Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 6
Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga Erfið fjárhagsstaða í brennidepli Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að koma formfastara og agaðra formi á samskiptum ríkis og sveitarfélaga og skilyrði fyrir nýjum verkefnum sveitarfélaganna sé að nægt fjármagn fylgi þeim. „Það er algert grundvallaratriði að menn átti sig á þvf að það þarf sí- fellt að vera að ræða málin, að semja um þau og gera það af gagn- kvæmu trausti. Ég geri kröfu til þess að þessi tvö stjórnsýslustig í land- inu, ríki og sveitarfélög, vinni vel saman og að það sé gagnkvæmt traust og skilningur milli þeirra," sagði Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, meðal annars í setningar- ræðu sinni á fjármálaráðstefnu sam- bandsins, sem haldin var 6. og 7. nóvember sl. Erfið staða og skjótar lausnir Erfið fjárhagsstaða sveitarfélaga var f brennidepli á fjármálaráðstefnunni og lagði Vilhjálmur þunga áherslu á að fyrir næstu áramót þurfi ríki og sveitarfélög að hafa komið sér sam- an um nokkur atriði er snerta verka- skiptingu þeirra. Hann nefndi aukið framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, breytta verkaskiptingu í tónlistar- fræðslu, tekjutap sveitarfélaga vegna fjölgunar einkahlutafélaga, undan- þágur frá greiðslu fasteignaskatts, aukinn stuðning við fráveituframkvæmdir, hlutdeild í byggingar- kostnaði framhaldsskóla, daggjöld dvalar- og hjúkrunarheimila og skattlagningu almenningssamgangna í þéttbýli sem dæmi um mál er finna verði skjóta lausn á. Umhverfiskröfur skapa kostnað Vilhjálmur sagði í upphafi ræðu sinnar að hinn þröngi fjárhagur sveitarfélaganna væri sveitarstjórnarmönnum efst í huga þar sem erfiðara væri að ná endum saman í rekstri og við gerð fjárhagsáætlana en áður. Hann sagði skuldir margra sveitarfélaga hafa aukist og varpaði fram spurningum um á hvern hátt auknum kröfum á hendur þeirra verði mætt. Hann sagði auknar kröfur bæði koma frá íbú- um sveitarfélaganna, sem vildu aukna þjónustu af þeirra hálfu og einnig frá löggjafar- og fram- kvæmdavaldinu. Lögskyld verkefni hafi færst til sveitarfélaganna án þess að fjármunir hafi fylgt en einnig væri um ólögskyld verekfni að ræða sem sjálfsagt þætti að inna af hendi. Vilhjálmur nefndi nokkra málaflokka sem sveitarfélögin hafa þurft að sinna samkvæmt lögum án þess að fjármunir hafi fylgt þeim. Þar væru umhverfismálin stór þátt- ur þar sem reglugerðir og hertar kröfur um fráveitur og meðferð á sorpi krefðust kostnaðarsamra fram- kvæmda. Hann kvað einsetningu grunnskólans hafa reynst sveitarfé- lögunum dýra og kostnaður vegna félagsþjónustu margra sveitarfélaga færi vaxandi. Af verkefnum sem sveitarfélögunum væri ekki skylt að sinna samkvæmt lögum en þættu engu að síður nauðsynleg nefndi hann kostnaðarsamar byggingar íþróttamannvirkja og einnig stuðn- ing við frjáls félagasamtök og menningarmál af ýmsum toga. Þá ræddi hann nokkuð um almenn- ingssamögngur og benti á að þær væru skattlagðar af ríkinu. Þannig rynni hluti þess kostnaðar er sveit- arfélög yrðu að greiða vegna þeirra sem tekjur í ríkissjóð. Því yrði að linna. íbúaflutningar auka kostnað Vilhjálmur sýndi tölur um breytingar á íbúafjölda á síð- asta áratug. Þar kom fram að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði úr 145.980 í 179.781 eða um 23,2% á árunum frá 1990 til 2002 en íbúum lands- byggðarinnar fækkaði um 1,2% á sama tíma. Það þýðir að meira en öll íbúafjölgun á land- inu á þessu tfmabili varð í þéttbýlinu við Faxaflóa eða liðlega 33.800 manns á 12 árum. Hann sagði að þessi mikla fjölgun hafi kallað á auknar framkvæmdir og einnig rekstur. Fækkunin á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson flytur setningarræðu sína á fjármálaráð- stefnu Sambands íslenkra sveitarfélaga 6. nóvember sl. „Hefur framkvæmdavaldið nauðsynlegan skilning á hlutverki og stöðu sveitarfélaganna, á þeirri ábyrgð sem þeim er falin og á samskiptum ríkis og sveitarfélaganna?" spurði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.