Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 29
Sameining fámennra sveitarfélaga Staðardagskrá 21 er í raun velferðaráætlun, þar sem tekið er á samspili samfélagsins, efnahagsins og umhverfisins. Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfis- og landfræðingur hjá Staðardagskrá 21, skrifar. Ragnhildur Helga Jónsdóttir. Við undirbúning fyrir sameiningu sveit- arfélaga, þarf góða lýsingu á stöðu mála í sveitarfélögunum, til að sameiningar- nefndirnar geti áttað sig á hvaða munur er á milli sveitarfélaganna, sem og í hvaða atriðum staðan er svipuð. Þegar unnið er að Staðardagskrá er það einmitt mikilvægur liður að skoðuð sé núverandi staða f þeim málaflokkum sem teknir eru fyrir, til að hægt sé út frá henni að móta hver framtíðarsýnin er. Framtíðarsýn og verkefnalisti Fyrir fámenn sveitarfélög, sem líkast til munu sameinast öðrum sveitarfélögum, getur það verið mjög mikilvægt að íbú- arnir setji niður hver þeirra sýn er um þróun á sínu svæði. Það er gott að setja þessa sýn á blað og jafnframt þau verk- efni sem þarf að vinna að til að ná þessari framtíðarsýn. Nauð- synlegt er að þetta sé unnið áður en farið er af stað í sameining- arviðræður, til að Ijóst sé hver framtíðarsýn fólksins er. Þessa stefnumótun er síðan hægt að nota í sameiningarviðræðum, því þá er Ijóst hver vilji íbúanna í þessu tiltekna sveitarfélagi er og hvar áherslurnar liggja. Sumir sveitarstjórnarmenn sjá Staðardag- skrána sem tæki til að tryggja hagsmuni núverandi sveitarfélags inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi, til hagsbóta fyrir íbúana og svæðið í heild sinni. Mikilvægt er að framtíðarsýnin og verkefnalistinn séu raunsæ og að núverandi sveitarstjórn skáki ekki f þvf skjóli að það séu einhverjir aðrir sem verði að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Stefnumótun af því tagi sem Staðardagskrá 21 er ætti að stuðla að því að lífsgæði fólksins í samfélaginu verði sem mest, hvort sem sveitarfélagið verður áfram sjálfstætt eða sameinast öðru(m). Þegar unnið er að mótun Staðardagskrár, skal hún unnin í samvinnu við íbúa svæðisins, sem og aðra hagsmunaaðila, t.d. fyrirtæki á svæðinu, eða sum- arbústaðafólk. Velferðaráætlun Staðardagskrá 21 er í raun velferðaráætlun, þar sem tekið er á samspili samfélagsins, efnahagsins og umhverfisins. Þetta allt þarf að spila saman til að tryggja að íbúunum líði sem best á svæð- inu, bæði núna og í framtíðinni. Með áætlun af þessu tagi er ver- ið að tryggja að komandi kynslóðir geti einnig lifað á svæðinu við mannsæmandi kjör og án þess að gengið sé á auðlindir umhverfisins. Þegar unnið er að mótun Staðardagskrár, skal hún unnin í samvinnu við íbúa svæðisins, sem og aðra hagsmunaaðila, t.d. fyrirtæki á svæðinu, eða sumarbústaðafólk. Þetta er nauðsynlegt til að sjónarmið allra hópa komi upp. í fámennum sveitarfélögum getur hver og einn íbúi haft mikið að segja við mótun Stað- ardagskrár, meiri en ef sveitarfélagið rennur inn í stærra sameinað sveitarfélag. Því ættu allir íbúar fámennra sveitarfélaga að koma að vinnunni og þar með að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. I Jafnréttisstofa Jafnréttisstarf hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum Jafnréttisstofa minnir á að skv. lögum nr. 96/2000 er fyrirtcekjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn skylt að setja sér jafnréttisáœtlun. Jafnréttisstofa stendur fyrir námskeiðum um jafnréttisstarf hjá sveitarfélögum og fyrirtœkjum Akureyri -16. september Egilsstaöir - 20. september Þingeyri - 8. október Reykjavík -16. nóvember Þá verður haldið námskeið fyrir opinberar stofnanirhjá Endurmenntun HÍ11.-12. október. nánari upplýsingar og skráning á námskeið í síma 460-6200 eða með tölvupósti á jafnretti@jafnretti.is TOLVUMIÐLUN SFS 29

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.