Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Qupperneq 21

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Qupperneq 21
Mannsöfnuður á Skansinum í Vestmannaeyjum. sjóaða í sínum málaflokki, og Jón Pétursson sálfræðing, sem býr yfir mikilli reynslu í fræðslu- og félags- málum bæjarins. Margvísleg íþróttastarfsemi Andrés var inntur frekar eftir íþróttamálunum í Eyjum og eitt og annað kom í Ijós. Hann segir bæ- inn sannkallaðan íþróttabæ sem leggi mun hærra hlutfall af skatt- tekjum sínum í æskulýðs- og iþróttamál en landsmeðaltalið segir til um, a.m.k. 4% meira. Mörgum íslandsmeistaratitlum hafi verið landað í boltaíþróttunum, og marg- ar stjörnur komið frá Vestmannaeyj- um. Hann tekur sem dæmi Margréti Láru Viðarsdóttur og Gunnar Heiðar Þorvalds- son og nefnir einnig að knattspyrnumót fyrir yngri flokka (peyja og pæjur) séu orðin árviss. Þar hafi margir dregið vagn- inn en upphafsmaðurinn var Lárus heitinn Jakobsson. Þessi mót hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem viðburður sem enginn megi missa af og hafi orðið fyrirmynd fyr- ir önnur bæjarfélög. Vestmannaeyingar eiga glæsilegt íþróttahús með þremur lög- legum handboltasölum, frábæra innisund- laug og nú er verið að vinna í að bæta útivistarsvæði og aðstöðu fyrir börnin. Nýlega voru ennfremur tveir sparkvellir við grunnskólana vígðir. Andrés segir að skákáhugi sé mikill og barna- og unglingastarfið hafi verið með miklum blóma sl.ár. Björn ívar Karlsson var t.d. Norðurlandameistari í skák, og Nökkvi Sverrisson varð íslandsmeistari í flokki 12 ára og yngri á árinu. „Það eru ýmsir möguleikar í Vestmannaeyjum til að stunda sport," segir Andrés. „Hnefaleikar eru nýtilkomnir, Sæþotur, Hokkífélag er starfandi og í nýja hrauninu er braut fyrir Mótorkross. Þá má nefna kajaka, köfun, sjóstöng, sprang og úteyjalíf." Erum sífellt að brydda upp á nýjungum Einn af betri golfvöllum í Evrópu er ÍVest- mannaeyjum og ýmislegt fleira mætti telja upp. „Hér geta allir fengið og fundið eitthvað við sitt hæfi," segir Andrés. „Við erum að vinna að málefnum ungmenna, sextán ára og eldri, en tilraun á rekstri á „Húsi" fyrir þau, fór út um þúfur. Nú er verið að skoða hvað fór úrskeiðis og hafa það að leiðar- Ijósi þegar aftur verður farið af stað. Þá má nefna götuleikhús sem rekið er innan Vinnuskólans og frjálsar íþróttir eru stundaðar. Af öðrum nýjungum má nefna útisport, skokk- hópa og fjölskylduhátíðir sem tengdar eru útiveru og leikjum fyrir þá yngri. Páskagangan svonefnda er orðinn árviss atburður og uppákom- ur og annað um hvítasunnuhelgina og á Jónsmessuhátíð. Fólk er alltaf að gera sér betur og betur grein fyrir mikilvægi hreyfingar og forvarna. Við erum þátttakendur í verkefninu „Vertu til" og fleira mætti eflaust nefna, en mark- miðið er að reyna að starfa náið með öðr- um sveitarfélögum bæði hvað íþróttir og æskulýðsmál varðar, læra af og miðla reynslu. Við erum sífellt að reyna að brydda upp á nýjungum, nú nýlega var stofnaður íþróttaskóli fyrir yngstu börnin sem Ingibjörg Jónsdóttir kennari og Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, sjá um. Leikfimi er komin á dagskrá hjá elstu börnunum í leikskólunum og félags- miðstöð Vestmanneyja er í samstarfi við grunnskólana. Mömmukvöld hjá Féló sló í gegn á dögunum og þar er líka alltaf verið að brydda upp á nýjungum í sam- ráði við krakkana" segir Andrés Sigurvins- son að lokum. l'SLANDSBANKI Niðttu lífsins - Íhyggjulaus Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjum

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.