Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 14
Úr Nýheimum, mennta- og menningarsetri Hornfirðinga. mikil vegna fjarlægðar frá öðrum stórum þjónustukjörnum. Skaftfellingar verða þess vegna að vera sjálfum sér nógir um flest. Frekari sameiningarmöguleikar byggjast á sameiningu við Skaftárhrepp í vestri eða Djúpavogshrepp í austri. Þess má geta að í sveitarfélaginu eru um 220 km af þjóðvegi eitt, eða um 1/7 hluti hans. Með samein- ingu til vesturs bættust um 100 km við og annað eins til austurs. Þegar málið er skoðað út frá vegalengdum virðist frekari sameining vera nokkuð fjarlæg en ég vil þó alls ekki útiloka neina möguleika í þeim efnum." Ferðaþjónustan í sókn Sjávarútvegurinn á Höfn stendur á göml- um grunni sem Albert segir hafa verið og muni verða undirstöðuatvinnuvegur í sveitarfélaginu. „Við höfum átt því láni að fagna að hér hafa verið sterk sjávarútvegs- fyrirtæki. í dag er Skinney-Þinganes öflug- ast með fjölbreytta vinnslu og veiðar og hefur verið að eflast. Sömuleiðis eru önn- ur smærri fyrirtæki f rekstri, blómleg smá- bátaútgerð og góður rekstur nokkurra ver- tíðarbáta er enn til staðar. Það er því ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn hvað sjávarútveginn varðar, þótt við eins og aðrir getum alltaf átt von á breyting- um og sveiflum í greininni. Landbúnaðurinn hefur átt í sömu varnarbaráttu og annars staðar og þar eru mestir erfiðleikar hjá sauðfjárbændum og í slátrun. Aftur á móti virðast ýmsar aðrar greinar landbúnaðar- ins ganga vel en þar eru menn að tækni- væðast og störfum að fækka þó fram- leiðslan aukist. Ýmsar þjónustugreinar og iðnfyrirtæki dafna vel og mikil uppbygg- ing hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni og þeim fjölgar sífellt sem hafa atvinnu af henni allt árið. Það er Ijóst að Austur- SkaftafelIssýsla á mikla möguleika á að auka afrakstur í ferðaþjónustunni og þess sjást víða merki á síðustu árum. Nærvera Vatnajökuls með margar helstu nátt- úruperlur landsins, svo sem Skaftafell, Jök- ulsárlón, Lónsöræfi sem og jökulinn sjálf- an, munu alla tíð gera héraðið eftirsóknar- vert fyrir ferðamenn." Albert segir að því miður hafi umræðan um ferðaþjónustuna stundum verið á neikvæðum nótum. Rætt sé um lélega afkomu og lág laun: „Ég full- yrði að ástæða þess að þetta landshorn hefur ekki lent f sömu niðursveiflu og önnur landsbyggðarsvæði sé hversu ferða- þjónustan hefur vaxið á sama tíma og störfum hefur fækkað í hefðbundnum at- vinnugreinum." Eigum að geta haldið okkar hlut Hverjir eru framtíðarmöguleikar Horna- fjarðar og hver er framtíðarsýn Hornfirð- „Það er Ijóst að Austur-Skaftafellssýsla á mikla möguleika á að auka afrakstur í ferðaþjónustunni og þess sjást víða merki á síðustu árum." inga? Albert kveðst hafa mikla trú á Hornafirði og Austur-Skaftafellsýslu sem heild. Hafi þetta svæði ekki burði til þess að lifa af, hvað megi þá segja um ýmis önnur landssvæði? Hann segir að fylgst sé af miklum áhuga með hugmyndinni um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og þau áform njóti mikils velvilja af hálfu Horn- firðinga: „Við viljum sjá þessum áformum hrundið í framkvæmd sem fyrst." Albert segir Hornafjörð vissulega áfanga- stað á milli Austurlands og höfuðborgar- svæðisins en með betra vegakerfi og styttri aksturstíma fari þeir sem leið eiga um fremur hjá garði. Það gildi þó einkum um þá sem annast reglubundna flutninga á milli landshluta eða þurfi að fara um vegna starfa en síður um venjulega ferða- menn. Albert segir einnig að á sama hátt hafi þær miklu framkvæmdir, sem standa yfir á Mið-Austurlandi, ekki mikil áhrif á atvinnu- og mannlíf á Höfn. Til þess séu vegalengdir of miklar. Þau áhrif, sem á annað borð verða, séu engu að síður já- kvæð og aukinn styrkur miðsvæðisins á Austurlandi komi byggðunum í kring á vissan hátt til góða. Hornfirðingar munu skoða vandlega þann möguleika að sækja vinnu í nýrri verksmiðju á Reyðarfirði eða þjónusta starfsemina þar á annan hátt. Hann segist hins vegar ekki sjá fyrir sér neina uppsveiflu í anda þess sem sé að gerast í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði en mikilvægt sé að renna sterkari og fjöl- breyttari stoðum undir at- vinnulífið í héraðinu. í þeim efnum sé þó auðveldara um að tala en í að komast. Albert kveðst þess fullviss að í Austur-Skaftafells- sýslu muni áfram verða öflugt atvinnulíf og blómlegt mannlíf. ^ tölvumiðlun H-Laun www.tm.is 14

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.