Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 19
fSLENSKA AUGIÝSINGASTOFAN/SIA.IS IBI 25f98 08/: Fjármál Afkoma sveitarfélaganna neikvæð Neikvæð gengisþróun á árinu 2003 og fjölgun einkahlutafélaga eiga þátt í versnandi afkomu sveitarfélaganna. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr uppgjörum 52 sveitarfélaga með 92% búa landsins var afkoma þeirra neikvæð um 2,6 milljarða króna. Tekjur sveitarfélag- anna jukust um 5,9% milli áranna 2002 og 2003 og gjöld hækkuðu um 5,1%. Tekjurnar námu 87,1 milljarði króna á ár- inu 2002 og 92,2 milljörðum árið 2003. Gjöld námu hins vegar 92,2 milljörðum árið 2002 og 96,9 milljörðum árið 2003. Fjármunatekjur lækkuðu á milli ára, úr 5,1 milljarði króna árið 2002 í 1,6 milij- arð árið 2003. Ástæður lakari afkomu á árinu 2003 í samanburði við árið á undan eru einkum raktar til óhagstæðrar gengis- þróunar en einnig til mikillar fjölgunar einkahlutafélaga sem dregur úr útsvars- tekjum sveitarfélaganna. Skuldir með lífeyrisskuldbinding- um hækka um tæp 14% Þegar litið er yfir eignir sveitarfélaga kem- ur í Ijós að þær hafa vaxið úr 198,8 millj- örðum króna árið 2002 í 203,9 milljarða króna árið 2003. Skuldir án skuldbindinga hafa einnig hækkað eða úr 72,5 milljörð- um króna árið 2002 í 78,1 milljarð árið 2003 eða um 7,8%. Skuldir með lífeyris- skuldbindingum hafa aftur á móti hækkað úr 108,3 milljörðum króna árið 2002 í 123,3 milljarða árið 2003 eða um 13,9%. Launagreiðslur nálgast 60% Greiðslur launa námu 57,1% af heildar- tekjum sveitarfélaganna á árinu 2003 en um 58,7% árið 2002. Afkoman er að jafn- aði erfiðust hjá millistórum sveitarfélögum eða þeim sem eru með á bilinu eitt til fimm þúsund íbúa. Sveitarfélög af þessari stærð eru yfirleitt þéttbýIisstaðir á lands- byggðinni þar sem íbúum hefur fækkað nokkuð á liðnum árum en þjónustukrafan aukist eins og annars staðar í samfélaginu. Flest þessara sveitarfélaga reyna eftir megni að halda uppi sambærilegri þjón- ustu við fbúana og stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyrarkaup- staður. Einkahlutafélög og fólksfækkun Þótt tekjur sveitarfélaganna hafi hækkað nokkuð á milli ára samkvæmt uppgjörum þá er engu að síður Ijóst að þau tapa verulegum tekjum vegna þess hversu margir einstaklingar hafa breytt rekstri sín- um í einkahlutafélög og greiða því í aukn- um mæli skatt af fjármagnstekjum í stað útsvarsgreiðslna af launum. Að sögn Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, er talið að sveitarfélögin verði af á bilinu 800 til 1.000 milljónum króna á ársgrundvelli vegna þessara breytinga. Fáðu meira - allt innifaliö! Fáöu meira fyrir launin þín • Ef þú fellur frá eru erfingjum tryggð 70% launa i 7 ár. • Þér eru tryggð 70% launa i 2 ár ef þú færð alvarlegan sjúkdóm. • Auknar ráðstöfunartekjur við starfslok með 4% viðbótarlífeyrissparnaði. • Eingreiðsla vegna alvarlegra veikinda barna. 410 4000 | landsbanki.is Landsbankinn Banki allra landsmanna Viðskiptavinur Sparisjóðsins síðan um fermingu Ánægðustu viðskiptavim'rnir Sparísjóðurinn leggur áherslu á persónulega og sveigjanlega þjónustu og náið samstarf við viðskiptavini sfna. Nálægð Sparísjóðsins við það samfélag sem hann þjónar skilar viðskiptavinum hans drjúgum ávinningi til viðbótar við vandaða alhliða bankaþjónustu. Undanfarin fimm ár hafa viðskiptavinir Sparisjóðsins mælst þeir ánægðustu i bankakerfinu. SPARISJÓÐUR HORNAFJARÐAR -fyrirþig og þína Við tökum vel á móti nýjum viðskiptavinum. L1 !LM rj> ' Wf 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.