Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 10
Símenntun Nýjungar í fjármálastjórn danskra sveitarfélaga Dagana 14.-16. janúar sl.sóttu fjórir íslendingar námskeið til „Den Kommunale Hojskole" sem fjallaði um „Nyt pá okonomifronten" eða það nýjasta í fjármálastjórn sveitarfélaga. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraneskaupstaðar, skrifar. Mikil áhersla er lögð á endurmenntun sveit- arstjórnarmanna og starfsmanna hjá dönsk- um sveitarfélögum. Um áratuga skeið hefur „Den Kommunale Hojskole", eða sveitarfé- lagaháskólinn, verið starfræktur í Grená á Jótlandi, um 50 km fyrir norðan Árósa. Þangað sækja að jafnaði um 16.000 manns árlega frá dönskum sveitarfélögum nám- skeið um hin ólíklegustu viðfangsefni sem varða sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Enda þótt vitaskuld skilji margt á milli íslenskra og danskra sveitarfé- laga þá er einnig margt sem er mjög áþekkt, viðfangsefnin eru áþekk að mörgu leyti en lausnir og vinnubrögð geta verið mismunandi. Það getur helgast af mismun- andi aðstæðum, svo sem að dönsk sveitar- félög eru að jafnaði stærri en hin íslensku, en einnig geta vinnubrögð og pólitískar áherslur verið mismunandi. í gegnum tíðina hefur ekki verið mikið um að starfsmenn eða stjórnendur íslenskra sveitarfélaga hafi sótt námskeið til skólans en á því hefur þó orðið nokkur breyting á allra síðustu árum. Dagana 14.-16. janúar sóttu fjórir ís- lendingar námskeið til skólans sem fjallaði um „Nyt pá okonomifronten" eða það nýjasta í fjármálastjórn sveitarfélaga. Auk undirritaðs voru það þeir Þórður Kristleifs- son, skrifstofustjóri Bessastaðahrepps, Árni Hjartarson, sérfræðingur á fjármálasviði Reykjanesbæjar, og Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um efni nám- skeiðsins og framkvæmd þess. Fjölbreytt viðfangsefni Á námskeiðinu voru um 28 starfsmenn sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar. Kennarar voru tveir starfsmenn KL, samtaka dönsku sveitarfélaganna. Hópnum var skipt niður í 5 vinnuhópa og mikið lagt upp úr því að allir væru virkir í umræðum. Kennslan fór fram í formi fyrirlestra og hópverkefna af ýmsum toga. Kennt var frá kl. 8:45 á morgnana til kl. 22:00 á kvöldin, þannig að tíminn var nýttur vel. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraneskaupstaðar. Eftirfarandi viðfangsefni voru tekin fyrir á námskeiðinu: 1. Greining á vinnu við fjárhagsætlanir sveitarfélaga Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlanir sveitar- félaga og pólitískar ákvarðanir í tengslum við hana. Lagt var fyrir þátttakendur próf um hvernig staðið var að vinnu við fjár- hagsáætlun út frá ákveðnum forsendum. Samanburður var síðan gerður á útkomunni milli einstakra sveitarfélaga. 2. Jöfnunarkerfi sveitarfélaga Stjórnskipuð nefnd lagði fram tillögur að endurskipulagningu á jöfnunarkerfi sveitar- félaga um miðjan janúar 2006. Lagðar fram fjórar megintillögur. Áhrif tillagnanna reiknaðar nákvæmlega út fyrir hvert sveitar- félag þannig að auðvelt er að sjá hvaða áhrif einstakar tillögur hafa fyrir hvert og eitt sveitarfélag. 3. Tengsl milli innihalds fjárhagsáætlunar og fjárhags sveitarfélagsins Til dæmis var farið yfir mismunandi vinnu- aðferðir við aðhaldsfjárhagsáætlun og fram- kvæmdafjárhagsáætlun. 4. Frjálst val íbúanna um hvar þeir fá þjónustuna Fyrst og fremst notað í þjónustu við aldraða í Danmörku. Verið er að undirbúa að auka möguleika íbúanna á að hafa frjálst val um hvar þeir fá þjónustu sem sveitarfélagið er ábyrgt fyrir að veita íbúunum. 5. Breyttar áherslur við útboð og samninga- ferli milli sveitarfélaga og einkafyrirtækja vegna misjafnrar reynslu af einkafram- kvæmdarsamningum í Danmörku 6. Sameining sveitarfélaga í Danmörku Fyrirhugað er að fækka sveitarfélögum í Danmörku úr um 280 1100-150 fyrir 1. janúar 2006. 7. Vinnubrögð við gerð fjárhagsáætlunar út frá pólitískum sjónarhóli Farið yfir ýmis atriði er tengdust vinnu- brögðum og ákvarðanatöku stjórnmála- manna við gerð fjárhagsáætlunar. 8. Stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) Farið lauslega yfir uppbyggingu og reynslu sveitarfélaga af Balanced Scorecard. 9. Stjórnun á því „óstjórnlega" Hér snerist umræðan fyrst og fremst um vinnuaðferðir og viðfangsefni sem snúa að félagslegri þjónustu og hvernig er hægt að hafa stjórn á útgjöldum henni tengdri. Að lokum Námskeiðið var fróðlegt og skilaði mörgum áhugaverðum þáttum inn í umræðu milli hinna íslensku þátttakenda. Enda þótt að- stæður séu vissulega mismunandi á ýmsum sviðum er það miklu oftar sem viðfangsefni eru mjög áþekk og hérlendis og því fróðlegt að fá yfirlit um hvaða lausnir eru notaðar við mismunandi verkefni sveitarfélaga í Danmörku. Aðbúnaður þátttakenda í Grená var óaðfinnanlegur og öll framkvæmd nám- skeiðsins á þann hátt að til fyrirmyndar er. Undirritaður telur mikilvægt að forráða- menn Sambands íslenskra sveitarfélaga skoði vel þá uppbyggingu á fræðslu sem samtök sveitarfélaga á Norðurlöndunum annast fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa með það í huga að efla að miklum mun þá símenntun sem starfsmönnum og kjörnum fulltrúum íslenskra sveitarfélaga er gefinn kostur á að sækja sér. Markviss fræðsla leiðir af sér hæfari starfsmenn og þar af leiðandi betur rekin sveitarfélög sem síðan eru hæfari til að veita íbúum sínum meiri og betri þjónustu. <%> ^ TÖLVUMIÐLUN H-LaUfl www.tm.is 10

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.