Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 28
Danmörk
Stjórnvöld hótuðu sveitarstjórnum
Dönsk stjórnvöld hótuðu sveitarstjórnum afskiptum ef þau hækkuðu álögur á almenning, færu fram
úr rekstraráætlunum eða efndu til ónauðsynlegra fjárfestinga.
Thor Pedersen, fjármálaráðherra
Danmerkur, hótaði forráðamönn-
um danskra sveitarfélaga og amt-
anna í Danmörku afskiptum ríkis-
valdsins af fjármálum þeirra á
liðnu hausti yrði skattahækkunum
ekki haldið niðri. Hótun fjármála-
ráðherrans kom fram f kjölfar þess
að Jyske Bank birti útreikninga
þess efnis að eyðsla þeirra væri
komin út fyrir það sem teljast
verði eðlileg mörk og milljarðar
króna streymdu úr sjóðum þeirra
með mun meiri hraða en gert hafi
verið ráð fyrir. Ráðherrann boðaði
niðurskurð útgjalda hjá rfki, ömt-
um og sveitarfélögum og beindi
þvf sérstaklega til sveitarstjórnar-
manna að íhuga alvarlega á hvern
hátt þeir gætu haldið aftur af
skattahækkunum eða jafnvel
lækkað álögur á almenning. Thor
Pedersen sagði af þessu tilefni afar
óheppilegt ef sveitarfélögin gætu
ekki haldið útgjöldunum í skefjum.
Óhóflegar fjárfestingar
Á sama tíma og fjármálaráðherrann hótaði
sveitarstjórnarmönnum afskiptum af rekstri
sveitarfélaganna og amtanna hafa sérfræð-
ingar á sviði fjármála látið í Ijós áhyggjur
af þvf að sveitarfélögin og ömtin muni
efna til óhóflegra fjárfestinga áður en ný
skipan sveitarfélaga verður tekin upp en
Danir hyggja á umtalsverða samein-
ingu sveitarfélaga auk þess sem í at-
hugun er að færa verkefni amtanna til
sveitarfélaganna. Til umræðu hefur
verið að þrengja þær reglur sem gilda
um fjárfestingar en fjármálaráðherrann
hefur þó ekki viljað ganga svo langt að
taka fyrir sjálfsákvörðunarrétt þeirra.
Hætta er talin á að sveitarstjórnir
freistist til þess að nýta sjóði sveitarfélag-
anna til fjárfestinga, sem ekki er talin brýn
þörf fyrir, áður en sveitarfélögin verði
sameinuð í stærri einingar. Nýlega var
vitnað til þess að frjáls sameining fimm
Þá greip mikil framkvæmdagleði
um sig á vegum sveitarstjórna áður
en minni sveitarfélög voru samein-
uð í stærri stjórnsýslueiningar. „Síð-
ast þegar sveitarfélög voru samein-
uð var landið plástrað með sund-
höllum og íþróttahúsum og ekki er
hægt að útiloka að það verði gert
aftur. Heimskulegt væri að gera
ekki ráð fyrir því," var haft eftir Pet-
er Gorm Hansen, framkvæmda-
stjóra hjá Sambandi danskra sveit-
arfélaga, sem kvaðst gera ráð fyrir
að stjórnvöld muni efla eftirlit með
sveitarfélögunum. Nils Groes, fram-
kvæmdastjóri Tryggingastofnunar
sveitarfélaganna, tók í sama streng
og sagði að ríkisstjórnin gæti neyðst
til þess að grípa til ráðstafana gegn
forsvarsmönnum sveitarfélaganna
og amtanna. Stjórnvöld gætu bann-
að sérstakar fjárfestingar, gert leyfis-
veitingar að skilyrði fyrir fram-
kvæmdum á borð við skólabygg-
ingar, bannað að draga úr tekjuaf-
gangi og bannað að hækka skatta-
álögur.
Forsætisráðherra dró í land
Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra
kvaðst á hinn bóginn, á fréttamannafundi,
sem hann hélt seint í október, efast um
nauðsyn þess að grípa inn í fjárhagsáætl-
anir sveitarfélaganna eftir að skattahækk-
un um 0,009% hafði verði ákveðin.
Hann sagði að hækkanirnar yrðu að
teljast innan eðlilegra marka og sveit-
arfélög og ömt farið eftir tilmælum um
að halda skattahækkunum í skefjum.
Sveitarfélögin og ömtin í Danmörku
ráðstafa um 70% af opinberum út-
gjöldum í landinu.
Byggt á Berlingske Tidene
og Jyllandsposten
sveitarfélaga á Borgundarhólmi í eitt sveit-
arfélag hafi leitt til óvanalegra fjárfestinga.
„Það var að vísu ekki ráðist í byggingu
stórra íþróttahalla en engu að síður efnt til
útgjalda sem að öðrum kosti hefði ekki
verið gert," var haft eftir Orla Kristiansen,
fjármálastjóra í Bornholms Reg-
ionskoimmune, fyrir nokkru.
Hætta er talin á að sveitarstjórnir
freistist til þess að nýta sjóði sveitar-
félaganna til fjárfestinga, sem ekki er
talin brýn þörf fyrir, áður en sveitarfé-
lögin verði sameinuð í stærri einingar.
Plástrað með sundhöllum
og íþróttahúsum
Dönsk stjórnvöld eru áhyggjufull vegna
reynslu af sameiningu sveitarfélaga 1970.
Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
■h r* « it
HMp ; fi ■ Hr \ . j
■ l f a li. \ Wt 1 1
■1 % j
Wgih. V {
28