Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 26
Fréttir Verkfall grunnskólakennara Um 45 þúsund nemendur án kennslu Verkfall grunnskólakennara hófst 20. september sl. eftir að upp úr slitnaði í viðræðum milli samninga- nefnda Launanefndar sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara. Verkfallið nær til um 45 þúsund grunn- ber enn mikið á milli deiluaðila og því ítarlega verður fjallað um framvindu skólabarna, á aldrinum 6-16 ára. margt sem bendir til þess að verkfallið þessa máls og (vonandi) lyktir þess í næsta Þegar þetta er skrifað (22. september) gæti reynst langvinnt.. tölublaði Sveitarstjórnarmála. Þróun byggðar og samfélags Yfirgripsmikla og fjölfræðilega frásögn er að finna í bók Trausta Valssonar um íslenska samfélagsþróun. „Skipulag byggðar á íslandi - frá landnámi til liðandi stundar" nefndist bók um mót- um umhverfis og sögu skipulags hér á landi eftirTrausta Valsson, arkitekt og skipulagsfræðing. Háskólaútgáfan gaf bók- ina fyrst út árið 2002 en síðan kom hún út á ensku ári síðar með formála eftir Sir Pet- er Hall. Bókin er að meginefni yfirlitsrit um einkenni umhverfis á íslandi þar sem leitað er allt til upphafsins til að ná fram skilningi á því hvaða lögmál voru að verki við mótun byggðamynstursins allt frá upp- hafi þess að talið er að menn hafi fest bú- setu hér á landi. Náttúruöflin stærstu áhrifavaldarnir Trausti segir að náttúruöflin séu stærstu áhrifavaldarnir um mótun byggðar á ís- landi og nefnist fyrsti hluti verksins „Nátt- úran - hið mótandi afl." Ritið skiptist í fimm hluta sem höfundur kýs að nefna „bækur"til að undirstrika sjálfstæði hverr- ar þeirra fyrir sig. Bók tvö nefnist „Fyrstu skref íbyggðarmótun" og er eins og þeirri Trausti Vatsson. fyrstu ætlað að útskýra þau lögmál sem voru almennt að verki í byggðamótuninni. í þriðju bókinni og þeirri lengstu, „Skipu- lagsþróun bæja og svæða" lýsir Trausti því hvernig þéttbýliskjarnar landsins mótuð- ust og þróuðust í áranna rás með tilliti til náttúrufars og mannlífs. Hann segir að þegar nær dregur nútímanum fari að verða til vísar að ýmsum landskerfum og um þau fjallar hann í fjórðu bók, sem hann nefnir, „Þróun kerfa á landsvísu". í fimmtu og síðustu bókinni fjallar Trausti um þá þróun er orðið hefur á seinni tíma. Hann lýsir einnig nýjum hugmyndahrær- ingum við aldamótin 2000 og hvernig þær eru að leiða til allmikilla breytinga á því hvernig stærstu bæirnir og byggða- svæðin f landinu eru að þróast. Óvenjulegt afrek Sir Peter Hall fer lofsamlegum orðum um bókina í formála ensku útgáfunnar. Hann segirTrausta m.a. hafa unnið óvenjulegt afrek á sviði fræða. Hann hafi skrifað yfir- gripsmikla og fjölfræðilega frásögn af skipulagi eins af ríkjum Evrópu allt frá upphafi til dagsins í dag. Lóttu heyra vel í þér! > Veislur > Kynningar k\ > Fyrírlestrar > Tónleikar iLJI HLJÓÐKERFALEIGA // 552 8083 26 TÖLVUMIÐLUN H-LaUI1 www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.