Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 25
Núverandi og fyrrverandi stjórnendur RARIK: Tryggvi Þ. Haraldsson, settur rafmagnsveitustjóri, Erling Garðar jónasson, fyrrverandi umdæmisstjóri á Austurlandi, Sigurður Eymundsson, núverandi umdæmis- stjóri á Austurlandi, Kristján Jónsson fráfarandi rafmagnsveitustjóri, Jón Magnússon, fyrrverandi útibús- stjóri á Seyðisfirði og stöðvarstjóri í Fjarðarseli f 35 ár, og Jón Helgason, fyrrverandi starfsmannastjóri RARIK og fyrrum umdæmisstjóri á Austurlandi. (Ljósm.: Heimir Sveinsson) vatnsveitunnar sem lögð var í kaupstað á íslandi, kaup á jörðum sem síðar nýttust í tengslum við virkjunina, yfirtaka á rekstri amtsbókasafns, bygging barnaskólahúss og fleira. Síðast en ekki síst er svo bygging Fjarðarselsvirkjunar árið 1913 en fyrstu þreifingar í þá átt hófust um aldamótin. Rafljósahátíð Bygging Fjarðarselsvirkjunar tók skamman tíma. Framkvæmdir hófust vorið 1913 og lauk þeim að fullu þá um haustið. Stöðv- arhús virkjunarinnar var reist í Fjarðarsels- hvammi (örnefni) og stífla fyrir ofan Fjarð- arsel, 400 metra uppi í gilinu, en þar á milli var þrýstivatnspípa úr járni. Fallhæð- in var 48 metrar og til að byrja með var sett ein 55 kW vatnsvél í virkjunina. Há- spennulína var lögð til Seyðisfjarðar og rafmagn lagt í íbúðarhús og fyrirtæki. Þá var 30 götuljósum komið fyrir f bænum. Virkjuninni var vel tekið af bæjarbúum og haldin sérstök rafljósahátíð við opnun- ina þann 18. október 1913. Meðal annars er þess minnst í tengslum við þann atburð að mörg Ijóð voru ort í tilefni þessara tímamóta - þeirra á meðal Ijóðið Seyðis- fjörður eftir Karl Jónasson sem áður er get- ið. Einnig var til þess tekið að matseðill hátíðarinnar hafi verið sérlega glæsilegur, þar sem boðið var upp á súpu og brauð- kollur með humri; bæheimsbjúga, reykt svínslæri, reyktar nautatungur með gersk- um baunum, dilkasteik með jarðeplum og síðan köku og kaffi á eftir. Sýningarvirkjun Fjarðarselsvirkjun - eins og hún var í upp- hafi og raunar eins og hún er í dag - þykir ekki stór á nútíma mælikvarða. Hún hefur engu að síður verið stækkuð frá upphaf- legri mynd. Árið 1924 var bætt við véla- samstæðu sem tvöfaldaði afl virkjunarinn- ar. Ný vélasamstæða var sett upp 1949 og ■I Fyrsta vatnsvélin. Fallhæð virkjunarinnar var 48 metrar og til að byrja með var sett ein 55 kW vatnsvél ! virkjunina. varð afl hennar þá 172 kW. Héraðsbúar fengu að njóta raforkunnar frá Fjarðarseli eftir að lína var lögð milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða árið 1954. Nokkrum árum síðar urðu Héraðsbúar sjálfum sér nægir í raf- orku þegar Grímsárvirkjun var byggð. Fjarðarselsvirkjun starfar enn og er ekki mikið breytt frá upphafi. Fyrsti vatnshverf- illinn er enn í virkjuninni ásamt tilheyr- andi búnaði. Víst er að Seyðfirðingar hafa í upphafi haft að leiðarljósi að vel skyldi vanda það sem lengi ætti að standa því mjög var vandað til virkjunarinnar þegar Fjarðarselsvirkjun var tímamótaframkvæmd ! mörgum skilningi. Meðal annars var frá henni lagður fyrsti háspennustrengurinn á íslandi. Myndin er af elsta háspennumastri landsins. hún var byggð, sem síðan hefur auðveld- að mjög viðhald hennar. Árið 1994 ákvað RARIK að leggja áherslu á það vægi sem virkjunin hefur í raforkusögu landsins og hafa hana til sýnis fyrir innlenda og erlenda gesti. í því skyni var sett upp minjasýning í stöðvarhúsinu sem var fyrsti vísir að hinni veglegu sögu- sýningu sem fyrr er getið og nánasta um- hverfi virkjunarinnar endurskipulagt. Ná- lægð virkjunarinnar við Seyðisfjörð eykur einnig gildi hennar fyrir bæjarbúa og til dæmis eru hvammurinn og gilið hluti af útivistarsvæði Seyðfirðinga. í tilefni 90 ára afmælisins var undirrituð viljayfirlýsing RARIK og Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði um samstarf við varðveislu Fjarðarselsvirkjunar sem sögulegra minja. 25

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.