Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 31
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ávarpaði ársfund Hafnasambandsins. eðlilegar tekjur. „Er augljóst að þar er arf- ur þess tíma þegar útgerðin taldi sig eiga að hafa aðgang að fjármunum úr ríkissjóði til þess að skapa hafnaraðstöðu án þess að fyrir þá fjárfestingu fengist eðlilegur arður sem nýttist til þess að reka hafnirnar og byggja þær upp," sagði samgönguráð- herra. Sturla sagði að ótrúlegar skeyta- sendingar útvegsmanna á ársfundi þeirra vektu ekki miklar vonir um að í þeim her- búðum megi finna skilning á þörfum hafn- anna til eðlilegra tekna. Sá tónn sem þar hafi verið gefinn færi sér heim sanninn um hversu mikil ástæða hafi verið til þess að styrkja löggjöf um hafnir og skapa þeim betra svigrúm til rekstrar í breyttum heimi viðskiptanna. Sturla sagði að sér hafi verið Ijóst að það myndi víða hvessa þegar lögin tækju gildi og kvaðst jafnframt viss um að öllum stormum hafi ekki slotað og að tölu- verður tími muni líða þangað til að nýtt jafnvægi komist á. Hann sagði mikinn misskiln- ing í gangi hjá samtökum út- gerða um gjaldskrá hafnanna og ákvæði hafnalaga sem lúta að heimild til gjaldtöku fyrir þjónustu hafnanna. Ein af forsendum hafnalaganna sé að gjaldskráin verði gefin frjáls og hafn- irnar megi semja um gjaldtöku við við- skiptavini. í ákvæði til bráðabirgða sé hins vegar gert ráð fyrir að samgönguráðherra gefi út gjaldskrá sem gildi fyrsta árið. Engin hafnarlög í Færeyjum Jonsvein Lamhauge, hafnarstjóri í Færeyj- um, flutti erindi á ársfundi Hafnasam- bands sveitarfélaga. Hann fjallað um hafn- ir í Færeyjum, uppbyggingu þeirra og starfsumhverfi. Færeyskar hafnir eru í eigu sveitarfélaga en athygli vakti að engin hafnalög eru til í Fær- eyjum. Sagði Jonsvein að þó væri farið að ræða um nauð- syn þess að skapa hafnastarf- seminni ákveðið lagaumhverfi. í Færeyjum eru einkum þrjár tegundir hafna eða þrenns konar starfsemi í höfnunum, vöruhafnir, fiskihafnir og ferjuhafnir. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði mik- inn misskilning í gangi hjá samtökum útgerða um gjaldskrá hafnanna og ákvæði hafnalaga sem lúta að heimild til gjaldtöku fyrir þjónustu hafnanna. Ráðstefna um orkumál Evrópsk ráðstefna um aðgerðir sveitar- stjórna í orkumálum verður haldin í Brússel í Belgíu og á Netinu dagana 26.-27. nóvember. Ráðstefnan í Belgíu er aðeins ætluð stofnunum í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins og sam- starfsríkjum þess en aðrir eiga þess kost að sækja ráðstefnuna yfir internet- ið. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á slóðinni www.mana- genergy.net og dagskrána má finna á slóðinni www.managenergy.net/con- ference/2003.html/fprogramme. Hverfisvæn leið í gegnum Grundarfjörð Frá því er sagt á vef Grundarfjarðarbæj- ar, www.grundarfjordur.is, aðVegagerðin hafi, í samvinnu við Verkfræðistofuna VST, unnið að hönnun svokallaðrar hverfisvænnar leiðar í gegnum Grundar- fjörð undanfarin misseri. Tillaga að breyttum umferðamann- virkjum á Grundargötu liggur nú fyrir og var af því tilefni boðað til kynningar- fundar þar sem fyrirliggjandi tillögur voru kynntar. Fjölbraut í fullum undirbúningi Grundfirðingar hafa, í samvinnu við fleiri sveitarfélög á Snæfellsnesi, unnið ötul- lega að undirbúningi þess að komið verði á fót fjölbrautaskóla í Grundarfirði. Unnið hefur verið að deiliskipulagi lóðar fyrir skólann en gert er ráð fyrir um 5.900 fermetra lóð fyrir skólann og tengda starfsemi. Miðað er við að húsið verði einnar hæðar og standi við Grund- argötu en að auki verði jarðhæð undir húsinu að hluta. Hágæða síur verja dýrmætan vélbúnað VÉLASALAN Ananaust 1, Reykjavík. Sími 580 5300. Fax 580 5301. Netfang: velasalan@velasalan.is Veffang: http://www.velasalan.is 31

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.