Hús & Búnaður - 01.08.1972, Page 10
höfðingi — skapstór og ofstopafull-
ur eins og gamlir hershöfðingjar
eru vanir að vera. Þær eru fjórar,
systurnar, og allar fremur útslátt-
arsamar — eins og mér finnst næst-
um eðlilegt fyrst þær eiga svona
föður. Og umhverfi þeirra er ekki
hollt fyrir þær. Þær hafa lent í
slæmum félagsskap."
Hercule Poirot horfði á hann
hugsandi í bragði nokkra stund.
Svo sagði hann:
„Ég skil núna, hvers vegna þér
óskuðuð eftir að ég kæmi. Þér
viljið að ég taki málið að mér.“
„Mynduð þér vilja vera svo góð-
ur? Mér finnst ég mega til með að
gera eitthvað í þessu — en ég játa
að ég myndi vilja að Sheila Grant
lenti ekki í málinu, ef mögulegt
væri.“
„Það ætti að vera hægt að koma
í veg fyrir það, ímynda ég mér.
Mig langar til að fá að líta á stúlk-
una.“
„Við skulum koma.“
Stoddart gekk á undan honum út
úr herberginu. Út um hálflokaðar
dyr heyrðist hrópað æstri rödd:
„Læknir — í guðs bænum, ég er
að verða vitskert.“
Stoddart gekk inn í herbergið.
Poirot fór á eftir. Þetta var svefn-
herbergi og inni í því var bókstaf-
lega allt á öðrum endanum. Gólfið
flaut í andlitspúðri, glerkrukkum,
flöskum og fötum. í rúminu lá
kvenmaður með óeðlilega ljóst hár,
fremur aulaleg á svip og andlits-
drættir hennar gátu gefið í skyn að
hún myndi vera mikil nautna-
manneskja.
„Það eru einhverjar pöddur að
skríða um mig alla,“ æpti hún. „Ég
sver að það er satt. Þetta er að
gera útaf við mig. í guðs bænum
gefið þér mér skammt af ein-
hverju.“
Læknirinn gekk að rúminu og
talaði við konuna í ströngum em-
bættistón.
Hercule Poirot flýtti sé út úr
herberginu, inn í herbergi, sem var
þar til hliðar. Það var lítið og í
því voru fábreytt húsgögn. í rúm-
inu lá ung og grönn stúlka, hreyf-
ingarlaus.
Hercule Poirot læddist að rúm-
inu og leit á andlit stúlkunnar.
Dökkt hár, langleitt andlit — og
— já, ungt, mjög ungt ...
Á milli augnaloka hennar glytti
ofurlítið í hvítt, augu hennar opn-
uðust, starandi, hrædd augu. Hún
starði á hann, spratt upp í rúminu
og kastaði til höfðinu, eins og til
þess að reyna að hrista kolsvarta
hárlokkana aftur á hnakkann. Hún
hnipraði sig dálítið saman — eins
og villidýr gerir, þegar ókunnugur
býður því mat að borða.
„Hvað viljið þér hér?“ spurði
hún reið. Rödd hennar var æsku-
heit, hvell og gremjuleg.
„Þér hafið ekkert að óttast.
fröken.“
„Hvar er Stoddart læknir?“
Ungi læknirinn kom inn í sama
bili.
„Ó, það var gott að þér komuð!“
kallaði stúlkan og það mátti næst-
um greina fögnuð í röddinni. „Hver
er þessi maður?“
„Þetta er vinur minn. Hvernig
líður yður núna?“
„Hryllilega . .. Hvers vegna var
ég að nota þetta viðbjóðslega
eitur?“
„Ég myndi ekki reyna það aftur,
ef ég væri í yðar sporum,“ sagði
Stoddart þurrlega.
„Ég — ég ætla líka ekki að gera
það.“
„Hver gaf yður það?“ spurði
Poirot.
Augu hennar opnuðust og efri
vörin hreyfðist óeðlilega. „Við
fengum það hérna — í kvöld,“
sagði hún. „Við prufuðum það öll.
Mér hefur aldrei liðið betur en
fyrst á eftir.“
„En hver kom með það hingað?“
sagði Poirot hlýlega.
Hún hristi höfuðið. „Ég veit það
ekki. Það getur hafa verið Tony —
Tony Hawker. En í alvöru talað þá
hef ég ekki neina vissu fyrir því,
hver það var.“
„Er þetta í fyrsta skipti, sem þér
takið inn kókain, fröken?“
Hún kinkaði kolli.
„Þér ættuð líka að láta það vera
í síðasta skiptið,“ sagði Stoddart
hvatlega.
„Já, ég held að það verði það
líka. En samt var alveg dásamlegt
að reyna það.“
„Hlustið þér nú á mig, Sheila
Grant,“ sagði Goddart ákveðinn.
„Ég er læknir, og ég veit hvað ég
er að tala um. Ef þér byrjið á ann-
að borð að taka þetta eiturlyf inn,
lendið þér fyrr eða síðar í ótrúleg-
um vesældóm. Ég hef séð menn
sem hafa komist í slíka eymd, svo
að ég veit hvað ég er að segja.
Eiturlyf eyðileggur menn, bæði
andlega og líkamlega. Ofdrykkja
er hátíð hjá því að verða forfallin
í þetta eitur. Heitið sjálfri yður
því, nú á stundinni, að koma ekki
nálægt kókaini upp frá þessu. Yður
er óhætt að trúa því, að þetta er
ekkert gaman. Hvað haldið þér að
faðir yðar myndi segja ef hann
kæmist að því að þér væruð komn-
ar út á þessa braut?“
„Pabbi?“ Sheila Grant hækkaði
röddina. „Pabbi?“ Hún rak upp
hlátur. „Ég gæti rétt ímyndað mér
hvernig hann liti út! Hann má alls
ekki komast að því. Hann myndi
alveg sleppa sér.“
„Og ekki að ástæðulausu,“ sagði
Stoddart.
„Læknir — læknir!“ emjaði frú
Grace í næsta herbergi.
Stoddart tautaði einhver blóts-
yrði, svo lágt að ekki heyrðist og
gekk yfir í hitt herbergið.
Sheila Grant einblíndi á Poirot,
undrandi á svip.
„Hver eruð þér eiginlega? Þér
voruð ekki með í kvöld?“
„Nei, það er rétt. Ég er kunningi
Stoddarts læknis.“
„Eruð þér læknir líka? Þér lítið
ekki út fyrir að vera það.“
„Ég heiti,“ sagði Poirot, og það
var eins og hann væri í leikhúsi að
draga tjaldið frá leiksviðinu í byrj-
un fyrsta þáttar, ,.ég heiti Hercule
Poirot.“
Orð hans höfðu tilætluð áhrif.
Stundum varð Poirot var við það,
10