Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 11
/5IENSKA AUGtÝSINGASTOfAN ÍHf./SIA.IS -FLU 25618 08/2604 Austurland Smári hlaut hvatningarverðlaunin Var sívakandi og náði að hrífa Austfirðinga með framkomu, rökfestu, framsýni og eldmóði. Smári Geirsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hlaut hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands 2004. Smári hlaut verðlaunin fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf í þágu sveitarfélaga og samfé- Iags á Austurlandi undanfarin ár þegar hann m.a. kom fram sem fulltrúi þeirra í formannstíð sinni hjá SSA. í fréttatilkynningu Þróunarfélagsins í til- efni af útnefningunni segir að mjög hafi mætt á Smára f tengslum við baráttuna fyrir uppbyggingu stóriðju á Reyðarfirði, sem er ásamt virkjun við Kárahnjúka ein- hver stærsta fjárfesting í einstöku verkefni í íslandssögunni og ekki þurfi að fjölyrða um að haft hafi og muni hafa mikil áhrif á atvinnu- og mannlíf á Austurlandi. Á þess- um tíma hafi Smári komið fram sem leið- togi heimamanna og þurft í því sambandi að gegna afar vandasömu hlutverki, er m.a. fólst í að efla samstöðu Austfirðinga og vinna með stjórnvöldum auk þess að vera í forsvari gagnvart þeim erlendu aðil- Smári Geirsson. um sem hlut eiga að máli. í viðtali við tímaritið Sveitarstjórnarmál á síðasta hausti sagði Smári meðal annars að auk mikillar samstöðu eystra hafi sameining sveitarfélaganna, sem nú mynda Fjarða- byggð, verið grundvallarforsenda þess að hægt var að fá erlend fyrirtæki til þess að leggja út í svo umfangsmikla fjárfestingu og starfsemi sem bygging álversins við Reyðarfjörð sé. I frétt frá Þróunarfélaginu í tilefni út- nefningarinnar segir m.a. að Smári hafi stuðlað dyggilega að því að byggja upp jákvæða ímynd Austurlands með því að vera sívakandi yfir því að nýta aðstöðu sína og tækifæri til þess að vekja athygli á þeim miklu framförum, sem átt hafa sér stað í austfirsku atvinnulífi, þjónustu sveit- arfélaga og á ýmsum öðrum sviðum í fjórðungnum. Hann hafi með framkomu sinni, skýrri framsetningu, traustum rök- um, framsýni og eldmóði náð að hrífa Austfirðinga með sér hvort sem á móti hafi blásið eða byr verið í seglum. Aðeins fimm skref á Netinu og þú ferð á loft flugfelag.is Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð. Njóttu dagins, taktu flugið og smelltu þér á flugfelag.is FLUGFÉLAG ÍSLANDS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.