Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 9
Hafnarfjarðarkaupstaður Símenntun og háskólastarf við Lækinn Þar sem börn lærðu áður lestur, skrift og reikning situr nú fólk á öllum aldri við margvíslegt fram- haldsnám og símenntun og einnig nám til prófgráða á háskólastigi. Gamli barnaskólinn við Lækinn í Hafnarfirði hefur fengið nýtt hlut- verk. Eftir að grunnskólastarfið var flutt stóð eftir autt skólahús á einum besta stað í Hafnarfjarðarkaupstað þar sem Þorgeir Ibsen, skólastjóri til margra ára, og fleira skólafólk höfðu leitt margt ungviðið til þroska. Fljótlega fundu bæjaryfir- völd í Firðinum þessu veglega húsi nýtt hlutverk sem hæfir tilvist þess og sögu. Nú eiga Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð Símenntun- ar sér þar samastað. Að bæta úr brýnni þörf Rekja má sögu Námsflokkanna rúma þrjá áratugi aftur í tímann. Þótt víðar hafi verið efnt til sam- bærilegrar starfsemi, og þá einkum í Reykjavík, má segja að starfsemi Náms- flokka Hafnarfjarðar eigi vart hliðstæðu í rekstri menntasetra á vegum sveitarfélaga hér á landi. Námsflokkunum var meðal annars ætlað að bæta úr brýnni þörf fólks sem aðeins hafði lokið naumasta skyldu- námi og vildi taka námsþáttinn upp að nýju löngu áður en endur- og símenntun varð almennt viðurkennd skólaferli. Starfsmenntunarnámskeið og tungumálakennsla Meginmarkmið Námsflokkanna var þannig fram til síðustu ára einkum bundið við að bjóða almenningi tækifæri til þess efla grunnmenntun sína og stuðla að auk- inni þátttöku í námi auk þess að veita ým- iss konar hagnýta fræðslu, sem alla tíð hefur verið hluti af starfsemi þeirra. Einnig hófst samstarf við verkalýðsfélög á síðasta Einbeittir leikskólakennaranemar á lokaári náms við Háskólann á Akureyri hlýða á fyrirlestur í höfuðstöðvum Námsflokka Hafnarfjarðar - Miðstöðvar símenntunar. Fyrirlesturinn var fluttur samtímis fyrir nemendur norðan heiða og sendur suður f gegnum fjarfundabúnað. áratug liðinnar aldar um að Námsflokk- arnir önnuðust ýmis starfskjaranámskeið fyrir félagsmenn þeirra. Samkvæmt sér- stökum samningi við Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar annast Námsflokkarnir í dag skipulagningu og framkvæmd símenntun- ar kennara leik- og grunnskóla í bænum. Háskólabær við Lækinn Þróun Námsflokkanna hefur verið hröð á undanförnum árum. A vormánuðum 2000 tók skólanefnd Hafnarfjarðarkaupstaðar ákvörðun um að auka starfssvið þeirra á þann hátt að þeir yrðu Miðstöð símennt- unar í bæjarfélaginu og á árinu 2002 gerðu Hafnarfjarðarbær, Háskólinn á Ak- ureyri og Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar með sér samstarfs- samning um að tryggja íbúum á höfuð- borgarsvæðinu aðgang að fjarnámi á há- skólastigi frá Háskólanum á Akureyri. Há- skólinn annast skipulagningu kennslunnar og ber faglega ábyrgð á náminu. Námsflokkar Hafnar- fjarðar - Miðstöð símenntunar leggja til náms- og starfsaðstöðu fyr- ir nemendur f höfuðstöðvum sínum við Lækinn í Hafnarfirði, auk kynn- ingar, miðlunar upplýsinga og gagna til nemenda og hefur tækni- lega umsjón vegna fjarkennslu og prófahalds. Um 150 háskólanemar Að sögn Theodórs Hallssonar, skólastjóra Námsflokka Hafnarfjarð- ar - Miðstöðvar símenntunar, er á yfirstandandi skólaári meðal annars boðið upp á kennaranám til B.Ed. gráðu í leikskólafræðum á 1.2. og 4. ári, einnig nám til B.S. gráðu í auðlindadeild og rekstrar- og viðskipta- deild auk sérskipulagðs náms í iðjuþjálf- un. Þegar stundar hálft annað hundrað manns fjarnám á vegum Háskólans á Ak- ureyri við Námsflokka Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi verulega á næstu misserum. Theodór Hallsson skólastjóri segir Náms- flokkana í stöðugri sókn, bæði sem sí- menntunarmiðstöð og skólastofnun og þörfin hafi sýnt mikilvægi þess að efla þessa starfsemi sem mest. Með fastmótaðri stefnumörkun, mikilli aukningu námsframboðs, samstarfi við Háskólann á Akureyri um fjarnám á há- skólastigi í Hafnarfirði og staðsetningu stofnunarinnar á grónum menntastað í hjarta bæjarins er Ijóst að skóla- og bæjar- yfirvöld í Hafnarfirði ætla ekki að láta deigan síga að þessu leyti. ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Stjórnendur fyrirtækja! Aukið vellíðan starfsfólks og lækkið rekstrarkostnað hitakerfisins með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss w Danfoss hf Þægindi - Öryggi - Sparnaður Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.is 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.