Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 5
Forystugrein sameiningarkosningum I Að afloknum Fulltrúaráð og landsþing sambandsins samþykktu með víðtækum stuðningi á ár- inu 2002 að sambandið skyldi vinna að stækkun og eflingu sveitarfélaganna með frjálsri sameiningu sveitarfélaga á yfir- standandi kjörtímabili sveitarstjórna. For- svarsmönnum sambandsins var gert að fylgja þeirri samþykkt eftir og því var hrint af stað samstarfsverkefni ríkisstjórn- arinnar og sambandsins um eflingu sveit- arstjórnarstigsins. Tillögugerð sameining- arnefndar um sameiningu sveitarfélaga var einn afrakstur þess verkefnis og nú liggur fyrir að einungis ein af 16 tillögum nefndarinnar var samþykkt í atkvæða- greiðslunni 8. október sl. og á tveimur svæðum verður atkvæðagreiðslan endur- tekin. Eflaust veldur niðurstaðan ýmsum sveitarstjórnarmönnum vonbrigðum en öðrum ekki og liggja til þess ýmsar ástæður. Lítil kosningaþátttaka og áhuga- leysi íbúanna í stærri sveitarfélögunum um sveitarfélagaskipanina í landinu veld- ur sveitarstjórnamönnum þó almennt vonbrigðum. Tillögur sameiningarnefndar voru settar fram eftir ítarlega yfirvegun að undangengnum viðræðum við sveitar- stjórnarmenn hlutaðeigandi sveitarfélaga. Eftir að þær komu fram var Ijóst að sveit- arstjórnarmenn höfðu á þeim skiptar skoðanir. Einstaka sveitarstjórnir mæltu í heild sinni með samþykkt þeirra en aðrar í móti. Þar með er ekki sagt að sveitar- stjórnarmenn almennt séu ekki samþykkir þvf að sveitarfélögin verði stækkuð og efld með frjálsri sameiningu eins og þeir hafa ályktað um á vettvangi sambandsins. íbúarnir hafa nú með lýðræðislegum hætti lýst vilja sínum og í mörgum sveit- arfélögum hefur meirihluti þeirra komist að þeirri niðurstöðu að sameining sveitar- félags þeirra við annað eða önnur sveit- arfélög f samræmi við sameiningartillög- una væri ekki til hagsbóta fyrir þeirra sveitarfélag. Slík sameining styrkti ekki stjórnsýslu þess né möguleika þess til að veita íbúunum þjónustu miðað við núver- andi hlutverk og skyldur sveitarfélaganna. Ýmsar aðrar ástæður kunna einnig að liggja að baki svo sem óánægja með til- löguna, sem þeir hefðu viljað hafa öðru- vísi og ótti þeirra sem búa á jaðarsvæðum um að verða afskiptir í stærra sveitarfé- lagi. Jafnframt liggur fyrir að meirihluti íbúa 20 sveitarfélaga samþykkti fyrirliggj- andi sameiningartillögu og athygli vekur að meirihluta þeirra sveitarfélaga hefur áður sameinast öðrum sveitarfélögum. Niðurstaða þessarar víðtæku atkvæða- greiðslu er Ifk hliðstæðri atkvæðagreiðslu á árinu 1993, en þá eins og nú var ein- ungis ein tillaga sameiningarnefndarinnar samþykkt. í kjölfar þess hélt sameiningar- umræðan áfram heima í héraði og leiddi í framhaldinu til þess að fjöldi sveitarfélaga sameinaðist á eigin forsendum og sveitar- félögunum fækkaði um rúman helming. Stærri og meðalstór sveitarfélög hafa ríkan vilja til að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu, að því tilskildu að tryggir tekju- stofnar fylgi, og sá vilji er á ýmsum svið- um gagnkvæmur af þess hálfu. Niður- staða atkvæðagreiðslunnar nú breytir engu þar um og umræða um verkefni og skyldur sveitarfélaganna, breytt verka- skipti ríkis og sveitarfélaga og tekjustofna sveitarfélaga verður áfram viðvarandi. Með sama hætti verður framhaldið þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið í tengslum við sameiningarátakið, um stöðu sveitarfélaganna, staðarmörk þeirra og samvinnu, verkefni, ábyrgð og skyldur. Áfram verða þau mál rædd bæði heima í héraði og einnig á vettvangi sambandsins. Þeim fjölmörgu sveitarstjórnarmönnum sem unnu að framsetningu, kynningu og umfjöllun um tillögur sameiningarnefndar eru hér með færðar bestu þakkir fyrir þá gríðarlegu vinnu sem þeir hafa á sig lagt svo og félagsmálaráðherra, verkefnis- stjóra, starfsmönnum félagsmálaráðuneyt- isins og alþingismönnum í verkefnisstjórn og sameiningarnefnd. Þórður Skúlason framkvæmdastjóri. SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Borgartúni 30, 5. hæð • 105 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) • magnus@samband.is Bragi V. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Þórsstíg 4 • 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson - thord@itn.is Ásgrímur Örn Hallgrímsson - a@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 • pj@pj.is Umbrot: Fremri kynningarþjónusta • Þórsstíg 4 ■ 600 Akureyri Prentun: Prentmet hf • Sími 560 0600 • prentmet@prentmet.is Dreifing: íslandspóstur Forsíban: Vestmannaeyjabær er í sviðsljósi Sveitarstjórnaramála að þessu sinni. Forsíðumyndin valin aí því tilefni og sýnir ungan mann stunda sprang sem er ein af „þjóðaríþróttum" eyjamanna. Myndir frá Vestmannaeyjum: Guðmundur Þór Sigíússon. Fótó Vestmannaeyjum. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út 10 sinnum á ári Áskriftarsíminn er 461 3666 a. ibl. var premað 27. okióber 2005 ö TOLVUMIÐLUN 20 Traust í 20 ár 1985-2005 5

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.