Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 24
Mæður og börn í Eyjum.
samstarf og samvirkni innan málaflokk-
anna megi sjá fyrir sér heilsdagsskóla í
framkvæmd þar sem nemendur geti m.a.
unnið að heimaverkefnum að loknum
hefðbundnum skóladegi, einnig stundað
íþróttir, listir og önnur áhugamál sem
ungmenni leita eftir. Hann telur mjög
áhugavert fyrir unga foreldra að koma til
Vestmannaeyja og setjast þar að, vegna
þess hversu fjölskylduvænt og gefandi
umhverfið er. Af þeim sökum hefur sú
stefna verið tekin nú að spara ekki við
þennan málflokk, þótt stærsti hluti af
heildarútgjöldum bæjarfélagsins gangi til
hans.
Kennarar vanir að takast á
við breytingar
skóla- og æskulýðsmálum í bæjarfélag-
inu. Skólaþróunarsvið kennaradeildar Há-
skólans á Akureyri, fengið til þess að ann-
ast úttektina skilaði það af sér viðamikilli
og greinargóðri skýrslu á síðasta vori.
Einn leik- og einn gunnskóli frá
og með skólaárinu 2006 til 2007
Andrés segir marga hafa dáðst að þeim
kjarki að láta fara fram svona viðamikla
úttekt, vegna þess að þessir tveir stóru
málaflokkar, skólamálin í heild og íþrótta-
og tómstundamálin, hafi aldrei fyrr verið
teknir svona saman til athugunar. Að þvf
leyti er um tímamótaskýrslu að ræða.
Skýrsluhöfundar drógu sérstaklega fram
22 atriði sem þyrfti að skoða og huga að.
Eitt af því var að á næstu fimm til sex
árum væri veruleg fækkun nemenda fyrir-
sjáanleg og bentu þeir á að gaumgæfa
kosti þess að sameina grunnskólana undir
eina stjórn. Síðan var tekin ákvörðun, af
öllum fulltrúum í bæjarstjórn, um að
sameina grunnskólana tvo og þrjá leik-
skóla í bænum í einn grunnskóla og einn
leikskóla frá og með skólaárinu 2006 til
2007. I kjölfarið hafa verið haldnir fjórir
opnir fræðslufundir á vegum verkefnis-
stjórnarinnar um ýmis málefni sem tengj-
ast þessu máli og í framhaldi af því verið
haldnir samráðsfundir með bæjarbúum
undir stjórn verkefnisstjóra.
Auka þarf tengsl málaflokka
I stuttu máli eru niðurstöður úttektar-
innar þær að nauðsynlegt sé að auka
tengsl á milli skólastiganna og einnig á
milli skólanna og íþrótta- og æskulýðs-
starfseminnar í bænum. í matsskýrslunni
er áhersla lögð á mikilvægi kennslu og
uppeldis í mjög víðum skilningi. Þar segir
að uppeldisstarfið feli í sér menntun og
þurfi að vera slík forvörn að einstaklingar
sem alast upp njóti sín sem best, lifi heil-
brigðu og góðu lífi og rækti með sér sam-
stöðu og samkennd. Það ýti undir farsæld
og stuðli að því að ungmenni leiti ekki í
skuggann, á vit fíkniefrja og annarra vá-
gesta.
Skýrsluhöfundar segja mikils um vert
að samstaða þeirra sem koma að uppeldi;
foreldra, skóla og frjálsra félaga, sé sem
mest. Bent er á að sérstaklega þurfi að
hlú að náms- og starfsskilyrðum barna og
ungmenna, s.s. fjölbreytni í námi,
kennsluaðferðum og æskulýðsstarfi svo
koma megi til móts við öll ungmenni,
hvernig sem andlegt eða líkamlegt atgervi
þeirra er. Andrés segir að takist að auka
Þegar Andrés var inntur eftir þvf hvernig
fólk hefði tekið þessum hugmyndum
sagði hann að menn skiptist í tvo hópa.
„Það er í sjálfu sér eðlilegt því breytingar
hafa ávallt í för með sér óvissu og óör-
yggi. Hins vegar eru kennarar vanir því
að takast á við breytingar og sem fag-
menn hafa þeir það hlutverk að búa nem-
endur undir líf og starf í þjóðfélagi sem er
í sífelldri þróun. Bæjaryfirvöld eru á hinn
bóginn viss um að úttektin sem unnin var,
muni vel nýtast skóla- og æskulýðsstarfi
til hvers konar umbóta- og breytingastarfs
er bæta mun náms- og starfsumhverfi
ungra Vestmannaeyinga," segir Andrés.
Matsskýrsluna má finna í heild sinni á
slóðinni www.vestmannaeyjar.is undir
Skýrslur og rannsóknir og eins á vef
menntamálaráðuneytisins.
Á skólabekk í Vestmannaeyjum
24
tölvumiðlun H~Laun ISFS