Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 18
Egilsstaðir í haustlitunum.
Gróður er áberandi í þessum vaxandi
bæ á Austurlandi.
Austur-Hérað
Um 1.100 nýir íbúar á næstu sex árum
Nú er unnið að undirbúningi að byggingu um 400 íbúða á Austur-Héraði og gert ráð fyrir að íbúum
sveitarfélagsins muni fjölga um allt að 1.100 á næstu sex árum.
Á tímabilinu janúar til september á þessu
ári fjölgaði íbúum Austur-Héraðs um 74.
Þetta er mesta fjölgun í einu sveitarfélagi á
Austurlandi á árinu og nánast þreföldun
miðað við íbúafjölgun í sveitarfélaginu á
öllu síðasta ári. í fréttaskýringu á frétta-
vefnum local.is mátti lesa fyrir nokkru að
líklega hefði íbúum Austurlands fjölgað
mun meira ef ekki væri mikill skortur á
leiguhúsnæði á Mið-Austurlandi því dag-
lega berist sveitarfélögum og fasteignasöl-
um á svæðinu fyrirspurnir um húsnæði til
leigu.
Mikil breyting
Austur-Hérað varð til við sameiningu
Egilsstaðabæjar og fjögurra sveitahreppa á
árinu 1998. í upphafi ársins 2003 voru
um 2.100 íbúar í öllu sveitarfélaginu en
um 1.700 þeirra bjuggu á Egilsstöðum.
Raunverulega eru þrír þéttbýl-
iskjarnar á Austur-Héraði þar
sem nokkurt þéttbýli hefur
myndast á Hallormsstað og á
Eiðum. Eiríkur B. Björgvinsson,
bæjarstjóri á Austur-Héraði, segir mikla
breytingu hafa átt sér stað frá því ákveðið
var að hefja virkjunar- og stóriðjufram-
kvæmdir á Austurlandi.
„Við biðum með endanlegar ákvarðanir
um að leggja út í framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins þangað til búið var að
ganga frá samningum um virkjunarfram-
kvæmdirnar við Kárahnjúka og byggingu
álvers í Reyðarfirði. Því var það ekki fyrr
en í mars á þessu ári sem við sáum end-
anlega að þetta yrði allt saman að veru-
leika og tíminn hefur því verið naumur en
vel nýttur. Eðlilega hafa þessar breytingar
skollið með fyrra fallinu á sveitarfélögun-
um á Héraði þar sem fyrstu framkvæmd-
irnar eru við Kárahnjúka. Við finnum það
best á allri þeirri auknu þjónustu sem við
höfum þegar þurft að veita, bæði vegna
þeirra fyrirtækja sem annast framkvæmdir
á virkjunarsvæðinu og einnig þjónustu við
stofnanir, meðal annars á vegum ríkisins,
er vinna að þessum málum. Fjölmörg fyr-
irtæki eru einnig að hefja framkvæmdir f
sveitarfélaginu og það kallar á aukna
þjónustu við þau, til dæmis vegna skipu-
lagsmála."
Margir vilja flytja
Eiríkur segir að þessar framkvæmdir komi
að sjálfsögðu við allt innra skipulag sveit-
arfélagsins, einkum hvað skipulagsmálin
varðar, sem sé bein afleiðing þeirrar miklu
spurnar sem skapast hafi eftir byggingar-
lóðum fyrir íbúðarhúsnæði. „Eftirspurnin
sýnir að margt fólk hefur hug á að flytja
inn á svæðið og er það einungis af hinu
góða. Við verðum því að vera búin undir
að taka á móti þessu fólki. Við sjáum
hvernig þróunin birtist okkur í tölum um
fólksfjölgun það sem af er þessu ári. Þetta
er vísbending um það sem koma skal og á
hverju við megum eiga von á næstu vik-
um, mánuðum og árum."
Stöðugt að endurskoða
markmiðin
„Eftir að samningar um Krárahnjúkavirkj-
un og álver Alcoa í Reyðarfirði voru und-
irritaðir hófumst við þegar handa um
mikla áætlana- og skipulagsvinnu. Við
höfum sett okkur ákveðin markmið varð-
andi íbúaþróunina og við höfum einnig
unnið sérstaka áætlun um
framkvæmdir á vegum sveitar-
félagsins og rekstur þess til sex
ára en ekki aðeins þriggja ára
eins og sveitarfélögum er skylt
samkvæmt lögum. íbúar Austur-Héraðs
voru um 2.060 í desember í fyrra en við-
miðun okkar til næstu ára gerir ráð fyrir
að um 3.200 manns búi í sveitarfélaginu
árið 2009 eða þegar þessu sex ára áætlun-
artímabili lýkur. Þetta er um það bil að
vera fjölgun um 1.100 manns á ekki
„Við sjáum hvernig þróunin birtist okkur í tölum
um fólksfjölgun það sem af er þessu ári."
18