Hús & Búnaður - 01.08.1972, Page 4

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Page 4
Trjárækt Kristmann Guðmundsson skrifar um trjórœkt ó íslandi Ég hef nú fengizt við gróðurtilraunir um átján ára skeið, en hef ekki lengur aðstæður til að halda þeim áfram. Mig langar þó til þess, að sú reynsla, sem ég hef hlotið af tilraunum mínum í Garðshorni, fari ekki algjörlega forgörðum, heldur komi ein- hverjum til góða, sem hefur áhuga og lagni til að hagnýta sér hana. En þar eð fæstar jurtirnar í Garðshorni eiga sér íslenzkt nafn, neyðist ég til að nefna þær latnesku heiti þeirra, sem er raunar nauðsynlegt, til þess að takast megi að panta þær eða fræ af þeim frá útlönd- um. Ég nota því alls staðar latnesku nöfn- in, einnig þar, sem búið hefur verið til islenzkt nafn, og tek þá bæði saman. Mun ég nú telja upp þær trjátegundir, sem ég álít ómaksins vert að rækta í íslenzkum görðum. Af birki hef ég gert tilraunir með tutt- ugu og tvær tegundir, og hafa margar þeirra illa gefizt, þótt fagrar séu og gaman að eiga við þær. Hægt er að gera allfögur tré úr íslenzka birkinu, ef valdar eru hríslur með hvítum berki og stofninn klipptur frá byrjun, svo að úr verði ein- stofna tré. Fjalldrapinn íslenzki (Betula tiana) er fallegur runni, einkum í skjólveggi, sem sjálfsagt er að byggja þannig, að þeir geti jafnframt verið beð á einhvern hátt, stein- beð eða grasbeð. Með lagni má gera úr honum lítið tré. Af útlendum björkum er Steinbjörkin (Betula ermani) og Gullbjörk (Betula lenta) af fræi frá Kanada einna fegurstur og með afbrigðum harðgerar, einkum hin síðar- nefnda. Þær vaxa báðar hratt og fara skjót- lega framúr íslenzka birkinu; eins eru þær báðar einstofna tré, þó að betra sé að snyrta þær dálítið með klippingu. Gull- birkið getur orðið mjög hávaxið og er því ákjósanlegt í garða. Ilmbirki (Betula pubescens), af fræi frá Troms, hefur reynzt mér prýðilega. Það laufgast seint og fellir laufið snemma, fylgist þannig nokkuð að með Gráreyni og Siifurreyni. Betula lutea og Betula sachalinensis eru sterkar bjarkir, sem þrífast hér allvel, en eru ekki áberandi fallegar. Betula tauschii er aftur á móti mjög falleg, og ætti að leggja hér stund á ræktun hennar. — Enn fegurri er Betula coerulea-grandis, en því miður er hún dálítið viðkvæm fyrir vindi; þar sem logn er í görðum, er hún prýðileg. Hvítbirki (Betula papyrifera) er mjög fagurt birki, en erfitt að rækta það. Það þarf hér magra jörð i uppvextinum og logn. í Garðshorni eru fáeinar plöntur af Hvítbirki blönduðu öðrum tegundum, sem ég vænti nokkurs af, en þori ekki að mæla með. Eiri (Alnus), teg. incana, þrífst ágætlega hér á Suðurlandi, en aðrar teg. hans, sem ég hef prófað, hafa gefizt mér illa. auðvitað ekki gert tilraunir með þær nærri allar. Alaskaöspin, sem skógræktin hefur til sölu, er forkunargott tré, eitt af þeim beztu, Hlynur (Acer) hefur þrifizt allvel víða á íslandi, en það mun nær eingöngu vera teg. Acer pseudoplatanus. Það er mjög 4

x

Hús & Búnaður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.