Hús & Búnaður - 01.08.1972, Page 13
TÁNINGATASKA
hnappi, sem gerður er úx samanrúlluðum
fléttingi með snúru úr eðlilega litum flétt-
ing. Saumið grænan þunnan flétting á
hliðarnar. Taskan er síðan fóðruð með
bómullarefni. Sníðið efnið eftir diski eða
öðru slíku.
1. Útflúrið.
2. Kögrið: A: Setjið hnút á miðjuna. B:
Kögrið beygt saman. C: Kögrið saumað
á röngunni tii að taskan komi saman.
3. Axlarólin kemur í miðju á botni og
hliðum töskunnar.
BLÓMAKARFA
Efni: Ca. 150 g bast og sultukrukka.
Bastið er fléttað í langan flétting og
þessi hér á myndinni er ca 5 m langur
og 1 cm breiður, en þetta fer auðvitað
allt eftir stærð krukkunnar. Fléttið til við-
bótar þunnan flétting úr sex þráðum og
þarf hann að vera 75-100 cm.
Saumið flatan botn í passandi stærð og
haldið síðan áfram upp eftir því, sem lög-
un kemur á körfuna og mælið við og við,
hvort stærðin passar við krukkuna. Þegar
komið er upp í hálfa hæð, eða þar sem
formið fer að breytast, þá herðið meira
að, svo karfan nái lögun krukkunnar og
sömu hæð.
I lokin er saumaður einn umgangur upp
yfir opið á krukkunni. Til skrauts er síðan
þunni fléttingurinn saumaður í hring utan
um körfuna. Haldið er gert úr flétting
og búið til kögur á endunum.
BLÓMAKARFA
LÍTIL BLÓMAKARFA
Efni: Ca 200 g bast fléttað í einn flétting,
1 cm á breidd og ca 8 cm langan, svolítið
köflótt og rósótt bómullarefni í fóður og
ef til vill má nota mislita bastafganga til
að skreyta hliðarnar.
Körfubotninn er um 10 cm að ummáli.
Um leið og byrjað er á hliðunum, verður
strax að laga körfuna þannig, að hún fari
strax að breikka við hvern hring. Það er
áríðandi að gera þetta jafnt, svo karfan
fái fallegt útlit. Þessi karfa er ekki stór,
aðeins 17 cm á hæð og ummálið efst um
25 cm. Gætið að því að endarnir verði
eins lítið sýnilegir og unnt er.
Hankarnir eru gerðir úr tveim 30 cm
fléttingum. Körfunni er lokað með hnappi,
sem gerður er úr samanrúllaðri fléttu og
snúru, sem gerð er úr lítilli fléttu, sem
gerð er úr sex fléttum.
Ef það á að vera útsaumur á töskunni,
er hann gerður úr bastafgöngum í fallegum
litum og bezt að gera það áður en fóðrið
er sett í.
SEFSKÓR
Efni: Ca 300 g af basti í eðlilegum litum,
sem fléttað er í tvær fléttur 5 m langar
og um 1.5 cm hreiðar. nokkrir bláir,
rauðir og grænir bastþræðir í útsauminn
og hálfur metri af köflóttu bómullarefni í
fóður.
Fáið mál af fætinum með því að stíga
á pappírsblað og draga línu meðfram og
saumið sólann eftir málinu. Hér eru flétt-
urnar lagðar eins og sýnt er á mynd 1.
LÍTIL BLCMAKARFA
Þegar sólinn er orðinn nægilega stór,
eru saumaðar fjórar umferðir upp af hon-
um og þá liggja flétturnar eins og venju-
lega og saumaðar zig-zag, eins og sjá má
af mynd 2. A þessu stigi er auðveldast að
setja fóðrið í skóna. Hliðarnar eru fóðr-
aðar með ræmum, en hafið pappírsspjald
undir fóðrinu á botninum, því þá verða
skórnir sterkari.
Yfirborðið er sporbaugslaga plata, eins
og sýnt er á mynd 3 og fer stærðin eftir
stærð skósólanna. Hér eru flétturnar flatar
og saumaðar zig-zag.
Aður en yfirborðið er saumað á, er gott
að sauma út eitthvert fallegt mynstur á
það (mynd 4).
1. Skósólinn.
2. Saumið fjórar umferðir upp af honum.
3. Yfirborðið.
4. Fyrirmynd.
Frh. á bls. 19
SEFSKÓR
13