Hús & Búnaður - 01.08.1972, Page 20
uppréttur, og vanskapaðir og veikburða
fingur hans voru þess ekki megnugir að
halda á sandspöðum og fötum þeim, sem
börnin okkar léku sér með. Það eina, sem
þau gátu gert, var að búa til litla sandkast-
ala og hrúgur og láta hann síðan þeyta
þeim sundur með krampakenndum sveiflum
vanmáttugra handa sinna. En þetta veitti
honum mikla gleði, sem hann lét í ljós
með óskiljanlegum kokhljóðum og sínu
undarlega brosi, fullu af hamingju, og við
vissum varla, hvort við áttum heldur að
hlægja eða gráta við þessa sjón.
Móðir hans sagði okkur frá högum
sínum. Það eina, sem hún gat leyft sér,
var að ferðast á ódýran hátt niður til
Hastings nokkrum sinnum á ári. Faðir
Kalla hafði dáið úr krabbameini stuttu
eftir fæðingu drengsins. Hún hafði verið
ekkja í tíu ár og hafði aðeins eftirlaunin
til að lifa af. I rauninni væri ekkert, sem
hægt væri að gera Kalla til bata. Hún
þyrfti að fæða hann og klæða og sinna
öllum líkamlegum þörfum hans. Hann yrði
aldrei fær um að tala, hefði ekkert vald
yfir vöðvum þeim, sem stjórna talfærunum.
Auk þess var greindarstig hans mjög lágt.
Læknar þeir, sem hún hafði leitað til, höfðu
undantekningarlaust ráðlagt henni að koma
honum fyrir á hæli.
„Það yrði séð vel um hann," sögðu
þeir, „og þú gætir heimsótt hann vikulega."
„En myndi hann njóta ástar og hlýju?"
spurði hún síðan.
„Hann myndi njóta mjög góðrar um-
önnunar," sagði konan mín. „Bróðir minn
og konan hans eiga son ..."
„Nei," greip hún fram í. „Hann er sonur
minn og ég vil ekki vera án hans. Vissu-
lega er hann oft erfiður, þegar hann er
þreyttur og eitthvað amar að honum, en
eru ekki öll börn þannig?"
Þegar hún sagði þetta, mættust augu
min og konu minnar, og það augnaráð
sagði meira en nokkur orð fá mæit.
„En oftast er hann góður drengur, veitir
mér gleði. Hann er hamingjusamur og
sáttur við tilveru sína."
Við losuðum nú göngujárnin af fótum
Kalla, og ég og móðir hans bárum hann
niður að fjöruborðinu. Við héldum þannig
á honum, að hann gat buslað í sjónum og
börnin mín tíndu saman skeljar handa
honum. Allir skemmtu sér konunglega, en
einkum þó Kalli litli.
Þannig leið dagurinn, hraðar en við
gerðum okkur grein fyrir, og við urðum
að hraða okkur við að hjáipa þeim að ná
lesdnni til Lundúna. Eg ýtti hjólastólnum
til stöðvarinnar, og yngsta barnið okkar
fékk að sitja í stólnum hjá Kalla.
„Þakka ykkur fyrir," sagði móðir hans.
„Það hefur verið svo ánægjulegt að geta
rætt við ykkur, og Kalli hefur skemmt sér
konunglega við að leika við börnin ykkar.
Er það ekki, Kalli?"
Hann brosti og reyndi að veifa með
smárri, vanskapaðri hendi sinni. Þegar lest-
in lagði frá brautarpallinum og við veifuð-
um þeim í kveðjuskyni, tók ég eftir því,
að tárin streymdu niður vanga konu minn-
ar.
„Hvað er að, mamma?" spurðu börnin.
„Eg er að gráta, vegna þess, hve ég er
hamingjusöm," sagði hún, „en þó svo döp-
ur."
„Vegna Kalla litla?" spurðu þau.
Við kinkuðum kolli og gátum varla
komið upp nokkru orði, svo hrærð vorum
við.
„Af hverju er Kalli svona?" spurðu þau.
Síðar um kvöldið, þegar tími gafst til,
reyndum við að útskýra það nánar fyrir
þeim, með orðum, sem ef til vill voru
gagnslaus og veittu þeim litla skýringu.
Orð eins og gen, litningar, erfðaeiginleikar
og því um líkt.
En nú fundum við, hve þakklát og
hamingjusöm við í rauninni gátum verið,
sem áttum heilbrigð og hraust börn. Hversu
fráleitt og heimskulegt það er, að láta
heilbrigð og eðlileg ærsl þeirra hafa áhrif
á líf okkar og hamingju; og okkur varð
hugsað til móður Kalla litla og hlutskiptis
hennar, sem opnað hafði augu okkar.
HESTAR DIOMEDESAR
Frh. af bls. 11
um, því að ég álít fólk svo illgjarnt
— það trúir alltaf því versta um
náungann.“
„Þér vitið að það er orðið mjög
algengt að segja að fólk neyti eit-
urlyfja,“ hélt Chatmy áfram. „Það
var einhver sem sagði mér núna
um daginn, að ungar stúlkur væru
í eðli sínu sjúkar í eiturlyf, og það
verð ég að segja að er ekki fallegt
að heyra. Og ef eitthvað er dular-
fullt eða einkennilegt í fari þeirra,
þá er „eiturlyf“ alltaf orðið við-
kvæðið, og það verð ég að segja
að er ódrengilegt, líka. Þetta er
sagt um frú Larkin, og þó að mér
standi alveg á sama um þá konu,
þá held ég í alvöru að það sé ekki
annað en að hún sé dálítið viðutan.
Hún er ákaflega mikil vinkona
þessa Anthony Hawkers yðar, og
ég gæti vel trúað að það væri þess
vegna sem hún ræðst svona á
Grantsysturnar — segir að þær séu
mannætur! Það mætti segja mér að
þær séu strákaflennur, ekki nema
að litlu leyti þó, en mér finnst það
ekki svo mikið tiltökumál. Þær eru
fríðar og föngulegar stelpur, allar.“
Loks komst Poirot að.
„Hver er frú Larkins?“
„Frú Larkins? Góði minn, hvað
þýðir að spyrja mig hver hún sé?
Hvað er hver nú á dögum? Það er
sagt, að hún sitji vel hest og sé
sæmilega efnuð. Hún var gift vel-
stæðum embættismanni í London.
Hann er dáinn — hún er ekki skil-
in. Hún hefur ekki verið hér lengi,
kom skömmu á eftir Grant og dætr-
um hans. Ég hef alltaf haldið að
hún —
Cathmay hefðarfrú þagnaði.
Munnur hennar opnaðist og augun
stóðu út úr höfðinu. Hún laut fram
og sló Poirot snöggt á handarbakið
með flötum bréfhníf, sem hún hélt
á. An þess að taka eftir því, að
hann kveinkaði sín, hrópaði hún
æst:
„Já, náttúrlega! Það er þess
vegna, sem þér eruð hér núna! Svo
að þér eruð þá svona! Þér verðið
að segja mér allt eins og það er,
undandráttarlaust! “
„Nú, hvað á ég að segja yður?“
Cathmay sló aftur til Poirots, en
hann komst með lagi undan högg-
inu.
„Verið þér ekki með þessa upp-
gerð, Poirot! Ég skil fyrr en skellur
í tönnunum. Auðvitað eruð þér á
þessum slóðum út af einhverjum
glæp — og þér notið mig eins og
eitthvert fræðakver! Jæja, getur
það verið um morð að ræða? Hver
hefur dáið nýlega? Enginn, sem ég
man eftir nema Louisa gamla Gil-
more, og hún var komin á níræðis-
aldur og þar að auki búin að vera
heilsulaus lengi, Ekki getur það
verið hún. Veslingurinn hann Leo
Staverton var næstum búinn að
drepa sig í veiðitúr og er allur
reifaður — ekki getur það verið