Hús & Búnaður - 01.08.1972, Qupperneq 12

Hús & Búnaður - 01.08.1972, Qupperneq 12
HVAÐ ER BAjST? HVAÐ ER BAST? Bast eða raffia eru þræðir úr blöðum Raffiapálmans. Bast er hægt að fá keypt í ýmsum verzlunum, bæði með eðlilegum lit og svo litað ýmsum litum. Bast er ódýrt efni tii þess að vinna úr, þó að auðvitað breytist verðið frá ári sem annað, og sé mismunandi dýrt eftir gæð- um. En það borgar sig að vinna úr því, sem býður upp á mestu gæðin. Bezta bastið er í fallegum gullituðum lit, það er létt og lifandi, þræðirnir eru breiðir og anganin er eins og af nýslegnu grasi. Litaða bastið er nokkuð dýrara, og er meðhöndlað þannig, að það er mjúkt og gljáandi. Mismunurinn á því og hinu gul- litaða er sá, að það þarf ekki að væta það fyrrnefnda fyrir notkun, þar sem það hefur áður verið sett í glycerin, sem gerir það beygjanlegt og auðvelt að vinna úr. Hver sem er getur litað bast sitt sjálfur, og er þá notaður venjulegur litur eða tré- litur. Litaða bastið verður síðan að hengja til þerris, helzt út undir bert loft. Þar sem heimalitaða bastið vill oft verða dálitið stíft og rifna í þráðunum, getur það borgað sig að kaupa hið litaða glycer- inaða bast, jafnvel þó það geti verið dýr- ara. Þegar unnir basthlutir eru tilbúnir, er ráðlegt að lakka þá með svokölluðu zaponlakki, það gerir hlutina fastari í sér, og er mikil vörn, sérstaklega í þvotti. Penslana, sem lakkað er með, verður að hreinsa mjög vandlega og bezt er þá að nota cellulose þynnir, en muna verður, að lakk og þynnirinn er mjög eldfimt. BASTFLÉTTA Flestir þeir hlutir, sem sýndir verða hér á eftir, eru gerðir úr samansaumuðum bastfléttum. Bastið er fléttað saman í langa fléttu, og verður að gæta þess að hafa þær jafnar og reglulegar, því góð flétta gefur góðan árangur. Áður en byrjað er að flétta, eru bast- búntin leyst upp, brúnir og óþarfa endar eru klipptir í burtu, en bastinu síðan dýft í kalt vatn. Síðan er snúið upp á það og það lagt á dagblað til þerris, þó þarf að hafa það vott í gegn, en ekki svo drjúpi úr því. Hægt er að flétta með eins mörgum þráðum og hver viil, en í hverjum hluta þurfa þó að vera jafnmargir þræðir. Festið bastið við eitthvað í annan endann, þannig að betur gangi að hafa fléttuna jafna. Ef að fléttan vill þynnast, verður aðeins að bæta fleiri þráðum við, svo að hún verði jöfn, en þá verður að gæta þess að hafa endana ekki sjáanlega, en það kem- ur með æfingunni. Á eftir verður að klippa þá burtu. Með því að „auka" við fléttuna er hægt að fá hana eins langa og hver vill, og fljótt kemst fólk upp á lagið með að sjá út, hvað langa fléttu þarf í hatt, körfu eða annað. Það er þá líka alltaf hægt að bæta við fléttuna, ef hún er ekki nógu löng. Fléttan er síðan sett undir pressu og á milli haft vott stykki, síðan er hún vinduð á pappír, og þá er komið að aðalverkefn- inu. TÁNINGATASKA Efni: Ca 200 g bast með eðlilegum litum, brúnum, rauðum og grænum, ca 25 g af hverjum, og hálfur meter af köflóttu bóm- ullarefni í fóður. Bastið er fléttið í langan flétting, ca 8 metra og 1.5 cm breiðan. Saumið tvær plötur ca 22 cm í þvermál. Búið til tvær rauðar fléttur langar, eina langa græna og eina langa í brúnu úr sex þráðum. Sú rauða á að vera ca 70 cm, sú brúna ca 85 cm og sú græna álíka löng. Onnur rauða fiéttan er notuð í blómið í miðri hlið töskunnar eins og sýnt er á mynd- inni. Blómið er saumað fast með fíngerð- um saumi. I miðjuna eru síðan saumaðir langir grænir og brúnir þræðir. Brúni fléttingurinn er saumaður eins og zig-zag með stórum grænum krossum sem ívaf. Eftir kantinum er kögrið saumað í mis- munandi litum. Á mynd 2 má sjá, hvernig það er hnýtt og eiga þræðirnir að vera ca 20 cm langir. Það er gerður hnútur á miðjuna og kögurþræðirnir beygið saman, og þegar allir eru orðnir fastir eru end- arnir klipptir, svo þeir verði jafnir. Hornrétt á hverja plötu er nú lagður fléttingur, þannig að út komi tvö flöt lok. Axlarólin á að vera 1.5 m á lengd og saumuð saman. Leggið saman lokin með áxlarólina á milli, eins og mynd 3 sýnir, þannig að óiin gengur inn í ræmuna, sem myndar botninn með þremur fléttum. Opið á töskunni á að vera um 18 cm í þvermál. Töskunni er lokað með rauðum 12

x

Hús & Búnaður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.