Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 19
Eiríkur B. Björgvinsson bæjarstjóri og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Austur-Héraðs.
lengra tímabili eða hátt í 200 manns á ári
að jafnaði." Eiríkur segir að stjórnendur
sveitarfélagsins verði að draga ákveðnar
ályktanir af því sem þegar hafi orðið. Áður
en virkjunarframkvæmdirnar voru ákveðn-
ar hafi verið áætlað að íbúum fjölgaði um
30 á árinu. Því markmiði hafi hins vegar
verið náð á fyrri helmingi ársins. „Þessi
snögga fjölgun hefur orðið þess valdandi
að við þurfum stöðugt að endurstilla kúrs-
inn og endurskoða markmiðin varðandi
íbúaþróunina."
Stöndum á tánum
„Já - það er rétt. Við stöndum raunveru-
lega á tánum út af þeirri þjónustu sem við
verðum að búa okkur undir að veita og
eðlilegt er að sveitarfélög veiti íbúum sín-
um. Það kallar vissulega á miklar fram-
kvæmdir af hálfu sveitarfélagins. Sex ára
áætlunin gerir ráð fyrir að fjárfestingar,
sem við þurfum að fara út í vegna fólks-
fjölgunar og aukinnar þjónustu, verði um
1.600 milljónir króna. Þar er bæði um
lögbundin verkefni sveitarfélaga að ræða
og einnig önnur verkefni sem ekki eru
beinlínis bundin í lög en nauðsynlegt að
fara út í frá siðferðilegum sjónarhóli til
þess að geta veitt þá þjónustu sem við
teljum að þurfi vera fyrir hendi, við viljum
veita íbúunum og þeir gera kröfu um. Hér
er helst að nefna byggingu menningarmið-
stöðvar, stjórnsýsluhúss og íþróttamann-
virkja." Eiríkur segir að eitt af stóru verk-
efnunum sé fráveitumál sveitarfélagsins
sem þurfi að vera búið að bæta úr til
frambúðar á árinu 2005. Einnig er eðlilegt
að nefna stækkun grunnskóla og leikskóla.
Hann segir að nemendum grunnskólans á
Egilsstöðum hafi fjölgað um 25 frá liðnu
vori og fram til þess að skólinn hóf störf
að hausti. „Við urðum að bregðast við því
með þeim hætti að byggja þrjár lausar
kennslustofur, sem auðvitað eru einungis
til bráðabirgða. Slíkt hefur ekki verið gert
hér fyrr þótt slíkar bráðabirgðalausnir séu
vel þekktar frá ýmsum öðrum stöðum."
Um 230 sóttum um 35 lóðir
Eiríkur segir sterkustu vísbendinguna um
ÆHB
i\raH
maritech
Upplýsingakerfi fyrir sveitarfélög
Maritech býður upp á fjölda sérlausna fyrir minni
og stærri sveitarfélög sem byggja á MBS Navision.
Meðal kerfiseininga eru:
* Fjármálastjóri
* Félagsmálastjóri
* Fasteignastjóri
* Eignakerfi
* Skönnun reikninga
* Skuldabréfakerfi
Áhaldahússstjóri
Dagmömmukerfi
Skólastjóri
Tónlistarskólastjóri
Leikskóli til framtíðar
OLAP greiningar
Maritech ehf. hefur sérhæft sig í þjónustu og þróun á upplýsingakerfum fyrir sveitarfélög á íslandi
Nánari upplýsingar veitir söludeild Maritech. Sími 545 3200 sala@maritech.is www.maritech.is
19