Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 22
Láttu heyra íþéri > Veislur > Kynningar > Fyrirlestrar > Tónleikar rná 552 8083 H LjÓÐKERFALEIGA Nýlegar húsbyggingar ÍVogunum. íbúum íVatnsleysustrandarhreppi hefur fjölgað hlutfallslega mun meira en íbúum annarra sveitarfélaga á landinu á undanförnum fimm árum. lögin eiga og eru að veita og íbúarnir eiga rétt á. Menn verða að viðurkenna þá stað- reynd að tekjustofnar sveitarfélaganna duga ekki lengur fyrir þeim útgjöldum sem sveitarfélögunum er ætlað að inna af hendi. Ábyrgir sveitarstjórnarmenn reyna að semja fjárhagsáætlanir þannig að endar nái saman með því að hækka gjöld á íbúana. Það er verið að hækka fasteigna- gjöld, fullnýta útsvarsprósentuna og reyna að ná í tekjur með þjónustugjöldum. Fast- eignamatið hefur verið að hækka. í Vog- unum hefur það hækkað um allt að 15% milli ára og leiðir því til nokkuð mikillar hækkunar á fasteignaskatti. En að sjálfsögðu er ekki hægt að sækja tekjur endalaust með þessum hætti í vasa íbúanna og mörg sveitarfélög eru farin götuna á enda að þessu leyti og farin að fjármagna rekstur að einhverju leyti með eigna- sölu. Slíkt ráðslag gengur að sjálfsögðu ekki upp til lengdar. Lóðir á niðursettu verði Vatnsleysustrandarhreppur skuldar nokkuð vegna þeirra framkvæmda sem lagt var í vegna íbúaátaksins, bæði vegna mann- virkjagerðar á borð við skólabyggingar og gatnagerð og einnig vegna þess að gatna- gerðargjöld voru tímabundið undir kostn- aði til þess að laða íbúa að. Jón segir að þær lóðir sem boðnar verði á næstunni muni kosta allt að helmingi meira en greitt var fyrir þær á meðan á íbúaátakinu stóð eða um 1.100 þúsund krónur fyrir einbýlishúsalóð í stað 500 til 600 þús- unda. Hann segir þessa tölu reiknaða út frá kostnaði við að brjóta nýja götu en ekki sé verið hafa tekjur til rekstrar af gatnagerðargjöldum. Hluti markaðsátaks- ins hafi falist í því að sveitarfélagið tók ákveðinn kostnað á sig vegna fram- kvæmda við nýjar götur og lóðir. Sameining í vestur eða austur Sameiningarmál sveitarfélaganna eru nú mikið til umræðu. Þegar litið er yfir Reykjanesið, byggðirnar vestan höfuð- borgarsvæðisins, liggur ef til vill beint við að álykta að Reykjanes verði gert að einu sveitarfélagi í framtíðinni enda eiga sveit- arfélögin þar með sér margvíslegt samstarf á vettvangi SSS. Teikn eru einnig um að Hafnarfjarðarkaupstaður muni teygja sig til vesturs á komandi árum. Jafnvel vestur fyrir Straumsvík og út Vatnsleysuströndina. Gæti slík þróun komið til með að hafa áhrif á framtíð Vatnsleysustrandarhrepps og þá einnig ef tekið er mið af því hversu margir íbúa Voganna eiga rætur í byggð- unum í vestri? Jón kveðst telja að þessar rætur geti komið til með að skipta máli þegar farið verður að ræða um samein- ingu við önnur sveitarfélög. „Ef kosið yrði á milli tveggja kosta; annars vegar að sameinast Reykjanesbæ eða jafnvel öllu Reykjanesi í einu sveitarfélagi en hins veg- ar að sameinast Hafnarfjarðarkaupstað þá skal ég ekki segja til um hver útkoman yrði. Ég álít að skoðanir yrðu nokkuð skiptar og þá ekki síst í Ijósi uppruna íbú- anna og tengsla þeirra við viðkomandi byggðir. Sannleikurinn er sá að íbúarnir eiga almennt mun meiri samskipti við höf- uðborgarsvæðið en byggðirnar á Reykja- nesi. Vatnsleysustrandarhreppur á aftur á móti í mun meira samstarfi við sveitarfé- lögin á Reykjanesi. Að sameina Vatns- leysustrandarhrepp Hafnarfjarðarkaupstað þýðir að færa yrði mörk sveitarfélags yfir kjördæmamörk auk þess sem endurskoða þyrfti margvíslegt samstarf við sveitarfé- lögin á Suðurnesjum, sem hefur verið með ágætum. Ég hygg að það muni vega þungt í sameiningarmálinu án þess að ég vilji á þessu stigi útiloka neina mögu- leika." Lending í tekjuskiptingarmálinu Jón segir að vinna verði sameingarmálinu brautargengi í eins mikilli sátt við íbúa á hverjum stað og unnt er. „Ég fann að strax og menn þóttust finna fyrir þrýstingi um að sameina eigi sveitarfélögin þá fóru margir í nokkurn baklás. Sameiningarferl- inu eru einnig ætluð fremur ströng tíma- mörk þannig að menn verða að vinna bæði hratt og vel eigi að takast að fækka sveitarfélögunum verulega innan þess tíma sem áætlanir gera ráð fyrir. Að mínu mati er þó algert grundvallar- atriði í þessu máli að menn nái viðunandi lendingu í verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það veltur mikið á forsvarsmönnum sveitarfélaganna annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar og einnig á nefndunum tveimur sem um þetta fjalla. Ef ekki tekst að lenda þessum málum þannig að rekstur sveitarfélaganna verði tryggður til frambúðar eru sameiningarmálin að mínu viti í uppnámi," segir Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps. „Ég get fullyrt að allt frá því að ég hóf afskipti af sveitarstjórnarmálum árið 1986 hefur ekki verið erfiðara en nú að koma saman fjárhagsáætlun þannig að endar nái saman, hvað þá að tekjuaf- gangur geti talist viðunandi eða eðlilegur." 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.