Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 11
Frá mínum sjónarhóli Það á að efla sveitarstjórnarstigið Ekki veit ég hvort þakka beri Ólafi Erni, bæjarstjóra í Grindavík, fyrir að rétta mér kaleikinn með áskorun um að taka þátt í skoðanaskiptum hér í blaðinu. Umræðan um fjármál er svo margendurtekin að litlu er þar við að bæta. Auðvitað tek ég áskor- uninni því það er mikilvægt að hafa vett- vang til að viðra persónulegar skoðanir á málefnum. Ég mun gera stuttlega grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun í minni sveit. Síðan velti ég upp ákveðnum mótsögnum sem mér finnst í málflutningi og baráttu fyrir bættum rekstrarskilyrðum sveitarfélag- anna. Þetta geri ég fyrst og fremst til að kalla á frekari umræðu um þennan þátt málsins sem mér finnst veikja samnings- stöðu sveitarfélaganna. Alltaf fjölgar þeim sveitarfélögum sem taka upp svokallaða rammaáætlun við gerð fjárhagsáætlana. Sveitarfélögin hafa verið misfljót að tileinka sér slík vinnu- brögð. Bæjarstjórn Hornafjarðarbæjar, eins og Höfn hét á sínum tíma, byrjaði að nota rammaáætlun fyrir rúmum áratug. Sem forstöðumaður stofnunar á vegum sveitarfélagsins lengi og síðar bæjarfulltrúi var ég strax sannfærður um ágæti þess að breyta vinnubrögðum í þessum efnum og reynslan hefur styrkt þetta álit mitt. Óhætt er að hvetja sveitarstjórnir til að nýta sér kosti rammaáætlana, hafi þær ekki nú þegar gert það. Um svipað leyti og við tókum upp rammaáætlanir gerðum við jafnframt 10 ára fjárhagsáætlun (að sjálfsögðu 3ja ára áætlun samfara) og höfum gert síðan. Þeg- ar gerð er langtímaáætlun skiptir ekki máli hvað hún spannar langt tímabil, 5 ár eða 15 og allt þar á milli. Markmiðið er að sjálfsögðu að varpa Ijósi á það svigrúm sem verður til sérstakra framkvæmda og stærri fjárfestinga og um leið verður stefnumótun vegna framkvæmda mark- vissari. Á þennan hátt er ekki verið að hafna verkefnum eins og við styttri áætl- anir heldur raða þeim í tíma- eða for- gangsröð. Ég hef tekið eftir því að það er þægilegra fyrir bæjarfulltrúa að sjá óska- listann útfylltan og raunhæft plagg. Við fjárhagsáætlunargerð sveitarfélag- anna á hverju ári vaknar eðlilega umræða Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar. um fjárhag þeirra, tekjustofna, skiptingu kökunnar milli sveitarfélaga og ríkisins og samanburð milli sveitarfélaga, meðal ann- ars á skattheimtu þeirra og gjaldtöku. Sveitarstjórnarfólk er almennt sammála um að sveitarfélögin þurfi meira fjármagn til að sinna vel skyldum sínum og uppfylla kröfur íbúanna. Sömuleiðis erum við flest sammála um að breyta þyrfti tekjuskipt- ingu ríkisins og sveitarfélaganna. En hvernig náum við að breyta þessu? Eru veikleikar í málflutningi okkar sem hafa áhrif á samningstöðuna? Ég tel ákveðnar mótsagnir vera í málflutningnum sem gera hann ótrúverðugri. Hér á ég fyrst og fremst við umræðuna um nýtingu tekju- stofna, einkum útsvarsprósentuna. Það hljómar ekki alveg nógu vel að halda því fram að sveitarfélögin séu hlunnfarin um leið og mörg sveitarfélög af öllum gerðum og stærðum og með misgóða fjárhags- stöðu nýta ekki að fullu helsta tekjustofn- Alls munu 67 sveitarfélög af 104 nýta sér hámarksheimild til innheimtu út- svars (13,03%) en fimm sveitarfélög munu nýta sér lágmarksheimild (11,24%). Fjögur af þeim fimm sveitar- félögum sem nýta sér lágmarksheimild- ina eru á Vesturlandi. Sveitarfélögin fimm eru: Ásahreppur, Helgafellssveit, inn sem þeim er markaður, útsvarið. Það er algengt að heyra fulltrúa í sömu ræð- unni gagnrýna rekstrarskilyrði sveitarfélag- anna og hreykja sér af lægri álögum en aðrir. Sjálfur hef ég gerst sekur um slíkan málflutning. Mér finnst mikilvægt einmitt núna þegar verið er að ræða og skoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, flutn- ing verkefna og eflingu sveitarstjórnarstigs- ins að um þessi mál verði hreinskiptin umræða. Sveitarfélagið Hornafjörður var reynslu- sveitarfélag á sínum tíma og er nú með þjónustusamninga við ríkið um málefni fatlaðra, heilsugæsluna, hjúkrunarþjón- ustu og málefni aldraða. Vegna jákvæðrar reynslu okkar við framkvæmd þessara verkefna, eins og fram hefur komið á síð- um þessa blaðs, fagna ég þeirri vinnu sem nú er í gangi um eflingu sveitarstjórnar- stigsins. Ég hvet sveitarstjórnarmenn til að taka þátt í umræðunni og meta hugsanleg- ar tillögur með opnum hug og jákvæðu hugarfari. Umræðan má ekki stranda á óttanum um erfiðleika sveitarfélaganna og ríkisins að ná samkomulagi um fjárhagsleg álitamál í þessu samhengi. Það verða alltaf átök um fjármagnið en ráði áður- nefnd viðhorf ferðinni komumst við ekkert áfram með nauðsynlegar úrbætur í þess- um málum. Ég rétti Ingunni Guðmundsdóttur, sveit- arstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps, kaleikinn. Hún hefur reynslu af sveitar- stjórnarstörfum, bæði í þéttbýli og dreif- býli, og það er hollt að fá meiri breidd í umræðuna. Albert Eymurtdsson, bæjarstjóri Hornafjarðar Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmanna- hreppur og Skorradalshreppur. Meðalút- svar hækkar úr 12,80% í 12,83%. Yfirlit um útsvarsprósentu sveitarfélaga undan- farin fjögur ár ásamt árinu 2004 er að finna á vef sambandsins, www.samband.is. Fimm með lágmarksútsvar SFS TÖLVUMIÐLUN www.tm.is 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.