Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Síða 6

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Síða 6
Sameiningarkosningarnar Ausfirðingar samþykktu íbúar Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps, Fjarðabyggðar og Mjóafjarðarhrepps samþykktu tillögu um sameiningu þessara sveitarfélaga í sameiningarkosningunni 8. október sl. Aftur verður kosið í Aðaldælahreppi, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi og Kelduneshreppi í Suður- og Norður-Þingeyjar- sýslu og einnig í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu samkvæmt 2/3 hluta reglunni í sveitar- stjórnarlögum. íbúar Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps, Fjarðabyggðar og Mjóafjarðarhrepps samþykktu tillögu um sameiningu þessara sveitarfélaga f sameiningarkosningunni 8. október sl. Myndin er frá Reyðarfirði í Fjarðabyggð. - Mynd: Flelgi Sigfússon. í þessum fimm sveitarfélögum voru sam- einingartillögurnar felldar en meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði á viðkomandi sameiningarsvæðum samþykktu samein- ingartillögurnar. Sameiningin var sam- þykkt í 22 sveitarfélögum af 61 sem tóku þátt í kosningunni en vegna fyrirkomulags kosninganna, kosningaþátttöku og hlut- falls fjölda þeirra sveitarfélaga sem felldu tillöguna kemur aðeins ein þeirra til fram- kvæmda án endurtekinna kosninga. Samþykkt í Reykjanesbæ íbúar Reykjanesbæjar samþykktu tillögu um sameiningu Reykjanesbæjar, Sand- gerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs en íbúar hinna tveggja sveitarfélaganna felldu tillöguna og var hún því felld í heild sinni. Tillaga um sameiningu Hafn- arfjarðarkaupstaðar og Vatnsleysustrand- arhrepps var samþykkt í Hafnarfjarðar- kaupstað en felld með yfirgnæfandi meiri- hluta í Vatnsleysustrandarhreppi. Mjög lítil kosningaþátttaka var í Hafnarfjarðar- kaupstað, eða aðeins 14,1% Kosið aftur í Reykhólahreppi Tillaga um að sameina Snæfellsnes í eitt sveitarfélag var felld með verulegum meirihluta í öllum fimm sveitarfélögunum á Nesinu. Mest andstaða var í Grundar- fjarðarbæ en minnst í Helgafellssveit. íbú- ar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps sam- þykktu tillögu um sameiningu þriggja sveitarfélaga í Dölum og á Austur-Barða- strönd. íbúar Reykhólahrepps felldu til- löguna, en þar sem meirihluti þeirra sem tóku þátt í kosningunni voru fylgjandi sameiningartillögunni verður kosið aftur í Reykhólahreppi innan sex vikna frá kjör- degi. Skiptar skoðanir á Ströndum Tillaga um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps var felld í báðum sveitarfélögunum. Skoðanir eru hins vegar skiptar á Ströndum því íbúar Broddanes- hrepps samþykktu sameiningu fjögurra sveitarfélaga með verulegum meirihluta en íbúar Árneshrepps, Kaldrananeshrepps og Hólmavíkurhrepps felldu sameiningar- tillöguna. Meirihluti íbúa Húnaþings vestra samþykkti tillögu um sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps í Strandasýslu en meirihluti felldi samein- ingartillöguna í Bæjarhreppi. Jákvætt í Blönduósbæ Mikill meirihluti íbúa Blönduósbæjar, sem tóku þátt í sameiningarkosningunni, samþykkti sameiningartillöguna en íbúar hinna þriggja sveitarfélaganna; Höfða- hrepps, Áshrepps og Skagabyggðar felldu tillöguna. Mest var andstaðan í Höfða- hreppi (Skagaströnd) eða 91%. Meirihluti íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps felldi tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. Ekki munaði miklu í Sveitarfélaginu Skagafirði, þar sem rétt rúmlega helmingur felldi tillöguna, en hærra hlutfall kjósenda var andvígt henni í Akrahreppi. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar vildu sameina Tillaga um sameiningu níu sveitarfélaga í Eyjafirði, eða alls Eyjafjarðarsvæðisins utan Grímseyjarhrepps, var samþykkt í Siglufjarðarkaupstað og Ólafsfjarðarbæ en felld í hinum sjö sveitarfélögunum. Mest andstaða við sameiningu sveitarfélaga á landinu kom fram á þessu sameiningar- svæði, þar sem 99% þeirra sem greiddu atkvæði í Grýtubakkahreppi felldu tillög- una. Þótt tvö sveitarfélög hafi samþykkt sameininguna verða kosningarnar ekki endurteknar þar sem samanlagður meiri- hluti þeirra sem kusu var andvígur sam- einingunni. Kosið aftur í Þingeyjarsýslum Meirihluti íbúa Húsavíkurbæjar, Raufar- hafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps sam- þykkti tillögu um sameiningu sjö sveitar- félaga í sýslunum en meirihluti ibúa í Aðaldælahreppi, Tjörneshreppi, Keldu- neshreppi og Skútustaðahreppi (Mývatns- sveit) felldi sameininguna. Meirihluti 6 0 TOLVUMIÐLUN H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.