Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 23.06.2011, Side 10
Samgöngumál Áhersla á sjálfbærar samgöngur og almenningssamgöngur Ahersla á sjálfbærar samgöngur og al- menningssamgöngur er á meðal þess sem finna má í drögum að nýrri samgöngu- áætlun til áranna 2011 til 2022. Drögin voru kynnt á samgönguþingi sem haldið var 19. maí sl. á vegum samgönguráðs og innanríkis- ráðuneytisins. Á þinginu voru flutt erindi um drög að helstu markmiðum í samgöngum komandi ára en framundan er nú lokavinna við gerð tillögu til samgönguáætlunar sem ráðgert er að leggja fyrir Alþingi í haust. Skipaður hefur verið starfs- hópur til að athuga tilraun til strandsiglinga, mikilvægi innanlandsflugs og að tvö- falda hlutdeild almennings- samgangna. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi samgönguþings og fór yfir markmið um greiðar, hagkvæmar, örugg- ar, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Ráðherra greindi frá því að hann hefði skipað starfshóp til að hefja athugun á tilraun til strandsiglinga, að kanna ætti mikilvægi innanlandsflugs og að stefnt væri að því að tvöfalda hlutdeild al- menningssamgangna á næsta áratug. Creiðari samgöngur Hin nýja samgöngustefna er í fimm köflum. Fyrsti kaflinn fjallar um greiðar samgöngur en þar felst meginbreytingin í þvf að mark- mið um hámark ferðatíma milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins er fellt út en áhersla þess í stað lögð á styttingu ferðatíma innan hvers landsvæðis og er þá miðað við hámark ferðatíma til næsta atvinnu- og þjónustukjarna en þarna er um umtalsverða stefnubreytingu að ræða. Aukin áhersla er lögð á greiðari samgöngur með því að efla almenningssamgöngur og áhersla er lögð á að hjólandi og gangandi vegfarendum verði auðveldað að komast leiðar sinnar. Annar kafli samgönguáætlunarinnar fjall- ar um umhverfislega sjálfbærar samgöngur þar sem þessum þætti eru gerð ítarlegri skil en áður. Lögð er meiri áhersla á umhverfis- vænni ferðamáta en einkabíl, breyttar ferða- venjur og aukna notkun umhverfisvænna orkugjafa í samgöngutækjum. Forgangsröðun fjárfestinga í samgöngum Þriðji kaflinn fjallar um hagkvæmar samgöng- ur. Þar er aukin áhersla lögð á mat á sam- félagslegum kostnaði og ávinningi við sam- gönguframkvæmdir, hvort gjaldtaka af not- endum endurspegli raunverulegan kostnað og breytta ferðahætti í þéttbýli til að draga úr þörf á uppbyggingu umferðarmannvirkja. Fram kom á samráðsfundum stuðningur við faglega forgangsröðun fjárfestinga í sam- göngum þar sem samfélagsleg áhrif yrðu I nýrri samgönguáætlun er lögð áhersla á auknar almenningssamgöngur. Myndin er af Strætóskýli i Reykjavik. Stefna og markmið sam- gönguáætlunar eru sett fram í fimm köflum: Kafli um greiðar samgöngur. Kafli um umhverfislega sjálfbærar samgöngur. Kafli um hag- kvæmar samgöngur. Kafli um öryggi í samgöngum og kafli um jákvæða byggðaþróun. metin og vegin samhliða ávinningi af styttri ferðatíma og auknu umferðaröryggi. Fjórði kaflinn fjallar síðan um öryggi í samgöngum en þar er fylgt svipaðri stefnu og verið hefur en þó er bætt við stefnumiði um að greina áhrif þess að taka formlega upp svokallaða núllsýn í umferðaröryggis- málum hérlendis og bera hana saman við aðrar leiðir sem þær þjóðir fara sem fremst standa í umferðaröryggismálum. (fimmta kaflanum er vísað til nauðsynjar á jákvæðri byggðaþróun og áhersla lögð á samþættingu samgönguáætlunar við aðrar áætlanir stjórnvalda, svo sem byggðaáætlun, fjarskiptaáætlun, aðgerðaáætlun f loftslags- málum og orkuskiptaáætlun í samgöngum. Víðtækt samráð Samkvæmt lögum um samgönguáætlun er gert ráð fyrir ákveðnu samráði fjölmargra aðila við gerð hennar og hefur slíkt samráð nú verið umfangsmeira en áður. Fundir voru haldnir í öllum landsfjórðungum með full- trúum sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélaga og atvinnulífs þar sem stefnumótun til lengri tíma var rædd. Einnig var boðið upp á umræðufundi með háskólasamfélaginu og stofnað til samstarfsvettvangs um sam- göngumál þar sem leiddir voru saman sér- fræðingar, stjórnvöld og aðrir hagsmuna- aðilar með það að markmiði að miðla þekk- ingu og stuðla að rannsóknastarfi. 10

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar: 5. tölublað (23.06.2011)
https://timarit.is/issue/369190

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

5. tölublað (23.06.2011)

Handlinger: