Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 23
Grunnstöðvanetið endurmælt Öruggar mælingar hnitakerfis landsins eru mikilvægar fyrir landsupplýsingakerfi sveitarfélaganna. Átján sveitarfélög víðs vegar um landið, auk 17 stofnana, tóku þátt í endurmæling- um á hnitakerfi landsins í byrjun ágúst en það voru Landmælingar íslands sem stóðu að verkinu. Allt grunnstöðvanetið var mælt upp en síðast fór mæling af þessu tagi fram árið 1993. Ástæða þess að svo ört þarf að mæla hnitakerfið, eða á u.þ.b. 10 ára fresti, er fyrst og fremst stöðug hreyfing jarð- skorpunnar á Suður- og Norðausturlandi. Þessar hreyfingar má að miklu leyti rekja til hreyfinga jarðskorpuflekanna sem kenndir eru við Evrópu og Ameríku og mætast á Atlantshafi um miðja legu ís- lands. Áætlað er að flekarnir reki sitt til hvorrar áttar um allt að tvo sentímetra á ári eða um 20 sentímetra að jafnaði á ára- tug. Auk flekahreyfinganna er mikið um aðrar hreyfingar í jarðskorpu íslands. Við það raskast mælingar stöðugt og af þeim sökum vinna Landmælingar íslands náið með ýmsum stofnunum og sveitarfélögum við að viðhalda grunnstöðvanetinu með sem nákvæmustum hætti. Mikilvægur þáttur landsupplýsinga Grunnstöðvakerfið er mikilvægur þáttur í kerfi landsupplýsinga, sem sveitarfélög nota og geyma margvíslegar upplýsingar, einkum um mannvirki en einnig íbúasam- setningu og ýmsa aðra samfélagslega þætti. Landsupplýsingatækni kom fyrst fram á sjónarsviðið í byrjun áttunda ára- tugar liðinnar aldar og fyrsta kerfi þessarar tegundar hér á landi var tekið upp hjá Reykjavíkurborg 1988. Nefnist það LUKR og er samræmt og samtengt upplýsinga- kerfi fyrir alla borgina og hefur að geyma ógrynni upplýsinga um hverfi, götur og samsetningu íbúa svo nokkuð sé talið. Fyrir um áratug voru stofnuð samtök um SVEITARSTJÓRNAR MÁL flskriftarsfmi: 461 3666 fluglýsingasfmi: 861 8262 landsupplýsingar fyrir alla, Lísu-samtökin, en aðilar að þeim eru sveitarfélög, stofn- anir og fyrirtæki á sviði þessarar upplýs- ingatækni. Landsupplýsingakerfin eru á rafeindaformi og geta í senn verið að- gengileg almenningi og starfsmönnum sveitarfélaga sem hafa ítarlegri aðgang að þeim, m.a. í gegnum kennitölur íbúa. Svo- nefnd Borgarvefsjá var tekin í notkun fyrir Reykjavíkurborg í árslok 1999 og stöðugt er unnið að uppfærslu á henni eftir því sem nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Borgarvefsjáin hefur að geyma mjög ítar- legar upplýsingar um Reykjavíkurborg auk þess sem ýmis fleiri sveitarfélög hafa kom- ið sér upp landsupplýsingakerfi fyrir starfs- fólk og einnig almenning með aðgengi í gegnum Internetið. hp fjölskyldan + + + að vera hluti af öflugri heild+ ++ Hornafjörður notar HP Metnaðarfullt sveitarfélag sem vill veita íbúum sinum mjög góða þjónustu veróur að geta treyst ó stöðugleika og afköst tölvubúnaðarins - þess vegna varb HP fyrir valinu. Viðurkenndur HP umboðs- og þjónustuaðili HP Compaq - þegar gæði, hugvit og gott verð fara saman Þegar kemur oð því velja tölvu skipta gæðin höfuðmóli. HP er eini framleiðandinn í heiminum sem býður upp ó heildarlínu í tölvubúnaði og eru HP Compaq margverðlaunaðar enda mest seldu tölvur í heimi. Gott verð, lipur og traust þjónusta Opinna kerfa gera þvi HP Compaq fartölvur að fróbærum kosti. Kynntu þér mólið og tryggðu starfsemi þinni öryggi og afköst með mest seldu tölvum í heimi. Vikurbraut 4 // 780 Höfn í Hornafirði // Sími 478 1111 I Innllutnings- og dreifingaroðili Opin kerfi ehf - Höfðabakki 9-110 Reykjavik - simi 570 1000 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.