Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 4
Efnisyf irlit Bls Pappírslaus samskipti ....................................................... 4 Forystugrein: Að afloknum sameiningarkosningum - Þórður Skúlason .... 5 Sameiningarkosningarnar: Austfirðingar samþykktu ................................................. 6 Kosið á ný þann 5. nóvember nk....................................... 8 Fólk er orðið þreytt á að kjósa ..................................... 9 Fullviss um að menn halda áfram að ræða saman ....................... 9 Málið brennur ekki á þéttbýlisbúum .................................. 10 Menn spiluðu ekki með í síðari hálfleik ............................. 10 Samgöngumálin settu strik í reikninginn ............................. 11 Sveitarfélögin verða sameinuð í framtíðinni ......................... 12 Akureyri með hæsta tekjujöfnunarframlagið ................................... 14 Guðmundur tekur við af Gunnari .......................................... 14 Horft til háskólastarfsins .................................................. 14 Vaxtasamninginn verður að efna .............................................. 14 Hafnafundur: Er gjaldskrá samræmd á milli hafna? ................................. 16 Mikilvægi hafna jafnt sem fyrr ...................................... 16 Vestmannaeyjabær: Sættum okkur ekki við aðra deild .................................... 18 Kúnstin er að lifa lífinu lifandi ................................... 20 Fleiri ferðamenn til Eyja ............................................... 22 Tímamóta skýrsla um skóla- og æskulýðsstarf ......................... 23 Velferð frá vöggu til grafar: Félagsauðurinn í heita pottinum ......................................... 25 Öflugri þjónusta við íbúana ............................................. 26 Viðtal mánaðarins: Sveitarfélögin verða sjálf að gæta hagsmuna sinna .... 28 Skólamálanefnd tekur til starfa ............................................. 30 Gísli Gíslason til Faxaflóahafna ............................................ 31 Lokið verði við Þverárfjallsveg ............................................. 31 Fjármagn til skógræktar ..................................................... 31 Vinna að útbreiðslu geðheilsuverkefna ....................................... 32 Undirbúa kosningar um sameiningu sveitarfélaganna ........................... 33 Flugvallarmál í brennidepli ................................................. 34 Samgöngubóta krafist ........................................................ 34 Nefnd til endurskoðunar laga og reglna .................................. 34 Pappírslaus samskipti Síðastliðin ár hefur skrif- stofa Sambands íslenskra sveitarfélaga dregið veru- lega úr pappírsnotkun í tengslum við fundahöld og ráðstefnur. Tvær leiðir hafa verið farnar til þess að draga úr pappírsnotkuninni. Annars vegar hefur verið hætt að senda stjórnarmönnum fundarboð í venjulegum pósti, þar sem öll fundargögn voru Ijósrituð fyrir hvern og einn stjórnarmann. Þess í stað hafa stjórn- armenn aðgang að lokaðri síðu á upplýs- inga- og samskiptavef sambandsins þar sem þeir sækja sér upplýsingar um fund- arefni komandi fundar. Hins vegar hefur verið dregið verulega úr fjölföldun efnis á ráðstefnum og fundum á vegum sam- bandsins, en þess í stað hafa erindi og annað efni verið birt á vef sambandsins jafnóðum og þau eru flutt á fundunum. Þannig geta fundar- og ráðstefnugestir nálgast erindin þegar heim er komið. Aukin skilvirkni í störfum stjórnar Þá hefur stjórn sambandsins einnig mótað þá stefnu að fækka verulega þeim málum sem hljóta umfjöllun á stjórnarfundum og auka þannig skilvirkni í störfum stjórnar. Þess í stað eru ákveðin mál afgreidd af framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönn- um sambandsins í samráði við formann stjórnar. Við afgreiðslu mála skulu starfs- menn hafa að leiðarljósi heildarhagsmuni sveitarfélaganna. Þau mál sem um er að ræða eru m.a. umsagnir um lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og drög að reglu- gerðum. Mál sem afgreidd eru með þess- um hætti eru birt á sérstakri upplýsinga- síðu fyrir stjórn á upplýsinga- og sam- skiptavef sambandsins. Með þessum aðgerðum hefur pappírs- notkun á skrifstofu sambandsins dregist saman um tæplega 25% eða sem svarar 75.000 blöðum af A4 gæðapappír. 4 TÖLVUMIÐLUN H-LaUll SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.