Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 26
Reykjavíkurborg Mörg mál í brennidepli Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, hélt hverfafundi með íbúum Reykjavíkurborgar í október. Sveitarstjórnarmál litu inn á fund með íbúum miðborgarinnar, sem haldinn var í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Tilgangurinn með hverfafundum borgar- stjóra er tvíþættur. Með þeim gefst borgar- stjóra tækifæri til að kynna sér málefni hverfanna og íbúa þeirra á mi11iliðalausan hátt auk þess sem borgarbúar geta borið fram fyrirspurnir um mál er brenna á þeim eða snerta áhugasvið þeirra. Á meðal ný- mæla á hverfafundum borgarstjóra nú var að auk hans sjálfs fluttu fulltrúar hverfis- búa ávörp þar sem þeir nálguðust hverfi sín með ýmsum hætti og frá eigin brjósti; allt frá því að rekja brot úr sögu þeirra til þess að setja sig í spor barna í daglegu lífi í hverfinu. Hringbrautin flutt í sumar íbúafundurinn í Listasafninu var mjög vel sóttur og tóku fundargestir virkan þátt í umræðum. Þórólfur Árnason borgarstjóri hóf fundinn með kynningu á ýmsum mál- efnum miðborgarinnar og Reykjavíkur- borgar almennt og svaraði fyrirspurnum að loknu kaffihléi. Fundargestum lá margt á hjarta og urðu umræður fjörugar. Má þar meðal annars nefna málefni Reykja- víkurflugvallar, Hljómskálagarðsins, skil- yrði til búsetu f næsta nágrenni Banda- ríska sendiráðsins vegan strangrar öryggis- gæslu, og málefni Hringbrautar, en hefja á vinnu við færslu hennar á vordögum á næsta ári. Þá var rætt um umferðarmál og þéttleika byggðar auk margra nýfram- kvæmda sem fyrirhugaðar eru á næstu vikum, mánuðum og árum á miðborgar- svæðinu. Um helmingur tekna til skóla- og uppeldismála í máli Þórólfs kom meðal annars fram að um átta þúsund manns starfa á vegum Reykjavíkurborgar og alls hafi um 15 þús- und launamiðar verið gefnir út í febrúar á þessu ári en þá eru sumarvinnufólk og vinnuskólinn talin með. Hann sagði tekjur Reykjavíkurborgar um 35 milljarða króna á þessu ári og skuldir um 17,7 milljarða, Fundargestir hlýöa á mál Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra. sem að mestu væru í hagstæðum erlend- um lánum. Þórólfur benti á að stærsti út- gjaldaliðurinn væri vegna fræðslumála, eða um 34%, og leikskólastarfið kostaði um 14% tekna. Til samans tækju þessir málaflokkar því nær helming tekna borg- arinnar til sín. Hnignun - ekki alls kostar rétt lllugi Jökulsson, blaðamaður, rithöfundur og nýráðinn ritstjóri DV, var fulltrúi hverfisbúa á þessum fundi og ræddi mál- efni miðborgarinnar eins og honum var lagið. Hann fjallaði meðal annars nokkuð Miljofyrtárn á Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitar- félaga er sagt frá því að á skrifstofu Stað- ardagskrár 21 á íslandi sé unnið að und- irbúningi þess að gera norska umhverfis- vottunarkerfið Miljofyrtárn aðgengilegt fyrir íslensk smáfyrirtæki og að nýlega hafi orðið kaflaskil í þeirri vinnu þegar Bjorne Jortveit, framkvæmdastjóri Miljofyrtárn, hitti fulltrúa íslenskra sveit- um þá umræðu og þau sjónarmið að mið- borgin hafi verið að hnigna á undanförn- um árum og kvað það ekki alls kostar rétt. Hann brá sér í huganum um tvo til þrjá áratugi aftur í tímann og sagði miðborgina þá hafa verið nær steindauða eftir að verslanir hefðu lokað klukkan 18:00 á daginn. Finna hafi mátt eitt til tvö kaffihús en ekki einn einasta veitingastað. Hann sagði Jakob Magnússon, veitingamann á Horninu, og Árna Einarsson, verslunar- stjóra í Máli og menningu, eiga heiður skilinn; Jakob fyrir það áræði að opna veitingastað í Hafnarstræti og að reka hann þar enn þann dag í dag og Árna fyrir að hafa staðið fyrir opnun verslunar Máls og menningar við Laugaveg 18 til kl. 22:00 öll kvöld vikunnar. Þá hefðu reynd- ar verið nokkur bíó í miðborginni og með fullri virðingu fyrir Regnboganum við Hverfsigötu sagði lllugi að nú vantaði annað bíó. Lítið bíó sem sýna myndi öðruvísi kvikmyndir en stóru úthverfabíó- in. Hann spurði síðan frá hverjum umræð- an um að allt færi hnignandi væri komin. Hvort hún væri komin frá verslanaeigend- um sem væru að selja tískuföt. Hann varpaði einnig fram hvort ef til vill væri of mikið af of einsleitum verslunum í mið- borginni og þær gætu ekki þrifist hver við hlið annarrar. Hann nefndi byggingavöru- verslunina Brynju á Laugaveginum sér- staklega sem dæmi um öðruvísi verslun í miðborginni. íslandi arfélaga og atvinnulífs á fundi í Reykja- vík. Á fundinum kynnti Bjorne Umhverfis- vitann (Miljofyrtárn), hverju hann hefur skilað í umhverfisstarfi sveitarfélaga og smáfyrirtækja í Noregi, hvernig stjórnun, fjármögnun og fyrirkomlagi er háttað og hvernig hugsanlega mætti standa að inn- leiðingu kerfisins á íslandi. 26

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.