Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 14
Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri ásamt ungmennaráði Seltjarnarneskaupstaðar, talið frá vinstri, Jón Sigurður Pétursson, Hildur Björg Gunnarsdóttir formaður og Edda Spilliaert. Seltjarnarneskaupstaður Sterk fjármálastjórn lykill að eftirsóknarverðu bæjarfélagi Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir að á Seltjarnarnesi skynji fólk strax skemmtilegan bæjar- brag, samheldni og sérstöðu bæjarins á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem tengslin við náttúruna séu einstök í þéttbýli á landinu. Bæjarfélagið á 30 ára kaupstaðarafmæli í apríl. Fjárhagsáætlun Seltjarnarneskaupstaðar fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur aukist um 12% á milli ára. Álagningarprósenta útsvars hækkar ekki og er 12,46%, sem er hin lægsta á höfuðborgarsvæði n u. Álagn i ngarprósenta fasteignagjalda er einnig óbreytt á milli ára en þjónustugjöld hækka í takt við al- menna verðlagsþróun. Ekkert holræsagjald er lagt á Seltirninga og munu þeir einu, eða nær einu, íbúar landsins sem losna við að greiða þann skatt. I fjárhagsáætlun- inni kemur fram að afgangur frá rekstri A- hluta bæjarsjóðs og stofnana verði rúm 12% af tekjum. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að heildarskuldir bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins verði um 400 milljónir króna í lok þessa árs eða um það bil 86 þúsund krónur á hvern íbúa. Þetta er mun betri staða en víða má líta í fjárhagsáætlunum og rekstraruppgjörum sveitarfé- laga um þessar mundir, enda Seltjarnarneskaupstaður lengi verið þekktur fyrir sterka fjár- málastjórn. Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri segir fjármál og rekstur lykil að eftirsókn- arverðum bæjarfélögum. Mönnum verði gjarnan fótaskortur fari þeir fram úr sér með miklum lántökum og skuldsetningu þótt þörf framfaramál kunni að búa að baki, því alltaf komi að skuldadögum. „Við höfum lengi fylgt þessari stefnu og Sigurgeir Sigurðsson, forveri minn hértil áratuga, er vissulega holdgervingur henn- ar. Ég hef kappkostað að halda því merki stöðugleika og ráðdeildar á lofti sem hann reisti hér á Nesinu." Framfarir án gönuhlaupa Jónmundur kveðst hafa notið þess að hafa starfað með Sigurgeiri sem bæjarfulltrúi í eitt kjörtímabil áður en að hann tók við bæjarstjórastarfinu af honum. „Ef til vill erum við báðir íhaldsmenn í þeim skiln- ingi að vilja framfarir en án þess að stofna til gönuhlaupa. Ég held að stöðu bæjarfé- lagsins sé best lýst á þann hátt að hér hef- ur tekist að byggja upp eitt eftirsóknar- verðasta bæjarfélag landsins á þremur ára- tugum en við eigum 30 ára kaupstaðar- afmæli nú í apríl. Við erum mjög sam- keppnisfær í þeim skilningi að okkur hefur tekist að byggja upp góða þjónustu við íbúana án þess að þurfa að fþyngja þeim um of f álögum og án þess að leggja um of á herðar komandi kynslóða. Þetta höf- um við gert með því að ástunda aðgæslu f rekstrinum en að meginhluta nýtt þann rekstrarafgang sem hefur skapast hverju sinni til framkvæmda og bættrar þjónustu. Ég segi stundum að Seltjarnarneskaupstað- ur veiti íbúunum góða þjónustu á hag- kvæmum skattkjörum." Áhugaverð stefna í álagningarmálum Jónmundur segir fasteignaverð- ið endurspegla áhuga fólks á Seltjarnarneskaupstað betur en flest annað. Á vefsíðu Fast- eignamats ríkisins megi sjá að fasteignaverð á Seltjarnarnesi sé það hæsta á landinu sem séu auðvitað góðar fréttir fyrir Seltirninga. FJann segir nálægðina við náttúruna, þjónustu bæjarfélagsins við íbúana og „Ég segi stundum að Seltjarnarneskaupstaður veiti íbúunum góða þjónustu á hagkvæmum skattkjör- um," segir Jónmundur Guðmarsson. 14 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.