Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2004, Blaðsíða 12
Sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki Hvað eiga þau sameiginlegt - hvað skilur þau að? Aðferðir í rekstri einkafyrirtækja hafa í vaxandi mæli verið teknar upp af sveitarfélögunum. Ýmislegt fellur vel saman í rekstri sveitarfélaga og einkafyrirtækja en fleira skilur þau að. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. skrifar. Sveitarfélög hafa á seinni tímum nýtt sér í vaxandi mæli ýmsar aðferðir f rekstri sín- um sem fyrirtæki í einkageiranum hafa notað um árabil. Nefna má sem dæmi þar um einkaframkvæmdarsamninga um fjár- festingar og rekstur, kaupleigusamninga og að ýmsar stjórnunaraðferðir, sem hafa ver- ið þróaðar fyrir einkarekin fyrirtæki, eru nýttar af sveitarfélögunum. Að afla tekna eða finna rök fyrir nýjum útgjöldum Reikningsskil sveitarfélaga hafa verið færð í áþekkt form og reikningsskil einkafyrir- tækja. Fjárhagsáætlanir eru notaðar í vax- andi mæli sem stjórntæki í rekstri sveitar- félaga í stað þess að vera sett upp sem áætlun um tekjur og gjöld komandi árs. En enda þótt hér hafi verið nefnd ýmis at- riði sem falla vel saman í rekstri sveitarfé- laga og einkafyrirtækja, þá er meira sem skilur þau að. Til að geta nýtt sér reynslu einkafyrirtækja í rekstri sveitarfélaga verð- ur það sem aðskilur þessi tvö rekstrarform að vera vel skilgreint. Sagt hefur verið að það sé eitt grund- vallaratriði sem einkum skilji að rekstur og starfsemi einkafyrirtækis annars vegar og sveitarfélaga hins vegar. í einkafyrirtæki beinist hugarorkan og sköpunargáfan fyrst og fremst að því hvernig er hægt að afla nýrra tekna og auka umsvif fyrirtækisins en í rekstri sveitarfélaga beinist hugarorkan ekki síst að því að finna rök fyrir nýjum útgjalda- liðum. Fjármagn eða land- fræðileg mörk Forsenda fyrir tilveru einkafyr- irtækis er fyrst og fremst sú að einhver (einhverjir) hefur lagt fjármagn í að byggja fyrirtækið upp í þeirri von að reksturinn skili hagnaði og það fjármagn sem lagt hefur verið í fyrirtækið skili eigendum þess viðsættanlegum arði á einn eða ann- Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýs- ingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. an hátt. Starfssvið einkafyrirtækja er ekki bundið við tiltekinn stað heldur getur starfsemi þess teygt sig yfir landfræðileg mörk og landamæri. Tilvera sveitarfélags byggist á því að einhvern tíma hefur verið tekin pólitísk ákvörðun um að á tilteknu landssvæði skuli starfrækt sérstakt sveitarfélag. Þeirri ákvörðun hefur ekki verið breytt. Starfsemi sveitarfélags beinist fyrst og fremst að þeim einstaklingum sem eiga heima innan marka sveitarfélagsins. Pólitískar og rekstrarlegar áherslur Stefna sveitarfélagsins er að standa fyrir ákveðinni starfsemi sem að stærstum hluta til er lögbundin, þ.e.a.s. sveitarfélagið hef- ur afar lítið val um hvaða þjónustu það veitir. Rekstri sveitarfélaga er þess vegna víða mjög þröngur stakkur skorinn þar sem þau hafa ekki möguleika á að draga úr ákveðnum þjónustuþáttum enda þótt fjárhagsleg afkoma sveitarfélagsins sé erf- ið. Ákvarðanir um áherslur í starfsemi sveitarfélaganna eru oftar teknar út frá pólitískum sjónarhóli en síður út frá rekstrarlegum. Einkafyrirtæki getur aftur á móti einbeitt sér að þeirri starfsemi sem gefur mest í aðra hönd og hefur engar skyldur á öðrum sviðum. Starfsmenn sveit- arfélaga hafa oft meiri áhrif á rekstur þeirra og ákvarðanatöku en í einkarekstri. Það getur haft ákveðin vandamál í för með sér þar sem erfitt er að koma til móts við öll sjónarmið sem fram koma. Eigendur og skattgreiðendur Einkafyrirtæki er fjármagnað af eigendum sínum, lánardrottnum og viðskiptavinum á meðan sveitarfélag er fjármagnað að stærstum hluta til af skattgreiðendum. Því hafa stjórnendur sveitarfélaga afar litla möguleika á að hafa áhrif á tekjur sveitar- félagsins. Þeir sem leggja fjár- magn í einkafyrirtæki gera það af fúsum og frjálsum vilja með ágóðasjónarmið í huga á með- an afstaða þeirra sem fjár- magna rekstur sveitarfélaga byggir á réttindum og skyldum viðkomandi. Tekjum sveitarfé- lagsins er skipt á milli ein- stakra málaflokka þess með fjárhagsáæti- un og hefur sú útdeiling oft í för með sér ýmis vandamál þar sem sjaldnast er til nægt fjármagn til að hægt sé að uppfylla allar framkomnar óskir um ný og aukin verkefni. í einkareknum fyrirtækjum eru Einkafyrirtæki er fjármagnað af eigendum sínum, lánardrottnum og viðskiptavinum á meðan sveitar- félag er fjármagnað að stærstum hluta til af skatt- greiðendum. TOLVUMIÐLUN H-Laun www.tm.is 12

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.