Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 25
Velferð frá vöggu til grafar Félagsauðurinn í heita pottinum í tilefni ráðstefnu sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt þann 29. september sl. um velferðarmál undir heitinu „Velferð frá vöggu til grafar," Ræddi einn starfshópurinn hvernig staða félagsauðs getur haft áhrif á þjónusta á þessu sviði. Lýstu þátttakendur áhuga á að skýra betur hvað væri átt við með hugtakinu félagsauður og er örlítið innlegg um það hér. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmda- stjóri þjónustumiðstöðvar í Vesturbæ Reykjavíkur og fastagestur í heitu pottunum, skrifar. Englendingar eru þekktir fyrir aö fara á pöbbinn. Ekki af því þeir séu sérstaklega drykkfelldir, heldur af því að þar hitta þeir annað fólk, blanda geði, rækta tengsl og úr verður það sem sumir kalla pöbba- menningu (meeting point). Samstarfsfélagi minn benti á að hliðstæða menningu mætti finna í heitu pottunum í sundlaug- unum. Þannig væru laugarnar og pottarn- ir staðir þar sem við hittum annað fólk og fáum tækifæri til að ræða stjórnmál, veðr- ið og jafnvel einkamál okkar. Hin síðari ár hefur mikilvægi þess fyrir Englendinga að sækja pöbbinn og íslendinga að sækja heita pottinn svo verið sett í mikilvægt samhengi þegar félagsauðskenningar eru skoðaðar. Félagsfræðingar hafa sett fram kenningar um að með þátttöku í félags- starfi hvers konar sé verið að auka fé- lagsauðinn sem er undirstaða hvers sam- félags. Fólk sem ekki sinnir félagsstarfi Sveitafélög standa fyrir og styðja margvís- legt félagsstarf jafnt fyrir unga sem aldna og vinna þannig að því að tengja saman fólk með jákvæðum frístundatilboðum og staðið að verkefnum til að vinna gegn einelti, félagslegri einangrun og uppbygg- ingu samfélagsheilda. Þannig hefur fé- lagsstarfi hvers konar verið beitt til að styðja skóla í að byggja upp félagslegan styrk bekkja og jafnframt alls skólans. Stutt er við nemendur og kennara til þess að vinna gott skólastarf, (uppbygging mannauðs) en rannsóknir hafa einmitt sýnt fram á að þegar félagsauði hrakar þá hrakar skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á að sinna ungu fólki sem ekki sinnir fé- lagsstarfi sökum áhugaleysis eða annarra ástæðna s.s. fötlunar, áhættuhegðunar og félagslegrar einangrunar og tengja það fé- Iagslega inní samfélagið. Sömu möguleik- ar felast í félagsstarfi fyrir þá sem eldri eru. Þegar litið er á nærsamfélagið sem heild þá er Ijóst að þátttaka og stuðningur Óskar Dýrmundur Ólafsson. sveitarfélagsins við félagsstarf er mikil- vægur hluti þess að byggja upp og stuðla að sterkum og heilbrigðum tengslum íbúa. Félagsleg tengsl - mikilvægur áhrifavaldur Til að undirstrika mikilvægi þess er vert að líta til rannsókna á samhengi félags- legra þátta við heilbrigðismál og fátækt. Staða félagsauðs hefur mikil áhrif á vel- ferð og stöðu fólks í lífinu. Léleg félags- gerð getur skapað umhverfisálag sem ýtir undir fátækt, minni samhjálp, lakara heilsufar og brotna sjálfsmynd. í rannsókn Hörpu Njáls á fátækt á íslandi skoðar hún m.a. afleiðingar af áföllum sem fólk verð- ur fyrir og kemst að því hve mikilvægt það er fyrir fólk að vera virkir þátttakend- ur í sterkum félags- og menningartengsl- um til að vinna gegn niðurbroti sem felst m.a. í fylgifiskum fátæktar. í rannsókninni kemur fram í norrænum samanburði að þeir sem lifa við fátækt á íslandi geta síst verið með í menningarlegri og félagslegri þátttöku. Lita þessar aðstæður allt fjöl- skyldulíf þannig að það bitnar líka á þátt- töku barnanna sem getur leitt af sér fé- lagslega einangrun. Hnignun félagsauðs hefur líka alvarleg áhrif á heilbrigði okkar. Þannig benda nýlegar rannsóknir til þess að stóraukin beiting lyfja gegn þunglyndi dragi ekki úr neikvæðum afleiðingum s.s. félagslegri einangrun og sjálfsvígum Er þetta athyglisvert í Ijósi þess að tíundi hver íslendingur notar slík lyf. Sterk fé- lagsgerð virðist skipta meiru máli í þessu samhengi. Hér skiptir miklu máli og stundum öllu að rækta góð tengsl, eiga góða vini, fara reglulega í sund og taka púlsinn á pottinum. Þá skiptir líka máli að heiti potturinn og félagsmiðstöðin sé til staðar og að samfélagsgerðin sé sterk og heilbrigð, þ.e. að samfélagið sé ríkt af fé- lagsauð. Fræðimenn á öllum sviðum komast að sömu niðurstöðu. Robert D. Putnam, sem hefur rannsakað mikilvægi félagsgerðarinnar, undirstrikar lykilhlut- verk þess að samfélagsgerðin sé sterk með áratuga löngum rannsóknum sínum á félagsauðnum sem hann tengir við heil- brigði okkar og fullyrðir að á síðustu ára- tugum hafa rannsakendur á sviði lýð- heilsu beitt þessari nálgun á allar hlið- ar heilbrigðis, lík- amlegs jafnt sem geðhei Ibrigðis. Fjöldi ítarlegra rannsókna víðs vegar um Bandaríkin hefur sýnt fram á með mikilli vissu að félagsleg tengsl er ein mikilvægasti áhrifavaldur velferðar okkar. „Léleg félagsgerð getur skapað umhverfisálag sem ýtir undir fátækt, minni samhjálp, lakara heilsufar og brotna sjálfsmynd." a TÖLVUMIÐLUN I Traust í 20 ár £X9 1985-2005 25

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.