Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 20
Viðtal mánaðarins Lykill að byggðaþróuninni „Það gengur ekki upp í nútímasamfélagi þar sem það er opinber stefna að styðja við byggð í landinu að grunngerð sé þannig háttað að þú keyrir til vinnu í rykmekki malarveganna og síðan þegar þú kemur heim þá er farsíminn dauður og netsambandið reynir verulega á taugarnar." Kolfinna Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð, segir að nútímasamfélagið geri kröfur til nýrra og fleiri búsetuskil- yrða en áður. Ný viðfangsefni kalli á nýja hugsun í hlutverk sveitarfélaga og endurskoðun á hlutdeild í tekjum hins opinbera. Samhliða því þurfi að horfa til mismunandi stöðu svæða til að byggja upp búsetukosti og komi það verulega inn á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Kolfinna segir sveitarfélögin lykilinn að byggðaþróuninni í landinu. Hún er í viðtali mánaðarins að þessu sinni. Komin aftur „heim" Kolfinna er ættuð úr Álftaneshreppi á Mýrum en er í dag búsett í Þverárhlíð- inni. Hún segir að við sameiningu sveit- arfélaganna, sem mynda Borgarbyggð, hafi hún raunverulega komið aftur heim. Álftaneshreppur og Þverárhlíðin séu orðin að einu sveitarfélagi og hún sé uppalin í öðrum enda þess en búsett í hinum. Kolfinna býr í Norðtungu í Þverárhlíð ásamt manni sínum, Magnúsi Skúlasyni. Til skamms tíma hefur hún sinnt störfum framkvæmdastjóra við tölvu- og hugbúnaðarfyrirtæki í Borgarnesi en á nú hlut, ásamt þremur öðr- um einstaklingum, í ráðgjafafyrirtækinu Calculus ehf. og einbeitir sér þar að rekstrartengdum verkefnum stofnana og fyrirtækja. Há- skólanám sitt sótti hún á Bifröst í Norðurárdal og telur hún það hafa nýst sér vel við framangreind störf. Með áhugann í blóðinu Kolfinna segir félagsmálin renna í blóði sínu. Áhuginn sé „gena- tískur" og hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum á æskuheimili sínu því faðir hennar hafi starfað að sveitarstjórnarmálum um langan tíma. Þessi áhugi bar hana að endingu inn á sveitarstjórnarsviðið þar sem hún tók annað sæti á lista framsóknarmanna fyrir sveitarstjórnakosningarnar 1998.Vegna breytinga á listan- um síðla árs 1999 lenti hún í þeirri stöðu að taka að sér hlutverk oddvita listans og gegndi því starfi út kjörtímabil- ið. Fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar tók Kolfinna baráttusæti listans, sem var fjórða sætið, og lagði því út í nokkra tvísýnu um hvort hún héldi áfram í sveitarstjórn. Þessi tvísýna átti eftir koma fram með nokkuð öðrum hætti en menn gerðu ráð fyrir vegna þess að hún féll úr sveitarstjórn á hlut- kesti. Þar með var kosningamálum í Borgarbyggð þó ekki lokið vegna þess að eftir kærur og málarekstur var kosið að nýju til sveitarstjórnar og náði Kolfinna þá kjöri án þess að til hlutkest- is kæmi. „Ég gerði mér fulla grein fyrir að ég var að taka áhættu með því að fara í fjórða sætið," segir hún, „en að tapa á hlutkesti hafði ekki hvarflað að mér." Sveitarstjórnarstigið gegnir miklu hlutverki Byggðamálin eru Kolfinnu hugleikin. Hún segir þróun byggðar hafa í marga áratugi einkennst af búferlaflutningum úr dreifbýli í þéttbýlið og þá aðallega til höfuðborgarsvæðisins þótt hið opinbera hafi löngum reynt að sporna við þeirri þróun. í Ijósi þess verði ekki komist hjá að skoða stöðu sveitarstjórnarstigsins og þátt þess í því sem telja megi æskilega þróun byggðar. Samhliða nálægð stjórn- sýslunnar við íbúana og auknum verkefnum þá hefur hlutverk sveitarfélaganna aukist sem og kröfur um að þau skapi búsetu- skilyrði nútímasamfélagsins. Því megi sannanlega rökstyðja það sjónarmið að sveitarstjórnarstigið hafi miklu hlutverki að gegna hvað varðar að hafa áhrif á byggðaþróun í landinu. Breyttar áherslur í byggðaþróun Kolfinna segir að hugsunarhátturinn sé að breytast og að fólk átti sig betur á þeim forréttindum sem búseta á landsbyggðinni getur falið í sér. Sem betur fer hafi hægt á straumnum inn á höfuðborg- arsvæðið og fólk farið að flytja til baka út á landsbyggðina. „Eitt af því sem einkennir byggðaþróun í dag er svokölluð tvöföld bú- seta, aukinn fjöldi fólks sem dvelur æ stærri hluta ársins í frí- stundahúsum og á jörðum sín- um en á lögheimili í öðru sveitarfélagi." Þessi hópur, seg- ir Kolfinna að fylli að hluta til í það skarð sem hefur myndast í endurnýjun á þeirri kynslóð bænda sem áður fyrr nánast alfarið einkenndi búsetu á jörðum landsins og bætir við að mannlífsflóran sé orðin mun fjöl- breyttari með þessum hætti. „Fólk stundar önnur og fjöibreyttari störf en áður og við erum í raun að horfa á hvernig búseta er að þróast í takt við nútímatækni, hvar þú býrð skiptir orðið minna Kolfinna lóhannesdóttir. „Eitt af því sem einkennir byggðaþróun í dag er svokölluð tvöföld búseta, aukinn fjöldi fólks sem dvelur æ stærri hluta ársins í frístundahúsum og á jörðum sínum en á lögheimili í öðru sveitarfélagi." <%> 20

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.