Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 27
Umhverf ismál
Verklagsreglur vegna
endurnýtingar hjólbarða
Teknar verða upp greiðslur fyrir að annast söfnun og endurnýtingu notaðra hjólbarða en til þessa hafa
þeir oftast lent á urðunarstöðum sveitarfélaga og sorpsamlaga og síðan ofan í jörðinni.
Úrvinnslusjóður
hefur sett verklags-
reglur og skilmála
fyrir þá sem óska
eftir að starfa við
endurnýtingu hjól-
barða. Ástæða
þess er að skömmu
eftir mitt ár 2006
verður urðun hjól-
barða bönnuð.
Evrópusambandið
hefur þegar lagt
bann við urðun
hjólbarða með til-
skipun, sem gert er
ráð fyrir að verði
að lögum hér á
landi en undanþáguákvæði nær fram til
15. júlí 2006. Úrvinnslusjóður hefur
einnig ákveðið endurgjald fyrir þjónustu
og verður það mishátt eftir því á hvern
hátt hjólbörðum verður fargað. Tilgangur-
inn með misjafnri gjaldtöku er sá að
hvetja til þess að notaðir hjólbarðar rati í
þá farvegi sem taldir eru betri en aðrir
þegar litlið er til umhverfisþátta. Á hverju
ári eru flutt hingað til lands á bilinu fimm
til sjö þúsund tonn af hjólbörðum sam-
kvæmt innflutningstölum Hagstofu ís-
lands. Til þessa hefur notuðum hjólbörð-
um ekki verið fargað með skipulegum
hætti og megnið af þeim lent á sorphaug-
um og urðunarstöðum sveitarfélaga þar
sem þeir hafa verið urðaðir.
Átta þjón-
ustusvæði
Starfssvið þeirra
sem óska eftir að
sinna nýtingu not-
aðra hjólbarða
felst í að sækja
hjólbarða til skil-
greindra söfnun-
arstöðva og fyrir-
tækja sem samið
er beint við en
einnig meðhöndl-
un hjólbarðanna
fyrir endurnýt-
ingu, endurnotk-
un eða förgun á
annan hátt. Þegar
talað er um endurnýtingu hjólbarða er átt
við hvers konar endurvinnslu sem skilar af
sér seljanlegri vöru, hvort sem það er hrá-
efni, aðföng til framleiðslu eða fullunnin
vara og einnig til hagnýtrar orkufram-
leiðslu. Landinu hefur verið skipt í átta
þjónustusvæði en fleiri safnstöðvar geta
verið innan hvers þjónustusvæðis. Skráðar
þjónustustöðvar fyrir hjólbarða eru nú 24
talsins. Þáttur sveitarfélaga í umsýslu með
notaða hjólbarða er umtalsverður þar sem
þau starfrækja söfnunarstöðvarnar annað
hvort á eigin vegum eða í gegnum þau
sorpsamlög sem þau eiga aðild að.
Þrír ráðstöfunarflokkar
Ráðstöfunarleiðum er skipt í þrjá flokka og
■ ‘ m n|.
Haugar á borð við þennan ættu að hverfa á næstu árum
eftir að Úrvinnslusjóður hefur gert samkomulag við ....
um söfnun og endurnýtingu hjólbarða.
geta þeir sem þjónustuna veita valið þær
aðferðir sem þeir nota, uppfylli þær skil-
yrði um meðhöndlun notaðra hjólbarða er
heilbrigðis- og skipulagsyfirvöld setja.
Flokkur I nær til urðunar hjólbarða en
eins og að framan greinir verður hún
heimil til miðs júlí 2006. Flokkur II fjallar
um meðhöndlun notaðra hjólbarða til
orkunýtingar og flokkur III um endurnýt-
ingu svo fremi að sýnt sé fram á að að-
ferðir séu viðurkenndar og tryggt að eng-
inn úrgangur frá vinnsluferli falli til. Þá er
útflutningur á notuðum hjólbörðum heim-
ill, sé endanlegur móttakandi fyrir hendi
og skráður með leyfi til ráðstöfunar not-
aðra hjólbarða hjá Úrvinnslusjóði.
Hvað eiga Stuðmenn &
y KFUM&KFUK
sameiginlegt?
nú auðvitað viðskipti
við Exton hljóð
552 8083
jaga vatnshitablásarar í úrvali
smáir sem stórir • 5 - 50 kW
með jaga-AVS® loftdreifikerfi
Gæði • Reynsla • Þjónusta
Danfoss hf
Skútuvogi 6 Sími 510 4100
www.danfoss.is
<%>
----- 27