Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 10
Umhverf ismál Brussell og ríkið setja reglur - sveitarfélögin borga Evrópusambandið og ríkisvaldið setja reglur sem sveitarfélögin verða að beygja sig undir og bera kostnað af án þess að hafa nokkuð um efni þeirra að segja. Þetta kemur skýrt fram í nýjum reglu- gerðum um meðferð úrgangs að mati Björns H. Halldórssonar. Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur þróunar- og tæknideildar Sorpu, segir verulegan vanda blasa við mörgum sveitarfélögum vegna kostnaðar af meðferð og urðun sorps. Sveitarfélögin þurfi að undirgangast margvíslegar reglur Evrópusambandsins, sem teknar séu í lög og reglugerður hér á landi vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar reglur miði í flestum tilvik- um að því að skapa og viðhalda hreinu umhverfi og feli að því leyti í sér ýmsar framfarir. Kostnaðurinn við að framfylgja þeim sé hins vegar svo mikill að hann geti orðið litlum sveitarfélögum ill- viðráðanlegur. Háð duttlungum þýðenda „Við samningu reglugerða sem byggjast á tilskipunum Evrópu- sambandsins er algerlega litið framhjá sjónarmiðum þeirra sem þurfa að bera kostnaðinn af völdum þeirra. Það er einnig ábyrgðarleysi af hálfu sveitarfélaganna að láta ríkisvaldið ávallt segja fyrir um hvernig Brussel vill hafa hlutina. Sveitarfélögin verða sjálf að koma sér upp sterkum málsvara til þess að vinna stöðu sinni og sjónarmiðum fylgi á vettvangi Evrópusambandsins. Það virðist í öllu falli ekki vera forgangsverkefni ríkisvaldsins að gæta hagsmuna sveitarfélaganna gagnvart Evrópusambandinu í þessum efnum og virðist stundum vera háð duttlungum þýðanda hvernig tilskipanir eru túlkaðar. Við virðumst þurfa að vera kaþ- ólskari en páfinn í stað þess að túlka anda tilskipananna og láta aðstæður og skynsemi ráða," segir Björn H. Halldórsson. Álfsnes - 16,1 milljón á ári Björn flutti erindi á fulltrúaráðsfundi SORPU, sem haldinn var í Garðabæ í byrjun október. Þar dró hann meðal annars saman kostnað af því að upp- fylla nýtt ákvæði um vöktun og eftirlit í 30 ár eftir lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að sá kostnaður væri ekki undir 16,1 milljón króna á ári eftir lokun urðunarstaðarins en leyfi til urðunar er til ársins 2014. Björn sundur- liðaði þennan kostnað og sagði að almenn vöktun, eftirlit og skýrslugerð samkvæmt skyldum rekstrarað- ila væri um 1,5 milljónir á ári, starfsmannahald kosti 4,5 milljónir á ári og vélbúnaður og orkukaup 4 milljónir. Þá verðlagði hann afnot lands á 4 millj- ónir árlega og sagði að ýmis ófyrirséður kostnaður, eða um 15% af heildarkostnaði, yrði um 2,1 milljón króna. Af þessum sökum þurfi SORPA, sem rekstrar- aðili urðunarstaðarins í Álfsnesi, að leggja 14,7 milljónir króna inn á bundinn reikning á ári og til að slfkt sé mögulegt þurfi að hækka gjaldskrá um 2,3%. Ofangreindur kostnaður sé nánast óháður stærð urðunarstaðarins og komi því verulega við rekstur minni staða. Hann sagði reglugerðir kveða á um skoðun alls úrgangs við móttöku og að gefa verði út móttöku- kvittanir vegna móttöku úrgangs. Yfirfara verði gögn úrgangshafa meðal annars með sýnatöku og prófunum auk þess sem skrá þurfi allan úrgang, magn hans, eiginleika og uppruna og að geta um dagsetningar móttöku og framleiðanda úrgangs eða söfnunarfyrirtækis ef um heim- ilisúrgang er að ræða. í ein- staka tilfellum geti jafnvel þurft að skrásetja nákvæmlega hvar ákveðnir hlutir eru urðað- ir innan urðunarsvæðisins. Því sé Ijóst sé að þessi ákvæði geti haft veruleg áhrif á rekstur urðun- arstaða og valdið kostnaðarhækkunum, bæði fyrir atvinnulífið og sveitarfélögin. Björn H. Halldórsson við bifreið sína, sem er af gerðinni Volkswagen Golfog er búin metan- hreyfli. í bflnum er venjuleg bensfnvél sem breytt hefur verið á þann hátt að eftir að hafa náð vinnsluhita getur hún gengið fyrir metangasi. Það virðist í öllu falli ekki vera forgangsverkefni ríkisvaldsins að gæta hagsmuna sveitarfélaganna gagnvart Evrópusambandinu í þessum efnum og virðist stundum vera háð duttlungum þýðanda hvernig tilskipanir eru túlkaðar. 10

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.