurhúsið í Súðavík. Ómar bjó í Súða-
vík fram á árið 1986 er hann fór suður til
Reykjavíkur í nám.
Ómar útskrifaðist með annars stigs skip-
stjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1988 og útskrifaðist sem iðnrekstr-
arfræðingur af markaðssviði úrTækniskóla
íslands janúar 1997.
Hann starfaði sem stýrimaður, meðal
annars á Framnesi frá Þingeyri og síðan á
Bessa ÍS 410 frá Súðavík, fram á haust 1995.
Eftir að námi íTækniskólanum lauk stofnaði
Ómar fyrirtækið Fagkynningu ehf. sem sér-
hæfir sig í vörukynningum, þjónustukynn-
ingum og vörusýningum og starfaði þar sem
framkvæmdastjóri þar til í október 2002 er
hann tók við starfi sveitarstjóra í Súðavík.
Hörgárbyggð
Helga Arnheiður Erlingsdóttir hefur verið
sveitarstjóri Hörgárbyggðar frá 1. nóvember
2002. Hún er fædd 1950 og uppalin að
Þverá í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu.
Eiginmaður hennar er
Þórhallur Bragason að-
stoðarskólastjóri og eiga
þau þrjár dætur og þrjá
dóttursyni.
Helga lauk prófi frá
Héraðsskólanum á Laug-
um í Reykjadal 1967 og
var síðan við nám í Jára folkhögskola 1967-
68, þar sem aðalnámsefni var sænska, bók-
menntir og saga. Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1981 og er um
þessar mundir að Ijúka námi í stjórnun á
vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Ak-
ureyri og Eyþings, samtaka sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra.
Helga hefur meðal annars starfað á skrif-
stofum SÍS á Akureyri, við bankastörf hjá
Sparisjóði Kinnunga og síðar Sparisjóði Suð-
ur-Þingeyinga. Hún vann að uppbyggingu
Goðafossmarkaðar við Goðafoss og við at-
vinnusköpun kvenna þar á svæðinu ásamt
fleiri konum. Hún sat í sveitarstjórn Ljósa-
vatnshrepps 1990 til 2002, var oddviti frá
1994 til 2002 og um leið framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins. Þá hefur hún setið í fjöl-
mörgum nefndum og ráðum á vegum Ljósa-
vatnshrepps og ýmissa félaga.
Helga er varaþingmaður Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs í Norðurlandskjör-
dæmi eystra á yfirstandandi kjörtímabili og
er í stjórn kjördæmisfélags Vg í Norðaustur-
kjördæmi.
Raufarhafnarhreppur
Guðný Hrund Karlsdóttir,
sveitarstjóri Raufarhafnar-
hrepps, er fædd 1971 í
Keflavík og uppalin þar.
Hún útskrifaðist frá Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja
og síðan með Cand.
oecon próf af fjármála-
sviði í viðskiptafræðum frá Háskóla íslands.
Guðný Hrund starfaði hjá Streng hf. við
ráðgjöf og forritun á Navision bókhaldshug-
búnaði í fjögur ár áður en hún réðist til
starfa hjá Raufarhafnarhreppi en starfaði
áður með námi við bókhald hjá Deloitte &
Touche. Guðný Hrund á eina dóttur,
Kristrúnu Ástu.
30 ------